Eru borgir barnvænar? Þétting byggðar og staða barna í skipulagi Lára Ingimundardóttir skrifar 6. júní 2025 11:00 Á síðustu árum hefur áhersla á þéttingu byggðar orðið sífellt meira áberandi í íslensku skipulagi. Þétting er oft talin leið til að stuðla að sjálfbærari þróun, draga úr útþenslu og nýta betur þá innviði sem fyrir eru. En þrátt fyrir góð markmið um sjálfbærni og betri nýtingu lands, þá gleymist stundum hverjir það eru sem búa í borgum og hvaða þarfir þeir hafa. Í þessarigrein er sjónum beint að einum af viðkvæmustu hópum samfélagsins, börnum. Börn eru sérstaklega háð nánasta umhverfi sínu. Þau þurfa öruggar leiðir að leikskóla, skóla, leiksvæðum, tómstundum og afþreyingu. Þau þurfa rými til hreyfingar, leikja, sköpunar og hvíldar. Þarfir barna eru oft látnar víkja fyrir þörfum fullorðinna og skapast því óhentugt umhverfi fyrir þarfir þeirra. Ef borgarumhverfið hentar ekki börnum getur það haft áhrif á heilsu þeirra,félagsþroska og almennavellíðan. Það sem meira er að ef borgir eru barnvænar ættu þær einnig að vera ákjósanlegur kostur og góðar fyrir aðra íbúa. Barnvænt umhverfi í borgum. King’s Crescent, London (Lewis Ronald). Í meistararitgerð minni í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands lagði ég upp með að skoða hvernig tekið er tillit til þarfa barna í skipulagi nýrra þéttingarreita í Reykjavík. Ég hef unnið með með börnum í mörg ár og skiptir það mig miklu máli hvernig búið er að þeim og tel þetta mikilvægt viðfangsefni. Ég þróaði því matsramma sem hægt er að beita til að meta hversu barnvæn hverfi eru. Markmið rammans var að útbúa einfalten gagnlegt verkfærisem getur nýst fagfólki og sveitarfélögum til að tryggja gæði borgarumhverfis út frá sjónarhorni barna. Verkefnið er liður í aukinni umræðu um barnvæna borgarhönnun og hvernig tryggja megi að borgarumhverfi styðji við þroska, öryggi og vellíðan barna. Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn þar sem bæði fyrirliggjandi gögn og vettvangsathuganir voru nýttar. Greind voru opinber skipulagsgögn, svo sem Aðalskipulag Reykjavíkur og deiliskipulag. Á vettvangi skoðaði ég með matsrammanum að hvaða marki borgarumhverfið tekur tillit til þarfa barna. Hver þáttur rammans var metinnmeð tilliti til gilda og fýsileika. Þettaveitti dýpri innsýní hvernig hverfiðstyður eða hindrar daglegt líf barna. Matsramminn byggir á fjórum áþreifanlegum grunnþáttum sem rannsóknir sýna að þurfa að vera til staðar svo umhverfið teljist barnvænt: 1) umferð og öryggi, 2) græn svæði, 3) leiksvæði og 4) möguleikar til athafna, hvatar og vegalengdir. Þessir grunnþættir urðu fyrir valinuvegna þess að þeir eru skipulagsþættir sem hægt er að meta á vettvangi eða með rýni á skipulagsgögnum. Hver þáttur var greindur með tilliti til þess hvernig hann birtist í raun í skipulaginu og hvernig hann þjónar börnum í daglegu lífi. Til að prófa matsrammann var honum beitt á tvö dæmi um nýlega þéttingarreiti í Reykjavík: Hlíðarenda og Vogabyggð. Þessihverfi voru valinþar sem þau endurspegla vel þá stefnu sem Reykjavíkurborg hefur tekið í skipulagsmálum undanfarin ár, að þétta byggð innan núverandi byggðra hverfa. Heildarniðurstöður verkefnisins benda til þess að Reykjavíkurborg hafi í einhverjum mæli tekið tillit til þarfa barna í þéttingarreitaskipulagi. Að vissu leyti hefur verið tekið tillit til þarfa þeirra en þau ekki verið höfð í forgrunni við skipulagsgerð reitanna. Til að mynda hefur nær alveg farist fyrir að taka tillit til unglinga og þeirra þarfa og það mætti bæta. Þrátt fyrirað bæði Hlíðarendi og Vogabyggð hafi að geymasterka þætti þegarkemur að skipulagi og hönnun, vantar oft heildstæða nálgun sem samþættir öll þau einkenni sem barnvænt umhverfi krefst. Þetta sýnir að barnvænt skipulag í þéttu borgarumhverfi er flókið og krefst markvissrar vinnu og skýrrar stefnumótunar. Það skiptir verulegu máli hvar og hvernig skipulag er nýtt þar sem verið er að þétta byggð og hvernig það umhverfi er sem reitirnir eru staðsettir í. Það getur haft mikil áhrif á heildarniðurstöðu skipulagsins og hvernig það kemur til móts við íbúana og þarfir þeirra,þar á meðal börn. Þétt byggðgetur vel verið barnvæn, engu síður en dreifð byggð, svo lengi sem grunnþættir barnvæns umhverfis eru uppfylltir. Matsramminn er framlag höfundar og innlegg á þessu fræðasviði. Hann má auðvitað þróa og bæta og að mati höfundar væri nauðsynlegt að börn tækju þátt í matinu. Börn ættu að vera í forgrunni frá upphafi við skipulagsgerð og fá tækifæritil að koma meira að skipulagi umhverfis síns. Leitaðværi til þeirraog sjónarmið þeirraværu tekin með líkt og gert er ráð fyrir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það ætti að vera einn af lykilþáttum þegar umhverfi tengt börnum er skipulagt. Slík nálgun er nauðsynleg til að stuðla að aukinni samfélagslegri ábyrgð í borgarskipulagi sem miðar að því að tryggja jöfnuð, aðgengi og velferð barna til framtíðar. Greinin byggir á meistaraverkefni í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands: „Gæði barnvæns umhverfis á þéttingarreitum í Reykjavík - þróun matsramma fyrir barnvænt borgarumhverfi-“. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur áhersla á þéttingu byggðar orðið sífellt meira áberandi í íslensku skipulagi. Þétting er oft talin leið til að stuðla að sjálfbærari þróun, draga úr útþenslu og nýta betur þá innviði sem fyrir eru. En þrátt fyrir góð markmið um sjálfbærni og betri nýtingu lands, þá gleymist stundum hverjir það eru sem búa í borgum og hvaða þarfir þeir hafa. Í þessarigrein er sjónum beint að einum af viðkvæmustu hópum samfélagsins, börnum. Börn eru sérstaklega háð nánasta umhverfi sínu. Þau þurfa öruggar leiðir að leikskóla, skóla, leiksvæðum, tómstundum og afþreyingu. Þau þurfa rými til hreyfingar, leikja, sköpunar og hvíldar. Þarfir barna eru oft látnar víkja fyrir þörfum fullorðinna og skapast því óhentugt umhverfi fyrir þarfir þeirra. Ef borgarumhverfið hentar ekki börnum getur það haft áhrif á heilsu þeirra,félagsþroska og almennavellíðan. Það sem meira er að ef borgir eru barnvænar ættu þær einnig að vera ákjósanlegur kostur og góðar fyrir aðra íbúa. Barnvænt umhverfi í borgum. King’s Crescent, London (Lewis Ronald). Í meistararitgerð minni í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands lagði ég upp með að skoða hvernig tekið er tillit til þarfa barna í skipulagi nýrra þéttingarreita í Reykjavík. Ég hef unnið með með börnum í mörg ár og skiptir það mig miklu máli hvernig búið er að þeim og tel þetta mikilvægt viðfangsefni. Ég þróaði því matsramma sem hægt er að beita til að meta hversu barnvæn hverfi eru. Markmið rammans var að útbúa einfalten gagnlegt verkfærisem getur nýst fagfólki og sveitarfélögum til að tryggja gæði borgarumhverfis út frá sjónarhorni barna. Verkefnið er liður í aukinni umræðu um barnvæna borgarhönnun og hvernig tryggja megi að borgarumhverfi styðji við þroska, öryggi og vellíðan barna. Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn þar sem bæði fyrirliggjandi gögn og vettvangsathuganir voru nýttar. Greind voru opinber skipulagsgögn, svo sem Aðalskipulag Reykjavíkur og deiliskipulag. Á vettvangi skoðaði ég með matsrammanum að hvaða marki borgarumhverfið tekur tillit til þarfa barna. Hver þáttur rammans var metinnmeð tilliti til gilda og fýsileika. Þettaveitti dýpri innsýní hvernig hverfiðstyður eða hindrar daglegt líf barna. Matsramminn byggir á fjórum áþreifanlegum grunnþáttum sem rannsóknir sýna að þurfa að vera til staðar svo umhverfið teljist barnvænt: 1) umferð og öryggi, 2) græn svæði, 3) leiksvæði og 4) möguleikar til athafna, hvatar og vegalengdir. Þessir grunnþættir urðu fyrir valinuvegna þess að þeir eru skipulagsþættir sem hægt er að meta á vettvangi eða með rýni á skipulagsgögnum. Hver þáttur var greindur með tilliti til þess hvernig hann birtist í raun í skipulaginu og hvernig hann þjónar börnum í daglegu lífi. Til að prófa matsrammann var honum beitt á tvö dæmi um nýlega þéttingarreiti í Reykjavík: Hlíðarenda og Vogabyggð. Þessihverfi voru valinþar sem þau endurspegla vel þá stefnu sem Reykjavíkurborg hefur tekið í skipulagsmálum undanfarin ár, að þétta byggð innan núverandi byggðra hverfa. Heildarniðurstöður verkefnisins benda til þess að Reykjavíkurborg hafi í einhverjum mæli tekið tillit til þarfa barna í þéttingarreitaskipulagi. Að vissu leyti hefur verið tekið tillit til þarfa þeirra en þau ekki verið höfð í forgrunni við skipulagsgerð reitanna. Til að mynda hefur nær alveg farist fyrir að taka tillit til unglinga og þeirra þarfa og það mætti bæta. Þrátt fyrirað bæði Hlíðarendi og Vogabyggð hafi að geymasterka þætti þegarkemur að skipulagi og hönnun, vantar oft heildstæða nálgun sem samþættir öll þau einkenni sem barnvænt umhverfi krefst. Þetta sýnir að barnvænt skipulag í þéttu borgarumhverfi er flókið og krefst markvissrar vinnu og skýrrar stefnumótunar. Það skiptir verulegu máli hvar og hvernig skipulag er nýtt þar sem verið er að þétta byggð og hvernig það umhverfi er sem reitirnir eru staðsettir í. Það getur haft mikil áhrif á heildarniðurstöðu skipulagsins og hvernig það kemur til móts við íbúana og þarfir þeirra,þar á meðal börn. Þétt byggðgetur vel verið barnvæn, engu síður en dreifð byggð, svo lengi sem grunnþættir barnvæns umhverfis eru uppfylltir. Matsramminn er framlag höfundar og innlegg á þessu fræðasviði. Hann má auðvitað þróa og bæta og að mati höfundar væri nauðsynlegt að börn tækju þátt í matinu. Börn ættu að vera í forgrunni frá upphafi við skipulagsgerð og fá tækifæritil að koma meira að skipulagi umhverfis síns. Leitaðværi til þeirraog sjónarmið þeirraværu tekin með líkt og gert er ráð fyrir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það ætti að vera einn af lykilþáttum þegar umhverfi tengt börnum er skipulagt. Slík nálgun er nauðsynleg til að stuðla að aukinni samfélagslegri ábyrgð í borgarskipulagi sem miðar að því að tryggja jöfnuð, aðgengi og velferð barna til framtíðar. Greinin byggir á meistaraverkefni í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands: „Gæði barnvæns umhverfis á þéttingarreitum í Reykjavík - þróun matsramma fyrir barnvænt borgarumhverfi-“. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun