Komum heil heim eftir hvítasunnuhelgina Ágúst Mogensen skrifar 5. júní 2025 10:02 Hvítasunnuhelgin er nú fram undan og margir á leið í ferðalag. Að ýmsu er að hyggja áður en lagt er af stað og mikilvægt að hafa öryggið í fyrirrúmi. 80 milljarðar í kostnað vegna umferðarslysa Í fyrra slösuðust 228 í alvarlegum umferðarslysum og 13 létust samkvæmt skýrslu Samgöngustofu. Því er ljóst að langt er í land að ná markmiðum um fækkun slysa, en í fyrra var miðað við að samtala alvarlega slasaðra og látinna væri ekki hærri en 158. Það er afar mikilvægt að sinna forvörnum í málaflokknum, bæði sem snýr að hegðun ökumanna og bætingu vegakerfisins. Kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa samkvæmt sömu skýrslu er metinn 80 milljarðar króna. Í allri umræðu um kostnað setjum við þó þann fyrirvara að mannslíf eru óafturkræf og eitt banaslys er einu of mikið. 7.000 kílómetrar af malarvegum Þrátt fyrir að mest umferð fari um vegi sem eru malbikaðir eða með slitlagi í góðri breidd þá er innviðaskuld í vegakerfinu há (Skýrsla Samtaka Iðnaðarins, 2025). Víða eru vegir mjóir, veglínur krappar og slitlagið orðið lélegt. Ennþá eru 7.000 km í þjóðvegakerfinu malarvegir. Útafakstri og bílveltum fjölgaði í fyrra, en þetta geta verið mjög alvarleg slys. Ef fólk notar ekki bílbelti er hætta á það kastist til inn í bifreiðinni eða út úr henni. Notum bílbelti jafnt innanbæjar sem á vegum úti. Hraða þarf að stilla í hóf, sérstaklega í beygjum. Ekki geispa golunni Samkvæmt könnun Samgöngustofu hefur 1 af hverjum 5 verið mjög þreyttur að aka eða nálægt því að sofna sl. 6 mánuði og slysum vegna þreytu fjölgað undanfarin ár. Þegar ökumaður er þreyttur er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Stoppum reglulega og teygjum úr okkur í langferðum og gætum þess að hafa fengið nægan svefn nóttina áður. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta ökumenn. Slökkvitæki og gasskynjarar í ferðavögnum Í flestum útilegum er eldað á gasi í ferðavögnum og húsbílum. Þá er mikilvægt að hafa gasskynjara festan við gólfhæð, t.d. á lista undir neðri skáp. Própangas er þyngri lofttegund en súrefni og mun því safnast upp með gólfinu fyrst ef verður gasleki. Góð loftræsting er lykilatriði þegar eldað er á gasi, auk þess að muna að láta hylkin standa upprétt og skrúfa fyrir að lokinni notkun. Slökkvitæki og eldvarnarteppi í ferðavagni eru skyldueign og reykskynjari sem virkar. Almennt eigum við svo að fara varlega með opinn eld í náttúrunni því af litlum neista verður oft mikið bál. Hugaðu að veðrinu Búið er að vera kalt miðað við árstíma undanfarið og ekki útlit fyrir að hitastigið fari yfir tveggja stafa tölu um helgina. Ullarföt og úlpa eru því ekki galin pæling ef fara á í útilegu. Á vef vegagerðarinnar er að finna góðar ferðaupplýsingar um veður, færð og annað sem tengist umferðinni. Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Gleðilega hvítasunnuhelgi! Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Hvítasunnuhelgin er nú fram undan og margir á leið í ferðalag. Að ýmsu er að hyggja áður en lagt er af stað og mikilvægt að hafa öryggið í fyrirrúmi. 80 milljarðar í kostnað vegna umferðarslysa Í fyrra slösuðust 228 í alvarlegum umferðarslysum og 13 létust samkvæmt skýrslu Samgöngustofu. Því er ljóst að langt er í land að ná markmiðum um fækkun slysa, en í fyrra var miðað við að samtala alvarlega slasaðra og látinna væri ekki hærri en 158. Það er afar mikilvægt að sinna forvörnum í málaflokknum, bæði sem snýr að hegðun ökumanna og bætingu vegakerfisins. Kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa samkvæmt sömu skýrslu er metinn 80 milljarðar króna. Í allri umræðu um kostnað setjum við þó þann fyrirvara að mannslíf eru óafturkræf og eitt banaslys er einu of mikið. 7.000 kílómetrar af malarvegum Þrátt fyrir að mest umferð fari um vegi sem eru malbikaðir eða með slitlagi í góðri breidd þá er innviðaskuld í vegakerfinu há (Skýrsla Samtaka Iðnaðarins, 2025). Víða eru vegir mjóir, veglínur krappar og slitlagið orðið lélegt. Ennþá eru 7.000 km í þjóðvegakerfinu malarvegir. Útafakstri og bílveltum fjölgaði í fyrra, en þetta geta verið mjög alvarleg slys. Ef fólk notar ekki bílbelti er hætta á það kastist til inn í bifreiðinni eða út úr henni. Notum bílbelti jafnt innanbæjar sem á vegum úti. Hraða þarf að stilla í hóf, sérstaklega í beygjum. Ekki geispa golunni Samkvæmt könnun Samgöngustofu hefur 1 af hverjum 5 verið mjög þreyttur að aka eða nálægt því að sofna sl. 6 mánuði og slysum vegna þreytu fjölgað undanfarin ár. Þegar ökumaður er þreyttur er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Stoppum reglulega og teygjum úr okkur í langferðum og gætum þess að hafa fengið nægan svefn nóttina áður. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta ökumenn. Slökkvitæki og gasskynjarar í ferðavögnum Í flestum útilegum er eldað á gasi í ferðavögnum og húsbílum. Þá er mikilvægt að hafa gasskynjara festan við gólfhæð, t.d. á lista undir neðri skáp. Própangas er þyngri lofttegund en súrefni og mun því safnast upp með gólfinu fyrst ef verður gasleki. Góð loftræsting er lykilatriði þegar eldað er á gasi, auk þess að muna að láta hylkin standa upprétt og skrúfa fyrir að lokinni notkun. Slökkvitæki og eldvarnarteppi í ferðavagni eru skyldueign og reykskynjari sem virkar. Almennt eigum við svo að fara varlega með opinn eld í náttúrunni því af litlum neista verður oft mikið bál. Hugaðu að veðrinu Búið er að vera kalt miðað við árstíma undanfarið og ekki útlit fyrir að hitastigið fari yfir tveggja stafa tölu um helgina. Ullarföt og úlpa eru því ekki galin pæling ef fara á í útilegu. Á vef vegagerðarinnar er að finna góðar ferðaupplýsingar um veður, færð og annað sem tengist umferðinni. Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Gleðilega hvítasunnuhelgi! Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun