Er ekki tími til kominn að tengja? Kristín María Birgisdóttir skrifar 31. maí 2025 07:02 Þann 29. maí, á uppstigningardag, fór rafmagnið af Grindavík í sjö klukkustundir. Ekki vegna eldgoss. Ekki vegna óviðráðanlegra náttúruafla. Heldur vegna þess að gamall rafmagnsstrengur, illa frágenginn í jörðu, gaf sig þegar álag kom á jarðveginn vegna jarðvinnu. Á þessum tíma voru fyrirtækjaeigendur – bæði veitingastaðir og fiskvinnslur að reyna að halda úti starfsemi í mjög erfiðum aðstæðum. Atvinnurekendur sem hafa barist áfram mánuðum saman, á hlaupum á milli rýminga og óvissu, að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það síðasta sem á þurfti að halda á uppstigningadag, með bæinn fullan af gestum - var að rafmagnið færi. Engin framleiðsla. Engin þjónusta. Engin kæling. Engin von um að halda rekstri gangandi þann daginn. Og þar að auki – engar ljósavélar. Ekkert varaafl. Þau tæki sem áður voru í bænum, voru tekin í burtu.Tekin í burtu þegar eldgosið hófst 1. apríl. Þrátt fyrir að mögulegt hafi verið að skila þeim þegar ljóst var að gosið var lítið og stutt, þá var það ekki gert. Eftir standa þessar spurningar: Hver ber ábyrgð?Hver tekur ábyrgð á því að innviðir brustu vegna lélegs frágangs?Hver bætir það tjón sem rekstraraðilar urðu fyrir – þegar allt sem þeir höfðu í gangi fór í þrot vegna rafmagnsleysis og skorts á varaafli? Við í Grindavík höfum sýnt ótrúlega þrautseigju. En seigla á ekki að vera forsenda fyrir kerfisbundnu sinnuleysi. Við eigum rétt á öryggi. Við eigum rétt á ábyrgð. Og við eigum betra skilið. Þetta er ekki í fyrsta sinn – og það má ekki gerast aftur. Grindavík er ekki annars flokks samfélag. Suðurnesja lína 2 er kominn af stað. Hringtenging þarf að klárast og við þurfum annað en framlengingasnúru á rafmagni til Grindavíkur. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað að samfélagið komist aftur upp á lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þann 29. maí, á uppstigningardag, fór rafmagnið af Grindavík í sjö klukkustundir. Ekki vegna eldgoss. Ekki vegna óviðráðanlegra náttúruafla. Heldur vegna þess að gamall rafmagnsstrengur, illa frágenginn í jörðu, gaf sig þegar álag kom á jarðveginn vegna jarðvinnu. Á þessum tíma voru fyrirtækjaeigendur – bæði veitingastaðir og fiskvinnslur að reyna að halda úti starfsemi í mjög erfiðum aðstæðum. Atvinnurekendur sem hafa barist áfram mánuðum saman, á hlaupum á milli rýminga og óvissu, að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það síðasta sem á þurfti að halda á uppstigningadag, með bæinn fullan af gestum - var að rafmagnið færi. Engin framleiðsla. Engin þjónusta. Engin kæling. Engin von um að halda rekstri gangandi þann daginn. Og þar að auki – engar ljósavélar. Ekkert varaafl. Þau tæki sem áður voru í bænum, voru tekin í burtu.Tekin í burtu þegar eldgosið hófst 1. apríl. Þrátt fyrir að mögulegt hafi verið að skila þeim þegar ljóst var að gosið var lítið og stutt, þá var það ekki gert. Eftir standa þessar spurningar: Hver ber ábyrgð?Hver tekur ábyrgð á því að innviðir brustu vegna lélegs frágangs?Hver bætir það tjón sem rekstraraðilar urðu fyrir – þegar allt sem þeir höfðu í gangi fór í þrot vegna rafmagnsleysis og skorts á varaafli? Við í Grindavík höfum sýnt ótrúlega þrautseigju. En seigla á ekki að vera forsenda fyrir kerfisbundnu sinnuleysi. Við eigum rétt á öryggi. Við eigum rétt á ábyrgð. Og við eigum betra skilið. Þetta er ekki í fyrsta sinn – og það má ekki gerast aftur. Grindavík er ekki annars flokks samfélag. Suðurnesja lína 2 er kominn af stað. Hringtenging þarf að klárast og við þurfum annað en framlengingasnúru á rafmagni til Grindavíkur. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað að samfélagið komist aftur upp á lappirnar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar