Notkun rafbyssa í samræmi við markmið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júní 2025 12:01 Birna Blöndal lögreglufulltrúi. Vísir/Arnar Tvöföldun hefur orðið á milli ársfjórðunga á þeim tilvikum þar sem lögreglumenn hafa tekið upp rafbyssur við handtöku en slíku vopni hefur þrisvar verið beitt á fyrsta ársfjórðungi á þessa árs. Lögreglufulltrúi segir að notkunin sé í samræmi við markmið lögreglu þegar vopnin voru fyrst tekin til notkunar. Lögreglumenn vopnuðust rafbyssum í fyrsta sinn í september síðastliðnum. Ríkislögreglustjóri hefur nú birt ársfjórðungsskýrslu yfir notkun vopnanna en þar kemur fram að lögreglumenn hafi beitt rafbyssum þrisvar sinnum við handtöku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og dregið hana úr slíðri 28 sinnum við handtöku. Um er að ræða tvöföldun á beitingu rafbyssa á milli ársfjórðunga en byssurnar voru einungis þrettán sinnum teknar upp við handtöku á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og tvisvar beitt. Birna Blöndal lögreglufulltrúi hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu segir aukninguna ekki áhyggjuefni. „Það sem við þurfum að hafa í huga er að lögreglu ber hverju sinni að velja vægasta úrræði sem völ er á og við verðum að taka mið af aðstæðum á vettvangi þegar við erum að velja hvaða valdbeitingu við ætlum að beita og ef við horfum á þessar tölur þannig, sú staðreynd að það sé verið að draga tazer oftar úr slíðri er ekki endilega að sýna að lögregla sé að beita meira valdi, lögregla er að kjósa að velja þetta tæki og nota það til að leysa málin í staðinn fyrir að fara inn í handtöku, setja hendur á fólk eða beita kylfu eða varnarúðanum þannig að í rauninni í þessum samanburði er þetta vægara úrræði heldur en að nálgast einstaklinginn og beita kylfu eða varnarúða.“ Ekki sé um að ræða aukningu á grófari valdbeitingu. Notkunin sé í samræmi við þau markmið sem lögregla hafi lagt upp með í byrjun þegar byssurnar voru teknar í notkun. „Þetta er í rauninni svoldið svona það sem við lögðum upp með þegar við fórum af stað með þetta rafvarnarvopnaverkefni að við vorum að horfa á tölur frá Bretlandi þar sem tölfræðin frá þeim var að sýna að í allt að 90 prósent tilfella þá væri nóg að kynna tazerinn til leiks.“ Lögreglan Rafbyssur Lögreglumál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Lögreglumenn vopnuðust rafbyssum í fyrsta sinn í september síðastliðnum. Ríkislögreglustjóri hefur nú birt ársfjórðungsskýrslu yfir notkun vopnanna en þar kemur fram að lögreglumenn hafi beitt rafbyssum þrisvar sinnum við handtöku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og dregið hana úr slíðri 28 sinnum við handtöku. Um er að ræða tvöföldun á beitingu rafbyssa á milli ársfjórðunga en byssurnar voru einungis þrettán sinnum teknar upp við handtöku á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og tvisvar beitt. Birna Blöndal lögreglufulltrúi hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu segir aukninguna ekki áhyggjuefni. „Það sem við þurfum að hafa í huga er að lögreglu ber hverju sinni að velja vægasta úrræði sem völ er á og við verðum að taka mið af aðstæðum á vettvangi þegar við erum að velja hvaða valdbeitingu við ætlum að beita og ef við horfum á þessar tölur þannig, sú staðreynd að það sé verið að draga tazer oftar úr slíðri er ekki endilega að sýna að lögregla sé að beita meira valdi, lögregla er að kjósa að velja þetta tæki og nota það til að leysa málin í staðinn fyrir að fara inn í handtöku, setja hendur á fólk eða beita kylfu eða varnarúðanum þannig að í rauninni í þessum samanburði er þetta vægara úrræði heldur en að nálgast einstaklinginn og beita kylfu eða varnarúða.“ Ekki sé um að ræða aukningu á grófari valdbeitingu. Notkunin sé í samræmi við þau markmið sem lögregla hafi lagt upp með í byrjun þegar byssurnar voru teknar í notkun. „Þetta er í rauninni svoldið svona það sem við lögðum upp með þegar við fórum af stað með þetta rafvarnarvopnaverkefni að við vorum að horfa á tölur frá Bretlandi þar sem tölfræðin frá þeim var að sýna að í allt að 90 prósent tilfella þá væri nóg að kynna tazerinn til leiks.“
Lögreglan Rafbyssur Lögreglumál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira