Ójafnvægið sem heimurinn býr við – og skellur á Bakka Erna Bjarnadóttir skrifar 30. maí 2025 21:30 Undirliggjandi ójafnvægi í alþjóðaviðskiptum hefur á síðustu áratugum orðið kerfisbundið. Afleiðingarnar eru ekki lengur aðeins efnahagslegar – þær hafa sífellt skýrari pólitísk áhrif. Þessi þróun birtist í viðvarandi hallarekstri stórvelda, viðskiptadeilum og spennu í aðfangakeðjum. Í grein sem birtist í Klassekampen 21. maí 2025 dregur norski hagfræðingurinn Anton Smedshaug fram þessar brotalamir – og varpar fram spurningunni hvort alþjóðaviðskiptakerfið byggi raunverulega á stoðum eða einungis trausti sem er farið að rofna. Viðvarandi viðskiptahalli og forréttindastaða Bandaríkjanna Bandaríska hagkerfið hefur um áratugaskeið verið rekið með viðvarandi viðskiptahalla. Slíkt hefði verið ómögulegt í flestum öðrum ríkjum, en Bandaríkin njóta sérstöðu vegna stöðu Bandaríkjadals sem er gjaldmiðill alþjóðaviðskipta. Þessi staða gerir þeim kleift að fjármagna hallann með prentun eigin gjaldmiðils – án þess að mæta þeim afleiðingum sem önnur ríki þurfa að standa undir. Afleiðingarnar eru þó geigvænlegar þegar á hóminn er komið: ósjálfbært neyslumynstur hefur byggst upp, innlend framleiðsla dregst saman og alþjóðlegt ójafnvægi í viðskiptum magnast upp með víðtækum áhrifum. Viðskiptaafgangur og undirliggjandi spenna Smedshaug bendir jafnframt á að ábyrgðin liggi ekki aðeins hjá ríkjum með viðskiptahalla. Ríki eins og Kína, Þýskaland og Japan, sem halda uppi viðvarandi viðskiptaafgangi og byggja sinn efnahagsvöxt á stöðugri eftirspurn frá öðrum löndum sem sjálf eru rekin með viðskiptahalla – og gera þannig ójafnvægið varanlegt. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært – það hvílir á varanlegu ójafnvægi sem stuðlar að viðskiptadeilum, gengisóstöðugleika og pólitískri spennu. Valdahlutföll og efnislegur grunnur – sem hverfur Vesturlönd hafa í dag mjög takmarkað aðgengi að málmum og öðrum hráefnum sem áður mynduðu grunn efnahagslegs og hernaðarlegs styrks. Í stað þess að byggja á efnislegum auðlindum, byggist völd nú í vaxandi mæli á fjármálakerfum sem halda sér uppi með skuldasöfnun og trausti á gjaldmiðlum sem ekki hafa beina tengingu við raunveruleg verðmæti. Þar sem alþjóðaviðskiptakerfið hvílir á trausti fremur en efnislegum stoðum, verður það viðkvæmt fyrir óróa ef trúin brestur – og það getur leitt til víðtækrar óvissu og óstöðugleika í samskiptum ríkja. Undir slíkum kringumstæðum grípa stórveldi gjarnan til skammtímaráðstafana í stað kerfisbreytinga. Hér er nærtækasta dæmið einmitt að finna í skammtalækningum Bandaríkjaforseta nú um stundir – þar sem tollar, þrýstingur á bandalagsríki og úrsagnir úr alþjóðasamstarfi eru notaðar í stað þess að ráðast að rótum vandans. Græn umbreyting – með hráefnaskorti að baki Orkuskipti og græn umbreyting – hvort sem þau snúast um rafbíla, sólarrafhlöður eða vindmyllur – krefjast aðgangs að hráefnum eins og lithium, kobolti, sjaldgæfum jarðmálmum og hágæða málmblöndum. Slíkar auðlindir eru að mestu leyti staðsettar utan Vesturlanda, og eru undir stjórn ríkja sem beita þeim í auknum mæli sem pólitískum áhrifatækjum. Þetta veldur því að jafnvel lönd með hreina orku og aðstöðu til framleiðslu – eins og Ísland – verða háð dýrum og ótryggum aðföngum erlendis frá. Og þá komum við að Bakka Stöðvun rekstrar PC Silicon á Bakka við Húsavík er áþreifanlegt dæmi um það hvernig óstöðugleiki í alþjóðaviðskiptum smitast beint inn í íslenskan veruleika. Fyrirtækið framleiddi kísil, mikilvægt hráefni í framleiðslu á sérhæfðu áli fyrir rafbíla og orkukerfi sem byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum – m.a. fyrir rafhlöður og sólarsellur. Þrátt fyrir að Ísland bjóði upp á hagkvæma, endurnýjanlega orku og trausta innviði, reyndist erfitt að halda úti arðbærri starfsemi við breytilegar markaðsaðstæður og samkeppni á alþjóðavísu. Ísland, auðlindir og aðfangakeðjur Fyrir Ísland skiptir ekki aðeins máli hvernig við nýtum okkar auðlindir – heldur einnig hvernig við staðsetjum okkur í heimi þar sem aðgangur að hráefnum, tækni og viðskiptatengslum mótast af valdatafli á alþjóðavísu. Þeir sem ætla sér að leiða orkuskipti og græna uppbyggingu þurfa ekki bara orku – heldur einnig að tryggja stöðu innan aðfangakeðja sem eru bæði óstöðugar og pólitískt viðkvæmar. Í slíku samhengi er ekki nóg að ræða tækifæri innan einstakra samninga eða markaða. Spurningin er sú: hvernig tryggjum við efnislegan grunn sjálfbærrar framtíðar? Höfundur er hagfræðingur og húsmóðir í Hveragerði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Undirliggjandi ójafnvægi í alþjóðaviðskiptum hefur á síðustu áratugum orðið kerfisbundið. Afleiðingarnar eru ekki lengur aðeins efnahagslegar – þær hafa sífellt skýrari pólitísk áhrif. Þessi þróun birtist í viðvarandi hallarekstri stórvelda, viðskiptadeilum og spennu í aðfangakeðjum. Í grein sem birtist í Klassekampen 21. maí 2025 dregur norski hagfræðingurinn Anton Smedshaug fram þessar brotalamir – og varpar fram spurningunni hvort alþjóðaviðskiptakerfið byggi raunverulega á stoðum eða einungis trausti sem er farið að rofna. Viðvarandi viðskiptahalli og forréttindastaða Bandaríkjanna Bandaríska hagkerfið hefur um áratugaskeið verið rekið með viðvarandi viðskiptahalla. Slíkt hefði verið ómögulegt í flestum öðrum ríkjum, en Bandaríkin njóta sérstöðu vegna stöðu Bandaríkjadals sem er gjaldmiðill alþjóðaviðskipta. Þessi staða gerir þeim kleift að fjármagna hallann með prentun eigin gjaldmiðils – án þess að mæta þeim afleiðingum sem önnur ríki þurfa að standa undir. Afleiðingarnar eru þó geigvænlegar þegar á hóminn er komið: ósjálfbært neyslumynstur hefur byggst upp, innlend framleiðsla dregst saman og alþjóðlegt ójafnvægi í viðskiptum magnast upp með víðtækum áhrifum. Viðskiptaafgangur og undirliggjandi spenna Smedshaug bendir jafnframt á að ábyrgðin liggi ekki aðeins hjá ríkjum með viðskiptahalla. Ríki eins og Kína, Þýskaland og Japan, sem halda uppi viðvarandi viðskiptaafgangi og byggja sinn efnahagsvöxt á stöðugri eftirspurn frá öðrum löndum sem sjálf eru rekin með viðskiptahalla – og gera þannig ójafnvægið varanlegt. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært – það hvílir á varanlegu ójafnvægi sem stuðlar að viðskiptadeilum, gengisóstöðugleika og pólitískri spennu. Valdahlutföll og efnislegur grunnur – sem hverfur Vesturlönd hafa í dag mjög takmarkað aðgengi að málmum og öðrum hráefnum sem áður mynduðu grunn efnahagslegs og hernaðarlegs styrks. Í stað þess að byggja á efnislegum auðlindum, byggist völd nú í vaxandi mæli á fjármálakerfum sem halda sér uppi með skuldasöfnun og trausti á gjaldmiðlum sem ekki hafa beina tengingu við raunveruleg verðmæti. Þar sem alþjóðaviðskiptakerfið hvílir á trausti fremur en efnislegum stoðum, verður það viðkvæmt fyrir óróa ef trúin brestur – og það getur leitt til víðtækrar óvissu og óstöðugleika í samskiptum ríkja. Undir slíkum kringumstæðum grípa stórveldi gjarnan til skammtímaráðstafana í stað kerfisbreytinga. Hér er nærtækasta dæmið einmitt að finna í skammtalækningum Bandaríkjaforseta nú um stundir – þar sem tollar, þrýstingur á bandalagsríki og úrsagnir úr alþjóðasamstarfi eru notaðar í stað þess að ráðast að rótum vandans. Græn umbreyting – með hráefnaskorti að baki Orkuskipti og græn umbreyting – hvort sem þau snúast um rafbíla, sólarrafhlöður eða vindmyllur – krefjast aðgangs að hráefnum eins og lithium, kobolti, sjaldgæfum jarðmálmum og hágæða málmblöndum. Slíkar auðlindir eru að mestu leyti staðsettar utan Vesturlanda, og eru undir stjórn ríkja sem beita þeim í auknum mæli sem pólitískum áhrifatækjum. Þetta veldur því að jafnvel lönd með hreina orku og aðstöðu til framleiðslu – eins og Ísland – verða háð dýrum og ótryggum aðföngum erlendis frá. Og þá komum við að Bakka Stöðvun rekstrar PC Silicon á Bakka við Húsavík er áþreifanlegt dæmi um það hvernig óstöðugleiki í alþjóðaviðskiptum smitast beint inn í íslenskan veruleika. Fyrirtækið framleiddi kísil, mikilvægt hráefni í framleiðslu á sérhæfðu áli fyrir rafbíla og orkukerfi sem byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum – m.a. fyrir rafhlöður og sólarsellur. Þrátt fyrir að Ísland bjóði upp á hagkvæma, endurnýjanlega orku og trausta innviði, reyndist erfitt að halda úti arðbærri starfsemi við breytilegar markaðsaðstæður og samkeppni á alþjóðavísu. Ísland, auðlindir og aðfangakeðjur Fyrir Ísland skiptir ekki aðeins máli hvernig við nýtum okkar auðlindir – heldur einnig hvernig við staðsetjum okkur í heimi þar sem aðgangur að hráefnum, tækni og viðskiptatengslum mótast af valdatafli á alþjóðavísu. Þeir sem ætla sér að leiða orkuskipti og græna uppbyggingu þurfa ekki bara orku – heldur einnig að tryggja stöðu innan aðfangakeðja sem eru bæði óstöðugar og pólitískt viðkvæmar. Í slíku samhengi er ekki nóg að ræða tækifæri innan einstakra samninga eða markaða. Spurningin er sú: hvernig tryggjum við efnislegan grunn sjálfbærrar framtíðar? Höfundur er hagfræðingur og húsmóðir í Hveragerði
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun