Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar 26. nóvember 2025 12:32 Ég hef alltaf haft dálæti á tölum, kannski vegna þess að ég er líka viðskiptafræðingur að mennt. Tölfræði vekur forvitni og hjálpar mér að skilja hvernig samfélagið þróast. Ég fylgist reglulega með gögnum úr stjórnsýslunni og hef mikið gagn af því. Einmitt þess vegna fann ég mig knúna til að staldra við þegar dómsmálaráðuneytið birti nýlega skýrslu starfshóps um þróun útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd, þar eru m.a. upplýsingar um dvalarleyfi námsmanna. Framsetningin á tölunum er hins vegar bæði óljós og mögulega villandi. Í skýrslunni er því haldið fram að fjöldi umsókna um dvalarleyfa námsmanna „frá Afríku“ eða „frá Asíu“ hafi tvö- til þrefaldast. Þetta hljómar eins og mikil aukning, eins og verið sé að lýsa bylgju sem skellur á landinu. En þá vaknar spurning sem hvert tölfræðinörd myndi spyrja: Hvað felst raunverulega í þessum tölum? Afríka er 54 lönd, hvert með sína sérstöðu. Asía nær yfir rúman helming mannkyns. Að setja þessi svæði fram sem eina tölfræðieiningu er eins og að segja: „Evrópa kemur í nám til Íslands“ – og draga síðan ályktanir af því um aldur, ástæður og aðstæður stórra, fjölbreyttra hópa. Þannig er ekki ábyrg tölfræðinálgun né ábyrg stjórnsýsla. Mér þótti sérstaklega athyglisvert að prósentur eru notaðar án þess að gefa upp grunnstærðir. „Tvöföldun“ eða „þreföldun“ hljómar stórt – en án heildartölu er myndin ófullkomin. Var upphafsfjöldinn 15 manns? 50? 200? Lítil sveifla í litlum hópi getur litið út eins og stórkostleg breyting þegar hún er sett fram í prósentum. Þetta er grunnatriði í tölfræði og stjórnunarfræðum: samhengi skiptir miklu máli þegar prósentur eru settar fram. Í skýrslunni er einnig tekið fram að margir nemendur frá Afríku séu eldri en þrítugir. Það er rétt – en skýringin er einföld. Þetta eru oft einstaklingar í framhaldsnámi, margir í doktorsnámi, fólk sem hefur verið á vinnumarkaði áður en það fer í háskólanám, eða einstaklingar sem hafa þurft að fresta menntun vegna stríðs eða óstöðugleika. En þegar samhengi er ekki gefið má auðveldlega mistúlka slíkar upplýsingar sem menningarlegt „frávik“. Það sem gleymist oft í svona umræðu er að tölurnar fjalla ekki um strauma, hópa eða bylgjur – heldur um fólk. Fólk sem kemur hingað í leit að menntun, tækifærum og framtíð. Ég hef unnið með og fyrir erlenda nemendur og séð hvað þau leggja mikið af mörkum í íslenskum háskólum og samfélagi. Fjölgun umsókna er ekki vandamál í sjálfu sér – en mistúlkun þeirra getur orðið það. Umræðan þarf að byggja á staðreyndum, ekki hræðslu. Tölfræði getur lýst veruleikanum, en aðeins ef hún er sett fram af ábyrgð. Þegar gögn eru stílfærð þannig að þau hljóma dramatísk án þess að segja rétta sögu, þá er hætt við að túlkunin verði misvísandi – og röng túlkun bitnar jafnan á þeim sem hafa minnsta rödd í samfélaginu. Ég hef dálæti á tölum. En ég elska líka sannleikann sem á að liggja á bak við þær. Þegar opinberar stofnanir fjalla um fólk sem kemur hingað í nám ber þeim skylda til að gera það af nákvæmni, varfærni og virðingu. Höfundur stýrir verkefni opinbera háskóla „Inngilding í íslenska háskólasamfélagi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft dálæti á tölum, kannski vegna þess að ég er líka viðskiptafræðingur að mennt. Tölfræði vekur forvitni og hjálpar mér að skilja hvernig samfélagið þróast. Ég fylgist reglulega með gögnum úr stjórnsýslunni og hef mikið gagn af því. Einmitt þess vegna fann ég mig knúna til að staldra við þegar dómsmálaráðuneytið birti nýlega skýrslu starfshóps um þróun útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd, þar eru m.a. upplýsingar um dvalarleyfi námsmanna. Framsetningin á tölunum er hins vegar bæði óljós og mögulega villandi. Í skýrslunni er því haldið fram að fjöldi umsókna um dvalarleyfa námsmanna „frá Afríku“ eða „frá Asíu“ hafi tvö- til þrefaldast. Þetta hljómar eins og mikil aukning, eins og verið sé að lýsa bylgju sem skellur á landinu. En þá vaknar spurning sem hvert tölfræðinörd myndi spyrja: Hvað felst raunverulega í þessum tölum? Afríka er 54 lönd, hvert með sína sérstöðu. Asía nær yfir rúman helming mannkyns. Að setja þessi svæði fram sem eina tölfræðieiningu er eins og að segja: „Evrópa kemur í nám til Íslands“ – og draga síðan ályktanir af því um aldur, ástæður og aðstæður stórra, fjölbreyttra hópa. Þannig er ekki ábyrg tölfræðinálgun né ábyrg stjórnsýsla. Mér þótti sérstaklega athyglisvert að prósentur eru notaðar án þess að gefa upp grunnstærðir. „Tvöföldun“ eða „þreföldun“ hljómar stórt – en án heildartölu er myndin ófullkomin. Var upphafsfjöldinn 15 manns? 50? 200? Lítil sveifla í litlum hópi getur litið út eins og stórkostleg breyting þegar hún er sett fram í prósentum. Þetta er grunnatriði í tölfræði og stjórnunarfræðum: samhengi skiptir miklu máli þegar prósentur eru settar fram. Í skýrslunni er einnig tekið fram að margir nemendur frá Afríku séu eldri en þrítugir. Það er rétt – en skýringin er einföld. Þetta eru oft einstaklingar í framhaldsnámi, margir í doktorsnámi, fólk sem hefur verið á vinnumarkaði áður en það fer í háskólanám, eða einstaklingar sem hafa þurft að fresta menntun vegna stríðs eða óstöðugleika. En þegar samhengi er ekki gefið má auðveldlega mistúlka slíkar upplýsingar sem menningarlegt „frávik“. Það sem gleymist oft í svona umræðu er að tölurnar fjalla ekki um strauma, hópa eða bylgjur – heldur um fólk. Fólk sem kemur hingað í leit að menntun, tækifærum og framtíð. Ég hef unnið með og fyrir erlenda nemendur og séð hvað þau leggja mikið af mörkum í íslenskum háskólum og samfélagi. Fjölgun umsókna er ekki vandamál í sjálfu sér – en mistúlkun þeirra getur orðið það. Umræðan þarf að byggja á staðreyndum, ekki hræðslu. Tölfræði getur lýst veruleikanum, en aðeins ef hún er sett fram af ábyrgð. Þegar gögn eru stílfærð þannig að þau hljóma dramatísk án þess að segja rétta sögu, þá er hætt við að túlkunin verði misvísandi – og röng túlkun bitnar jafnan á þeim sem hafa minnsta rödd í samfélaginu. Ég hef dálæti á tölum. En ég elska líka sannleikann sem á að liggja á bak við þær. Þegar opinberar stofnanir fjalla um fólk sem kemur hingað í nám ber þeim skylda til að gera það af nákvæmni, varfærni og virðingu. Höfundur stýrir verkefni opinbera háskóla „Inngilding í íslenska háskólasamfélagi“.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun