Kengúrur eða Þorskar: Hver forritar framtíð Íslands? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 3. júní 2025 11:02 Gervigreind er ekki lengur bara forrit sem fylgir uppskrift líkt og bakari sem bakar sömu kökuna aftur og aftur. Hún er bakaralærlingur sem lærir af reynslunni, prófar sig áfram og býr til nýjar uppskriftir sem enginn kenndi henni beint. Þessi lærlingur er þegar orðinn samstarfsmaður þinn, kennari barnsins þíns og sennilega sá sem mun fara yfir umsókn þína um næsta starf. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð er hins vegar einfalt: Hver er að kenna þessum lærling? Og hvaða gildum fylgir hann? Nýi samstarfsmaðurinn sem lærir allt Fyrirtæki eru í óðaönn að innleiða svokallaða greinda samstarfsaðila (Á ensku; Agents). Þessir gervigreindu lærlingar eru ekki bara spjallforrit; þeir læra af sértækri þekkingu fyrirtækja og taka yfir verkefni á borð við símsvörun, tövupóst samskipti, lögfræðiálit, ráðningar, bókhald, markaðssetningu og jafnvel sölu. Eins og ég hef áður fjallað um eru mörg þessara starfa, sem fyrst verða fyrir áhrifum, unnin af konum, en þessi bylting gengur þvert á allt samfélagið. Ótti við atvinnuleysi er raunverulegur og skiljanlegur. Þúfan milli tæknifjallanna Hvað getum við gert? Ísland er eins og lítil þúfa milli tveggja tæknirisa, Bandaríkjanna og Kína, þar sem þróun gervigreindar er í fullum gangi. Við munum ekki stöðva þessa bylgju. Spurningin er hvernig við bregðumst við henni. En hættan er ekki aðeins menningarleg. Hún er líka efnahagsleg. Með því að reiða okkur eingöngu á erlendar lausnir frá Apple, Google og OpenAI afsölum við okkur gríðarlegri verðmætasköpun. Við hættum að vera framleiðendur og verðum eingöngu neytendur, stafræn nýlenda sem greiðir milljarða til erlendra tæknirisa fyrir innviði framtíðarinnar. Að þróa okkar eigin gervigreind er því ekki spurning um þjóðarstolt, heldur um efnahagslega afkomu. Þegar risar eins og Apple kynna „Apple Intelligence“ og festa gervigreind í sessi sem hluta af stýrikerfum okkar, sjáum við hversu mikilvægt það er að við skiljum ekki aðeins hvað gervigreind er, heldur hverjir móta hana og með hvaða gildi. Þegar við notum kengúrur í stærðfræði í stað þorska Ímyndum okkur að í íslenskum skólum kenni gervigreind stærðfræði með því að leggja saman tvær kengúrur og tvær kengúrur í stað tveggja þorska og tveggja þorska. Ímyndum okkur að saga heimsins sé sýnd út frá Han-ættbálknum í Kína í stað sögu norðursins. Þetta eru raunverulegar afleiðingar þegar menntun og þekking er þjálfuð á erlendum forsendum og síðan yfirfærð beint inn í okkar samfélag án aðlögunar. Íslenska leiðin: Að kenna lærlingnum að telja þorska Ef Íslendingar bregðast ekki við núna gæti gervigreind haft djúpstæð og óafturkræf áhrif á menntun, atvinnu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Við megum ekki berjast gegn tækninni heldur verðum við að taka virkan þátt í að móta hana. Tíminn er núna. Til að tryggja að gervigreindin verði íslensk þurfum við skýra áætlun: Efla íslensk gagnasöfn og máltækni. Þetta er undirstaðan, hráefnið í íslenska gervigreind. Án þess getum við aðeins hitað upp erlendar skyndilausnir sem aldrei henta okkur að fullu. Kenna gagnrýna hugsun og tæknilæsi. Við þurfum að ala upp kynslóð sem er ekki bara notandi tækninnar, heldur meðvitaður og gagnrýninn þátttakandi sem spyr hver hannaði hana og í hvaða tilgangi. Styðja íslensk fyrirtæki til að byggja eigin lausnir. Hver íslensk gervigreindarlausn er atvinnutækifæri og skref í átt að efnahagslegu sjálfstæði. Hver erlend lausn er verðmæti sem flæðir úr landi. Móta metnaðarfulla stefnu stjórnvalda. Án skýrrar forystu og stefnu verður þróunin handahófskennd og stjórnast af erlendum risum, ekki okkar eigin þörfum og gildum. Ímyndum okkur framtíð þar sem gervigreind hjálpar okkur að vernda viðkvæm vistkerfi, bætir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, gerir okkur kleift að rannsaka fornhandritin okkar á nýjan og dýpri hátt og skapar ný, verðmæt útflutningsstörf. Þetta er framtíðin sem við getum byggt. Spurningin er því ekki hvort við notum gervigreind, heldur hvernig. Ætlum við að tryggja að lærlingurinn læri af íslenskum meisturum, tali okkar tungu og skilji að hér teljum við þorska, ekki kengúrur? Framtíðin verður forrituð, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er okkar að ákveða hver heldur á lyklaborðinu. Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun. Þessi grein er hluti greina raðar um gervigreind, síðustu tvær greinar; Mun mannkynir lifa af gervigreindina? – Erum við sjálf sú fyrirmynd sem við viljum að tæknin læri af? Mun gervigreindin senda konur heim? – Innleiðing gervigreindar mun hafa meiri áhrif á atvinnu kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgmundur Örn Guðmundsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Gervigreind er ekki lengur bara forrit sem fylgir uppskrift líkt og bakari sem bakar sömu kökuna aftur og aftur. Hún er bakaralærlingur sem lærir af reynslunni, prófar sig áfram og býr til nýjar uppskriftir sem enginn kenndi henni beint. Þessi lærlingur er þegar orðinn samstarfsmaður þinn, kennari barnsins þíns og sennilega sá sem mun fara yfir umsókn þína um næsta starf. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir sem þjóð er hins vegar einfalt: Hver er að kenna þessum lærling? Og hvaða gildum fylgir hann? Nýi samstarfsmaðurinn sem lærir allt Fyrirtæki eru í óðaönn að innleiða svokallaða greinda samstarfsaðila (Á ensku; Agents). Þessir gervigreindu lærlingar eru ekki bara spjallforrit; þeir læra af sértækri þekkingu fyrirtækja og taka yfir verkefni á borð við símsvörun, tövupóst samskipti, lögfræðiálit, ráðningar, bókhald, markaðssetningu og jafnvel sölu. Eins og ég hef áður fjallað um eru mörg þessara starfa, sem fyrst verða fyrir áhrifum, unnin af konum, en þessi bylting gengur þvert á allt samfélagið. Ótti við atvinnuleysi er raunverulegur og skiljanlegur. Þúfan milli tæknifjallanna Hvað getum við gert? Ísland er eins og lítil þúfa milli tveggja tæknirisa, Bandaríkjanna og Kína, þar sem þróun gervigreindar er í fullum gangi. Við munum ekki stöðva þessa bylgju. Spurningin er hvernig við bregðumst við henni. En hættan er ekki aðeins menningarleg. Hún er líka efnahagsleg. Með því að reiða okkur eingöngu á erlendar lausnir frá Apple, Google og OpenAI afsölum við okkur gríðarlegri verðmætasköpun. Við hættum að vera framleiðendur og verðum eingöngu neytendur, stafræn nýlenda sem greiðir milljarða til erlendra tæknirisa fyrir innviði framtíðarinnar. Að þróa okkar eigin gervigreind er því ekki spurning um þjóðarstolt, heldur um efnahagslega afkomu. Þegar risar eins og Apple kynna „Apple Intelligence“ og festa gervigreind í sessi sem hluta af stýrikerfum okkar, sjáum við hversu mikilvægt það er að við skiljum ekki aðeins hvað gervigreind er, heldur hverjir móta hana og með hvaða gildi. Þegar við notum kengúrur í stærðfræði í stað þorska Ímyndum okkur að í íslenskum skólum kenni gervigreind stærðfræði með því að leggja saman tvær kengúrur og tvær kengúrur í stað tveggja þorska og tveggja þorska. Ímyndum okkur að saga heimsins sé sýnd út frá Han-ættbálknum í Kína í stað sögu norðursins. Þetta eru raunverulegar afleiðingar þegar menntun og þekking er þjálfuð á erlendum forsendum og síðan yfirfærð beint inn í okkar samfélag án aðlögunar. Íslenska leiðin: Að kenna lærlingnum að telja þorska Ef Íslendingar bregðast ekki við núna gæti gervigreind haft djúpstæð og óafturkræf áhrif á menntun, atvinnu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Við megum ekki berjast gegn tækninni heldur verðum við að taka virkan þátt í að móta hana. Tíminn er núna. Til að tryggja að gervigreindin verði íslensk þurfum við skýra áætlun: Efla íslensk gagnasöfn og máltækni. Þetta er undirstaðan, hráefnið í íslenska gervigreind. Án þess getum við aðeins hitað upp erlendar skyndilausnir sem aldrei henta okkur að fullu. Kenna gagnrýna hugsun og tæknilæsi. Við þurfum að ala upp kynslóð sem er ekki bara notandi tækninnar, heldur meðvitaður og gagnrýninn þátttakandi sem spyr hver hannaði hana og í hvaða tilgangi. Styðja íslensk fyrirtæki til að byggja eigin lausnir. Hver íslensk gervigreindarlausn er atvinnutækifæri og skref í átt að efnahagslegu sjálfstæði. Hver erlend lausn er verðmæti sem flæðir úr landi. Móta metnaðarfulla stefnu stjórnvalda. Án skýrrar forystu og stefnu verður þróunin handahófskennd og stjórnast af erlendum risum, ekki okkar eigin þörfum og gildum. Ímyndum okkur framtíð þar sem gervigreind hjálpar okkur að vernda viðkvæm vistkerfi, bætir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, gerir okkur kleift að rannsaka fornhandritin okkar á nýjan og dýpri hátt og skapar ný, verðmæt útflutningsstörf. Þetta er framtíðin sem við getum byggt. Spurningin er því ekki hvort við notum gervigreind, heldur hvernig. Ætlum við að tryggja að lærlingurinn læri af íslenskum meisturum, tali okkar tungu og skilji að hér teljum við þorska, ekki kengúrur? Framtíðin verður forrituð, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er okkar að ákveða hver heldur á lyklaborðinu. Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun. Þessi grein er hluti greina raðar um gervigreind, síðustu tvær greinar; Mun mannkynir lifa af gervigreindina? – Erum við sjálf sú fyrirmynd sem við viljum að tæknin læri af? Mun gervigreindin senda konur heim? – Innleiðing gervigreindar mun hafa meiri áhrif á atvinnu kvenna.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun