Yfirmaður FEMA sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2025 11:28 Fellibyljir valda á ári hverju miklum skaða í Bandaríkjunum og manntjóni. AP/Rebecca Blackwell Forsvarsmenn Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) hafa ákveðið að hætta við að nota nýja viðbragðsáætlun við fellibyljum sem ku hafa verið langt á veg komin. Þess í stað ætla þeir að nota áætlunina frá því í fyrra en nýr yfirmaður stofnunarinnar kom starfsmönnum sínum í opna skjöldu í gær þegar hann sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila. Á fundi með starfsmönnum sagði David Richardson að fylgja ætti sömu viðbragðsáætlun í fyrra en Wall Street Journal hefur eftir starfsmönnum að margir hafi verið hissa, þar sem búið sé að skera verulega niður hjá FEMA frá því í fyrra. Stofnunin geti í raun ekki fylgt sömu áætlun og í fyrra. Um tvö þúsund manns, eða þriðjungi starfsmanna stofunarinnar, hefur verið sagt upp eða þeir sagt upp frá því í janúar. Einnig hefur verið farið í mikinn niðurskurð hjá veðurstofunni sem fylgist með og spáir fellibyljum. Richardson sagðist ekki vilja fara gegn ráðleggingum nýs ráðs sem Kristi Noem, heimavarnaráðherra, stýrir og fer yfir störf FEMA. Áður hafði hann sagt að ný vinna við nýja viðbragðsáætlun væri langt komin. Þá kom nýi og starfandi yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna starfsfólki sínu á óvart þegar hann sagðist ekki hafa vitað hvað fellibyljatímabil væri. „Eins og allir vita var gærdagurinn fyrsti dagur fellibyljatímabilsins,“ sagði Richardson. „Ég vissi ekki að þetta væru tímabil.“ Um er að ræða tímabilið frá 1. júní til loka nóvember en þá geta fellibyljir verið tíðir á austurströnd Bandaríkjanna, þar sem þeir geta valdið miklum skaða og manntjóni. Reuters segir starfsmenn ekki hafa áttað sig á því hvort Richardson hafi verið að grínast en því heldur talsmaður heimavarnaráðuneytisins, sem FEMA heyrir undir, fram. Richardson er fyrrverandi landgönguliði sem hefur starfað hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna við að vöktun gereyðingarvopna. Hann hefur enga reynslu af viðbrögðum við náttúruhamförum. Trump andvígur FEMA Donald Trump, forseti, og ráðamenn hans hafa gagnrýnt FEMA og halda því fram að stofnunin hafi ekki brugðist nægilega vel við áföllum í Bandaríkjunum. Trump-liðar segja ráðamenn hverra ríkja fyrir sig betur til þess búna að dreifa neyðaraðstoð til þeirra sem þurfa og bregðast við neyðarástöndum og skakkaföllum. Óvissa tengd stofnuninni og uppsagnir hafa gert vinnu við viðbragðsáætlun erfiða en spár veðurfræðinga vestanhafs gefa til kynna að fellibyljatímabilið gæti orðið erfiðara en gengur og gerist. Það er að segja að von sé á fleiri fellibyljum en að meðaltali. Undanfarin ár hafa margir öflugir fellibyljir náð landi í Bandaríkjunum. Veðurfarsbreytingar hafa gert þá kraftmeiri en áður. Bandaríkin Donald Trump Náttúruhamfarir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Á fundi með starfsmönnum sagði David Richardson að fylgja ætti sömu viðbragðsáætlun í fyrra en Wall Street Journal hefur eftir starfsmönnum að margir hafi verið hissa, þar sem búið sé að skera verulega niður hjá FEMA frá því í fyrra. Stofnunin geti í raun ekki fylgt sömu áætlun og í fyrra. Um tvö þúsund manns, eða þriðjungi starfsmanna stofunarinnar, hefur verið sagt upp eða þeir sagt upp frá því í janúar. Einnig hefur verið farið í mikinn niðurskurð hjá veðurstofunni sem fylgist með og spáir fellibyljum. Richardson sagðist ekki vilja fara gegn ráðleggingum nýs ráðs sem Kristi Noem, heimavarnaráðherra, stýrir og fer yfir störf FEMA. Áður hafði hann sagt að ný vinna við nýja viðbragðsáætlun væri langt komin. Þá kom nýi og starfandi yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna starfsfólki sínu á óvart þegar hann sagðist ekki hafa vitað hvað fellibyljatímabil væri. „Eins og allir vita var gærdagurinn fyrsti dagur fellibyljatímabilsins,“ sagði Richardson. „Ég vissi ekki að þetta væru tímabil.“ Um er að ræða tímabilið frá 1. júní til loka nóvember en þá geta fellibyljir verið tíðir á austurströnd Bandaríkjanna, þar sem þeir geta valdið miklum skaða og manntjóni. Reuters segir starfsmenn ekki hafa áttað sig á því hvort Richardson hafi verið að grínast en því heldur talsmaður heimavarnaráðuneytisins, sem FEMA heyrir undir, fram. Richardson er fyrrverandi landgönguliði sem hefur starfað hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna við að vöktun gereyðingarvopna. Hann hefur enga reynslu af viðbrögðum við náttúruhamförum. Trump andvígur FEMA Donald Trump, forseti, og ráðamenn hans hafa gagnrýnt FEMA og halda því fram að stofnunin hafi ekki brugðist nægilega vel við áföllum í Bandaríkjunum. Trump-liðar segja ráðamenn hverra ríkja fyrir sig betur til þess búna að dreifa neyðaraðstoð til þeirra sem þurfa og bregðast við neyðarástöndum og skakkaföllum. Óvissa tengd stofnuninni og uppsagnir hafa gert vinnu við viðbragðsáætlun erfiða en spár veðurfræðinga vestanhafs gefa til kynna að fellibyljatímabilið gæti orðið erfiðara en gengur og gerist. Það er að segja að von sé á fleiri fellibyljum en að meðaltali. Undanfarin ár hafa margir öflugir fellibyljir náð landi í Bandaríkjunum. Veðurfarsbreytingar hafa gert þá kraftmeiri en áður.
Bandaríkin Donald Trump Náttúruhamfarir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira