Skor flytur: „Ansi þreytt“ að þurfa að reka fólk út klukkan tíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 10:41 Skor er einn vinsælasti píluveitingastöðum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Pílu- og veitingastaðurinn Skor flytur um set á næstu misserum, af Kolagötu yfir í húsnæði að Hafnarstræti 18. Eigandi segist langþreyttur á deilum um opnunartíma og bindur vonir við að geta lengt opnunartíma staðarins í nýju húsnæði. „Við vorum búin að velta þessu fyrir okkur lengi og verið í viðræðum við húseiganda,“ segir Bragi Ægisson, eigandi Skor, í samtali við fréttastofu. Gígantísk áhrif á reksturinn Vandræði tengd opnunartíma staðarins rekja sig aftur til ársins 2021, en í síðasta mánuði staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjun heilbrigðiseftirlitsins á beiðni um lengri opnunartíma. Heilbrigðiseftirlitið taldi aðstæður vegna hávaða heilsuspillandi og telur því ekki ásættanlegt að hafa opnunartímann lengri, en lúxusíbúðaeigendur í nágreninu höfðu ítrekað kvartað undan hávaða frá staðnum. Sótt var um leyfi til að hafa opið til klukkan 23 alla virka daga og til klukkan eitt um helgar. Nú er heimilt að hafa opið til klukkan 22 á virkum dögum og til klukkan 23 alla föstudaga, laugardaga og aðfaranætur frídaga. Bragi Ægisson eigandi staðarins segir rekstraraðila lengi hafa velt flutningum fyrir sér. Hinir styttri opnunartímar hafi haft „gígantísk“ áhrif á reksturinn. „Þetta er orðið ansi þreytt. Það er ekki hægt að reka stað, sama hversu vinsæll hann er, í þessu umhverfi þegar þú þarft að reka fólk út klukkan tíu,“ segir Bragi. Ekkert gefið „Við hlökkum til að opna dyrnar að þessu nýja rými sem verður eitt fullkomnasta íþróttamannvirki miðborgarinnar - með sjálf teljandi pílukasti fyrir alla, svalandi veitingum og hágæða aðstöðu til söngs fyrir einkasamkvæmi,“ segir í fréttatilkynningu sem Skor sendi frá sér fyrr í dag. Bragi segist einnig hafa þurft að loka karaoke-herberginu á staðnum og það hafi reynst mikil kvöð. Hann vonast til að geta opnað í nýju húsnæði á þessu ári. Búið sé að senda inn leyfisumsókn sem gerir ráð fyrir lengri opnunartíma til heilbrigðiseftirlitsins. Bragi segir engar íbúðir í næsta nágrenni við nýja húsnæðið, og er því vongóður um að fá leyfi fyrir opnunartíma til eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. „Reynslan hefur þó kennt okkur að það er ekkert gefið í þeim efnum.“ Veitingastaðir Áfengi Pílukast Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
„Við vorum búin að velta þessu fyrir okkur lengi og verið í viðræðum við húseiganda,“ segir Bragi Ægisson, eigandi Skor, í samtali við fréttastofu. Gígantísk áhrif á reksturinn Vandræði tengd opnunartíma staðarins rekja sig aftur til ársins 2021, en í síðasta mánuði staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjun heilbrigðiseftirlitsins á beiðni um lengri opnunartíma. Heilbrigðiseftirlitið taldi aðstæður vegna hávaða heilsuspillandi og telur því ekki ásættanlegt að hafa opnunartímann lengri, en lúxusíbúðaeigendur í nágreninu höfðu ítrekað kvartað undan hávaða frá staðnum. Sótt var um leyfi til að hafa opið til klukkan 23 alla virka daga og til klukkan eitt um helgar. Nú er heimilt að hafa opið til klukkan 22 á virkum dögum og til klukkan 23 alla föstudaga, laugardaga og aðfaranætur frídaga. Bragi Ægisson eigandi staðarins segir rekstraraðila lengi hafa velt flutningum fyrir sér. Hinir styttri opnunartímar hafi haft „gígantísk“ áhrif á reksturinn. „Þetta er orðið ansi þreytt. Það er ekki hægt að reka stað, sama hversu vinsæll hann er, í þessu umhverfi þegar þú þarft að reka fólk út klukkan tíu,“ segir Bragi. Ekkert gefið „Við hlökkum til að opna dyrnar að þessu nýja rými sem verður eitt fullkomnasta íþróttamannvirki miðborgarinnar - með sjálf teljandi pílukasti fyrir alla, svalandi veitingum og hágæða aðstöðu til söngs fyrir einkasamkvæmi,“ segir í fréttatilkynningu sem Skor sendi frá sér fyrr í dag. Bragi segist einnig hafa þurft að loka karaoke-herberginu á staðnum og það hafi reynst mikil kvöð. Hann vonast til að geta opnað í nýju húsnæði á þessu ári. Búið sé að senda inn leyfisumsókn sem gerir ráð fyrir lengri opnunartíma til heilbrigðiseftirlitsins. Bragi segir engar íbúðir í næsta nágrenni við nýja húsnæðið, og er því vongóður um að fá leyfi fyrir opnunartíma til eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. „Reynslan hefur þó kennt okkur að það er ekkert gefið í þeim efnum.“
Veitingastaðir Áfengi Pílukast Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29