Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar 26. nóvember 2025 12:00 Eftir að farsóttin skók heiminn í upphafi þessa áratugar höfum við öll meira og minna litið inn á við. Horft í eigin barm, bæði sem einstaklingar og þjóð. Allt á að snúast um okkur sjálf, sér í lagi heilsuna. Allir miðlar, ekki síst samfélagsmiðlar, eru uppfullir af frásögnum um mikilvægi þess að rækta líkamann. Mataræðið hefur fengið tvíræða merkingu. Hrein, óunnin fæða í öll mál er markmiðið, kolvetnalaus að sjálfsögðu og ósykruð, nema hvað? Sumir ganga svo langt að fasta, svelta líkamann í einhverja daga. Og þetta er ekki gert í nafni megrunarkúra eins og tíðkaðist áður fyrr, heldur eingöngu í þágu heilsunnar. Það dynja líka á okkur tillögur að hvers kyns líkamsrækt: æfingar við borðstofustól, teygjur í sófanum, að ekki sé minnst á nauðsyn þess að kunna að anda rétt í köldum potti. Heilsuáróðurinn líkist dálítið nýjum trúarbrögðum, fullum af helgisiðum. Ef við náum ekki að halda okkur á beinu brautinni heyrum við játningar hins synduga: „Mér varð á að missa mig og fá mér köku,“ og samstundis stíga fram hempulausir prestar og setja ofan í við þá sem glapist hafa til að borða fransbrauð eða svíkjast um í ræktinni. Hvarvetna óma ný ráð frá sjálfskipuðum postulum í fræðum sem kennd eru við ketó og grænkera, „karnivor“ og allt þetta sem nú er í tísku. Margir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum tala eins og þeir hafi doktorsgráðu í mannslíkamanum og skilji betur en vísindamenn eða læknar hvernig unnt sé að ná skjótum árangri. Snjalltæknin er alltumlykjandi í þessu fári. Úrið eða síminn segir okkur hvort við sofum nóg, hvort við séum taugaspennt og það er minnsta mál að kalla fram tölur um blóðþrýsting, efri og neðri mörk, hjartslátt og súrefnismettun. Á vef Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands er að finna reiknivél þar sem hægt er að setja inn tölur um kyn, hæð, þyngd og aldur og fá útreikninga á líkamsþyngdarstuðli, efri og neðri mörkum kjörþyngdar, ásamt daglegri hitaeiningaþörf og upplýsingum um hversu mörgum hitaeiningum maður eyðir við að skokka. Lífsstíll heilsunnar tekur líka í pyngjuna. Mörg heimili hafa fjárfest í dýrum líkamsræktartækjum, heitum og köldum pottum, sánuklefum, bæði þurrgufu og innrauðum, svo ekki sé minnst á fæðubótarefni, vítamíni, próteindrykki og lífrænt ræktaðar vörur. Að ógleymdum aðgangskortum að musterum átrúnaðarins: líkamsræktarstöðvunum. Svo það sé sagt: auðvitað er heilsan það dýrmætasta sem við eigum. Þegar hún er farin er flest farið sem gefur lífinu gildi. Við eigum að sjálfsögðu að temja okkur heilbrigðan lífsstíl, en þarf hann að fela í sér meinlætalifnað og öfgar? Það blasa við nokkrar þversagnir: þótt áróðurinn um heilsu hafi sjaldan verið meiri hafa líkast til aldrei fleiri verið jafn úrvinda eftir langan vinnudag, með langvinna streitu, svefnvana og ofan í kaupið með áhyggjur og samviskubit yfir því að hafa ekki staðið við markmið dagsins eða vikunnar um líkamsæfingar og heilsubót. Það er betur heima setið en af stað farið ef það sem á að gera okkur heilbrigð eykur á kvíða og þá óþægilegu tilfinningu að aldrei sé nóg að gert. Hver og einn verður að finna sinn takt í heilbrigðum lífsstíl og hann þarf að byggja á eigin ákvörðun um raunverulega vellíðan. Líkamleg heilsa er eitt, andleg heilsa annað. Best er að styrkja hvoru tveggja. Hlátur og notalegt spjall yfir kaffibolla og berlínarbollu, getur alveg jafnast á við fimmtán mínútur á hlaupabrettinu. Það þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að lifa lífinu. