Skjöl staðfesta að Tice var í haldi Assad-liða Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2025 12:49 Debra Tice, heldur á mynd af syni sínum, Austin Tice. Hann hvarf í Sýrlandi 2012 og nú hefur verið staðfest að hann var í haldi Assad-liða. Getty/Bekir Kasim Áður óséð skjöl hafa loksins staðfest að bandaríski blaðamaðurinn Austin Tice var handsamaður af stjórnvöldum Bashars al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands. Hann hvarf nærri Damascus, höfuðborg landsins, í ágúst 2012 en Assad-liðar höfnuðu því ítrekað að hafa hann í haldi. Um sjö vikum eftir að Tice hvarf birtist hann á myndbandi þar sem hann var með bundið fyrir augun og umkringdur vopnaður mönnum. Virtist sem honum hafði verið rænt af vígamönnum en sérfræðingar drógu það fljótt í efa og töldu mögulegt að myndbandið hefði verið sviðsett. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust sannfærðir um að Tice væri í haldi ríkisstjórnar Assad en því var harðlega neitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hvarfi Tice eða farið fram á einhverskonar lausnargjald. Blaðamenn BBC hafa með aðstoð Sýrlendinga staðið í rannsókn á hvarfi Tice. Við þá rannsókn fundust skjöl frá leyniþjónustu Assads sem merkt voru Tice og sýna fram á að honum var haldið í Damascus árið 2012. Skjölin og heimildarmenn BBC benda til þess að Tice hafi verið handsamaður í Darayya, nærri Damascus, af vígahópnum NDF en liðsmenn hans voru hliðhollir Assad. Bandaríkjamanninum var haldið af liðsmönnum NDF en þar mun Tice hafa veikst töluvert. Hann var allavega tvisvar sinnum yfirheyrður af starfsmönnum leyniþjónustu Assads. Einn liðsmaður NDF sagði leiðtoga vígahópsins hafa áttað sig á verðmæti Tice og að ríkisstjórn Assads gæti notað hann í viðræðum við Bandaríkjamenn. Tugir þúsunda hafa horfið Þegar ríkisstjórn Assads féll skyndilega í desember sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að hann teldi Tice á lífi. Var það eftir að móðir hans sagðist hafa heyrt í áreiðanlegum heimildarmanni að sonur hennar væri lifandi. Þegar fangelsi Assads voru tæmd fannst þó hvorki tangur né tetur af Tice. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvar hann er niðurkominn. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur heitið milljón dala fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann finnist. Talið er að tugir þúsunda manna hafa hreinlega horfið úr fangelsum Assads í Sýrlandi á undanförnum árum. Sýrland Bandaríkin Tengdar fréttir Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Um sjö vikum eftir að Tice hvarf birtist hann á myndbandi þar sem hann var með bundið fyrir augun og umkringdur vopnaður mönnum. Virtist sem honum hafði verið rænt af vígamönnum en sérfræðingar drógu það fljótt í efa og töldu mögulegt að myndbandið hefði verið sviðsett. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust sannfærðir um að Tice væri í haldi ríkisstjórnar Assad en því var harðlega neitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hvarfi Tice eða farið fram á einhverskonar lausnargjald. Blaðamenn BBC hafa með aðstoð Sýrlendinga staðið í rannsókn á hvarfi Tice. Við þá rannsókn fundust skjöl frá leyniþjónustu Assads sem merkt voru Tice og sýna fram á að honum var haldið í Damascus árið 2012. Skjölin og heimildarmenn BBC benda til þess að Tice hafi verið handsamaður í Darayya, nærri Damascus, af vígahópnum NDF en liðsmenn hans voru hliðhollir Assad. Bandaríkjamanninum var haldið af liðsmönnum NDF en þar mun Tice hafa veikst töluvert. Hann var allavega tvisvar sinnum yfirheyrður af starfsmönnum leyniþjónustu Assads. Einn liðsmaður NDF sagði leiðtoga vígahópsins hafa áttað sig á verðmæti Tice og að ríkisstjórn Assads gæti notað hann í viðræðum við Bandaríkjamenn. Tugir þúsunda hafa horfið Þegar ríkisstjórn Assads féll skyndilega í desember sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að hann teldi Tice á lífi. Var það eftir að móðir hans sagðist hafa heyrt í áreiðanlegum heimildarmanni að sonur hennar væri lifandi. Þegar fangelsi Assads voru tæmd fannst þó hvorki tangur né tetur af Tice. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvar hann er niðurkominn. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur heitið milljón dala fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann finnist. Talið er að tugir þúsunda manna hafa hreinlega horfið úr fangelsum Assads í Sýrlandi á undanförnum árum.
Sýrland Bandaríkin Tengdar fréttir Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51
Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31