Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2025 08:30 Lögregluþjónar í Los Angeles í nótt. AP/Ethan Swope Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. Sérfræðingar segja í samtali við LA Times að til að virkja þjóðvarðlið Kaliforníu, sem heyrir í raun undir ríkisstjórann, sé Trump að beita lagaákvæði sem hafi sjaldan verið beitt áður. Óljóst sé hvort hann megi þetta yfir höfuð og ljóst sé að málaferli séu í vændum vegna þessa. God bless the brave men and women of local and federal law enforcement and the National Guard working to restore LAW AND ORDER to Los Angeles.WE STAND WITH YOU—AND THE CHAOS ENDS NOW. 🇺🇸— The White House (@WhiteHouse) June 8, 2025 Newsom segir staðbundin löggæsluembætti í stakk búin til að takast á við mótmælin og löggæslufólk hafi gert það vel hingað til. Hann segir markmið Trump-liða með því að senda hermenn á vettvang sé að valda stigmögnun og auka á spennuna í Los Angeles. Newsom hefur biðlað til mótmælenda að sýna stillingu og gefa Trump-liðum ekki frekara tilefni til stigmögnunar. Það væri það sem þeir vildu. The federal government is taking over the California National Guard and deploying 2,000 soldiers in Los Angeles — not because there is a shortage of law enforcement, but because they want a spectacle.Don't give them one.Never use violence. Speak out peacefully.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) June 8, 2025 Óljóst er hvenær þjóðvarðliðið á að mæta til borgarinnar. Borgarstjóri LA sagði í morgun að þeir væru ekki mættir en Trump skrifaði færslu í nótt á hans eigin samfélagsmiðli sem gefur til kynna að þeir eigi að vera komnir til borgarinnar. Hann hélt því einnig fram að héðan í frá yrðu grímur ekki leyfanlegar á mótmælum og spurði hvað mótmælendur hefðu að óttast. Það er ekki eitthvað sem hann getur ákveðið eða gert að lögum með því að skrifa það á Truth Social. Það að útsendarar ICE og annarra löggægsluembætta fari um grímuklæddir er eitt af fjölmörgu sem hefur verið gagnrýnt vegna starfa þeirra. Færsla Trumps á Truth Social þar sem hann gagnrýnir ríkisstjóra Kaliforníu og borgarstjóra LA og lýsir því yfir að grímuburður sé nú bannaður á mótmælum. Segir landgönguliða næsta Í tilkynningu frá Hvíta húsinu sem send var út í gærkvöldi segi að aðgerðum ICE sé ætlað að vinna bug á innrás glæpamanna í Bandaríkin og að „gagnslausir“ vinstri sinnaðir leiðtogar Kaliforníu hafi brugðist skyldu þeirra að verja íbúa ríkisins. Þess vegna væri Trump að senda þjóðvarðlið á vettvang, þar sem glæpastarfsemi hefði verið leyft að blómstra, samkvæmt Karoline Leavitt, talskonu Trumps. „Ríkisstjórn Trumps hefur ekkert umburðarlyndi gangvart glæpsamlegri hegðun og ofbeldi, sérstaklega þegar því er beint að löggæslumönnum sem eru að vinna störf sín.“ Alríkissaksóknarar í Kaliforníu hafa heitið því að bera kennsl á mótmælendur sem brjóti lögin og lögsækja þá. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, sagði í nótt að til greina kæmi að senda landgönguliða til Los Angeles. Í færslu sem hann skrifaði á X sagði ráðherrann að ofbeldi gegn útsendurum alríkisins og skemmdarverk á eignum yrði ekki liðið undir stjórn Trumps. Þess vegna væri verið að senda þjóðvarðliða til LA og ef það dugði ekki til yrðu landgönguliðar sendir. Newsom skrifaði í kjölfarið eigin færslu á X þar sem hann vísaði til orða Hegseths um að senda landgönguliða gegn bandarískum ríkisborgurum. „Þetta er sturluð hegðun.“ The Secretary of Defense is now threatening to deploy active-duty Marines on American soil against its own citizens.This is deranged behavior.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) June 8, 2025 Mótmæli og átök Síðustu daga hefur komið til mótmæla og jafnvel átak í LA í tengslum við umfangsmikil áhlaup þungvopnaðra útsendara ICE og annarra alríkisembætta í borginni. Tugir manna hafa verið handteknir í þessum áhlaupum. Sjá einnig: Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Trump hefur verið sagður ósáttur við hve illa gengið hefur að vísa fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum úr landi og er áhlaupunum í LA og víðar um Bandaríkin ætlað að auka þann fjölda. Todd Lyons, yfirmaður ICE, varði aðferðir stofnunarinnar fyrr í vikunni og sagði þá að verið væri að handtaka um 1.600 manns á degi hverjum. Um væri að ræða hættulega glæpamenn. Köstuðu grjóti að löggæslumönnum Spennan jókst svo í gær þegar útsendarar ICE gerðu fleiri áhlaup í LA og úthverfum og þá sérstaklega í borginni Paramount. Stór hluti íbúa þar er af latneskum uppruna og kom til umfangsmikilla mótmæla. Fjöldi fólks kom saman í bænum þar sem útsendarar ICE voru og köstuðu meðal annars grjóti að löggæslumönnum og var kveikt í að minnsta kosti einum bíl, samkvæmt AP fréttaveitunni. Löggæslumenn svöruðu með því að beita táragasi, hvellsprengjum og piparúða, auk þess sem þeir notuðust við gaddavír til að stöðva mótmælendur, sem kölluðu eftir því að útsendarar ICE færu frá Paramount. AP hefur eftir Peggy Lemons, borgarstjóra Paramount, að fólk sé óttaslegið yfir aðgerðum ICE þar. Það komi henni ekki á óvart að óreiða hafi fylgt starfsmönnum stofnunarinnar, miðað við það hvernig þeir hafi haldið á spöðunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04 Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Borgarstjóri í Bandaríkjunum var handtekinn af alríkisembættismönnum á mótmælum. Hann var að mótmæla opnun nýrrar varðhaldsstöðvar fyrir innflytjendur í borginni sinni. 9. maí 2025 21:56 Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55 Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseti, megi svipta farand- og flóttafólk frá Haítí, Kúbu, Níkaragva og Venesúela tímabundinni vernd gegn brottvísunum sem þau hafa fengið. Þannig má Trump vísa þeim úr landi áður en umsóknir þeirra um dvalarleyfi eru tekin fyrir. 30. maí 2025 16:24 Náðar spilltan fógeta Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að náða fógeta sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Forsetinn segir fógetann spillta hafa verið ofsóttan af öfgamönnum í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 27. maí 2025 14:06 Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Sérfræðingar segja í samtali við LA Times að til að virkja þjóðvarðlið Kaliforníu, sem heyrir í raun undir ríkisstjórann, sé Trump að beita lagaákvæði sem hafi sjaldan verið beitt áður. Óljóst sé hvort hann megi þetta yfir höfuð og ljóst sé að málaferli séu í vændum vegna þessa. God bless the brave men and women of local and federal law enforcement and the National Guard working to restore LAW AND ORDER to Los Angeles.WE STAND WITH YOU—AND THE CHAOS ENDS NOW. 🇺🇸— The White House (@WhiteHouse) June 8, 2025 Newsom segir staðbundin löggæsluembætti í stakk búin til að takast á við mótmælin og löggæslufólk hafi gert það vel hingað til. Hann segir markmið Trump-liða með því að senda hermenn á vettvang sé að valda stigmögnun og auka á spennuna í Los Angeles. Newsom hefur biðlað til mótmælenda að sýna stillingu og gefa Trump-liðum ekki frekara tilefni til stigmögnunar. Það væri það sem þeir vildu. The federal government is taking over the California National Guard and deploying 2,000 soldiers in Los Angeles — not because there is a shortage of law enforcement, but because they want a spectacle.Don't give them one.Never use violence. Speak out peacefully.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) June 8, 2025 Óljóst er hvenær þjóðvarðliðið á að mæta til borgarinnar. Borgarstjóri LA sagði í morgun að þeir væru ekki mættir en Trump skrifaði færslu í nótt á hans eigin samfélagsmiðli sem gefur til kynna að þeir eigi að vera komnir til borgarinnar. Hann hélt því einnig fram að héðan í frá yrðu grímur ekki leyfanlegar á mótmælum og spurði hvað mótmælendur hefðu að óttast. Það er ekki eitthvað sem hann getur ákveðið eða gert að lögum með því að skrifa það á Truth Social. Það að útsendarar ICE og annarra löggægsluembætta fari um grímuklæddir er eitt af fjölmörgu sem hefur verið gagnrýnt vegna starfa þeirra. Færsla Trumps á Truth Social þar sem hann gagnrýnir ríkisstjóra Kaliforníu og borgarstjóra LA og lýsir því yfir að grímuburður sé nú bannaður á mótmælum. Segir landgönguliða næsta Í tilkynningu frá Hvíta húsinu sem send var út í gærkvöldi segi að aðgerðum ICE sé ætlað að vinna bug á innrás glæpamanna í Bandaríkin og að „gagnslausir“ vinstri sinnaðir leiðtogar Kaliforníu hafi brugðist skyldu þeirra að verja íbúa ríkisins. Þess vegna væri Trump að senda þjóðvarðlið á vettvang, þar sem glæpastarfsemi hefði verið leyft að blómstra, samkvæmt Karoline Leavitt, talskonu Trumps. „Ríkisstjórn Trumps hefur ekkert umburðarlyndi gangvart glæpsamlegri hegðun og ofbeldi, sérstaklega þegar því er beint að löggæslumönnum sem eru að vinna störf sín.“ Alríkissaksóknarar í Kaliforníu hafa heitið því að bera kennsl á mótmælendur sem brjóti lögin og lögsækja þá. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, sagði í nótt að til greina kæmi að senda landgönguliða til Los Angeles. Í færslu sem hann skrifaði á X sagði ráðherrann að ofbeldi gegn útsendurum alríkisins og skemmdarverk á eignum yrði ekki liðið undir stjórn Trumps. Þess vegna væri verið að senda þjóðvarðliða til LA og ef það dugði ekki til yrðu landgönguliðar sendir. Newsom skrifaði í kjölfarið eigin færslu á X þar sem hann vísaði til orða Hegseths um að senda landgönguliða gegn bandarískum ríkisborgurum. „Þetta er sturluð hegðun.“ The Secretary of Defense is now threatening to deploy active-duty Marines on American soil against its own citizens.This is deranged behavior.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) June 8, 2025 Mótmæli og átök Síðustu daga hefur komið til mótmæla og jafnvel átak í LA í tengslum við umfangsmikil áhlaup þungvopnaðra útsendara ICE og annarra alríkisembætta í borginni. Tugir manna hafa verið handteknir í þessum áhlaupum. Sjá einnig: Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Trump hefur verið sagður ósáttur við hve illa gengið hefur að vísa fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum úr landi og er áhlaupunum í LA og víðar um Bandaríkin ætlað að auka þann fjölda. Todd Lyons, yfirmaður ICE, varði aðferðir stofnunarinnar fyrr í vikunni og sagði þá að verið væri að handtaka um 1.600 manns á degi hverjum. Um væri að ræða hættulega glæpamenn. Köstuðu grjóti að löggæslumönnum Spennan jókst svo í gær þegar útsendarar ICE gerðu fleiri áhlaup í LA og úthverfum og þá sérstaklega í borginni Paramount. Stór hluti íbúa þar er af latneskum uppruna og kom til umfangsmikilla mótmæla. Fjöldi fólks kom saman í bænum þar sem útsendarar ICE voru og köstuðu meðal annars grjóti að löggæslumönnum og var kveikt í að minnsta kosti einum bíl, samkvæmt AP fréttaveitunni. Löggæslumenn svöruðu með því að beita táragasi, hvellsprengjum og piparúða, auk þess sem þeir notuðust við gaddavír til að stöðva mótmælendur, sem kölluðu eftir því að útsendarar ICE færu frá Paramount. AP hefur eftir Peggy Lemons, borgarstjóra Paramount, að fólk sé óttaslegið yfir aðgerðum ICE þar. Það komi henni ekki á óvart að óreiða hafi fylgt starfsmönnum stofnunarinnar, miðað við það hvernig þeir hafi haldið á spöðunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04 Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Borgarstjóri í Bandaríkjunum var handtekinn af alríkisembættismönnum á mótmælum. Hann var að mótmæla opnun nýrrar varðhaldsstöðvar fyrir innflytjendur í borginni sinni. 9. maí 2025 21:56 Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55 Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseti, megi svipta farand- og flóttafólk frá Haítí, Kúbu, Níkaragva og Venesúela tímabundinni vernd gegn brottvísunum sem þau hafa fengið. Þannig má Trump vísa þeim úr landi áður en umsóknir þeirra um dvalarleyfi eru tekin fyrir. 30. maí 2025 16:24 Náðar spilltan fógeta Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að náða fógeta sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Forsetinn segir fógetann spillta hafa verið ofsóttan af öfgamönnum í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 27. maí 2025 14:06 Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04
Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22
Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Borgarstjóri í Bandaríkjunum var handtekinn af alríkisembættismönnum á mótmælum. Hann var að mótmæla opnun nýrrar varðhaldsstöðvar fyrir innflytjendur í borginni sinni. 9. maí 2025 21:56
Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55
Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseti, megi svipta farand- og flóttafólk frá Haítí, Kúbu, Níkaragva og Venesúela tímabundinni vernd gegn brottvísunum sem þau hafa fengið. Þannig má Trump vísa þeim úr landi áður en umsóknir þeirra um dvalarleyfi eru tekin fyrir. 30. maí 2025 16:24
Náðar spilltan fógeta Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að náða fógeta sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Forsetinn segir fógetann spillta hafa verið ofsóttan af öfgamönnum í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 27. maí 2025 14:06
Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23