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir að farsóttin skók heiminn í upphafi þessa áratugar höfum við öll meira og minna litið inn á við. Horft í eigin barm, bæði sem einstaklingar og þjóð. Allt á að snúast um okkur sjálf, sér í lagi heilsuna. Allir miðlar, ekki síst samfélagsmiðlar, eru uppfullir af frásögnum um mikilvægi þess að rækta líkamann. Mataræðið hefur fengið tvíræða merkingu. Hrein, óunnin fæða í öll mál er markmiðið, kolvetnalaus að sjálfsögðu og ósykruð, nema hvað? Sumir ganga svo langt að fasta, svelta líkamann í einhverja daga. Og þetta er ekki gert í nafni megrunarkúra eins og tíðkaðist áður fyrr, heldur eingöngu í þágu heilsunnar. Það dynja líka á okkur tillögur að hvers kyns líkamsrækt: æfingar við borðstofustól, teygjur í sófanum, að ekki sé minnst á nauðsyn þess að kunna að anda rétt í köldum potti. Heilsuáróðurinn líkist dálítið nýjum trúarbrögðum, fullum af helgisiðum. Ef við náum ekki að halda okkur á beinu brautinni heyrum við játningar hins synduga: „Mér varð á að missa mig og fá mér köku,“ og samstundis stíga fram hempulausir prestar og setja ofan í við þá sem glapist hafa til að borða fransbrauð eða svíkjast um í ræktinni. Hvarvetna óma ný ráð frá sjálfskipuðum postulum í fræðum sem kennd eru við ketó og grænkera, „karnivor“ og allt þetta sem nú er í tísku. Margir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum tala eins og þeir hafi doktorsgráðu í mannslíkamanum og skilji betur en vísindamenn eða læknar hvernig unnt sé að ná skjótum árangri. Snjalltæknin er alltumlykjandi í þessu fári. Úrið eða síminn segir okkur hvort við sofum nóg, hvort við séum taugaspennt og það er minnsta mál að kalla fram tölur um blóðþrýsting, efri og neðri mörk, hjartslátt og súrefnismettun. Á vef Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands er að finna reiknivél þar sem hægt er að setja inn tölur um kyn, hæð, þyngd og aldur og fá útreikninga á líkamsþyngdarstuðli, efri og neðri mörkum kjörþyngdar, ásamt daglegri hitaeiningaþörf og upplýsingum um hversu mörgum hitaeiningum maður eyðir við að skokka. Lífsstíll heilsunnar tekur líka í pyngjuna. Mörg heimili hafa fjárfest í dýrum líkamsræktartækjum, heitum og köldum pottum, sánuklefum, bæði þurrgufu og innrauðum, svo ekki sé minnst á fæðubótarefni, vítamíni, próteindrykki og lífrænt ræktaðar vörur. Að ógleymdum aðgangskortum að musterum átrúnaðarins: líkamsræktarstöðvunum. Svo það sé sagt: auðvitað er heilsan það dýrmætasta sem við eigum. Þegar hún er farin er flest farið sem gefur lífinu gildi. Við eigum að sjálfsögðu að temja okkur heilbrigðan lífsstíl, en þarf hann að fela í sér meinlætalifnað og öfgar? Það blasa við nokkrar þversagnir: þótt áróðurinn um heilsu hafi sjaldan verið meiri hafa líkast til aldrei fleiri verið jafn úrvinda eftir langan vinnudag, með langvinna streitu, svefnvana og ofan í kaupið með áhyggjur og samviskubit yfir því að hafa ekki staðið við markmið dagsins eða vikunnar um líkamsæfingar og heilsubót. Það er betur heima setið en af stað farið ef það sem á að gera okkur heilbrigð eykur á kvíða og þá óþægilegu tilfinningu að aldrei sé nóg að gert. Hver og einn verður að finna sinn takt í heilbrigðum lífsstíl og hann þarf að byggja á eigin ákvörðun um raunverulega vellíðan. Líkamleg heilsa er eitt, andleg heilsa annað. Best er að styrkja hvoru tveggja. Hlátur og notalegt spjall yfir kaffibolla og berlínarbollu, getur alveg jafnast á við fimmtán mínútur á hlaupabrettinu. Það þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að lifa lífinu. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun