Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 8. júní 2025 19:32 Bandaríkjaforseti hefur kallað út þjóðvarðarliðið. AP Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í dag. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er búsett í Los Angeles og hefur ekki farið varhluta af því sem er um að vera í borginni. „Við finnum fyrir þessu í nærumhverfi okkar. Við erum í svona nágrannatextaþræði og við erum alla vikuna, og allan mánuðinn að vera senda skilaboð á milli, ICE-liðar eru hérna, ICE-liðar eru þarna, ICE-liðar eru við skólann. Við erum öll að passa upp á hvort annað,“ segir Dröfn Ösp. „Þó að innflytjendamál séu erfiður málaflokkur og þurfi að tækla á mismunandi máti þá er bara verið að taka fólk af götunni án dóms og laga. Engar handtökuskipanir og þessir menn labba hérna um eins og einhverjar rolur með grímur.“ Sjálf hefur hún búið í borginni í sextán ár, og segist aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt. „Auðvitað er ég hrædd fyrir fjölskyldu og vini mína sem eru ekki hvítir og ljóshærðir eins og ég. Auðvitað er meira en helmingurinn af borginni þannig. Þetta er alveg hræðilegt. Núna í dag höfum við séð myndbönd og fréttir af því að það er herþyrla niðri í miðbæ Los Angeles að afferma táragas og vopn til þess að undirbúa sig fyrir mótmæli sem eru klukkan tvö í dag,“ segir hún. Hún ítrekar einnig að Trump hafi ekki einu sinni heimild til að beita þjóðvarðliðinu, það heyri undir ríkisstjóra Kaliforníu. „Þetta er náttúrlega bara mjög skelfilegt, að sjá skriðdreka niðri í borg, í vestrænni borg þar sem lýðræðið á að vera. Það er alltaf verið að berja sér á bringu og vera svo stoltu af lýðræðinu en það get ég sagt þér, ef við tölum á mannamáli, að þetta eru bara einhverjar fasískar leikaðferðir sem að ég get ekki séð að hafi góðan endi,“ segir Dröfn. Bandaríkin Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í dag. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er búsett í Los Angeles og hefur ekki farið varhluta af því sem er um að vera í borginni. „Við finnum fyrir þessu í nærumhverfi okkar. Við erum í svona nágrannatextaþræði og við erum alla vikuna, og allan mánuðinn að vera senda skilaboð á milli, ICE-liðar eru hérna, ICE-liðar eru þarna, ICE-liðar eru við skólann. Við erum öll að passa upp á hvort annað,“ segir Dröfn Ösp. „Þó að innflytjendamál séu erfiður málaflokkur og þurfi að tækla á mismunandi máti þá er bara verið að taka fólk af götunni án dóms og laga. Engar handtökuskipanir og þessir menn labba hérna um eins og einhverjar rolur með grímur.“ Sjálf hefur hún búið í borginni í sextán ár, og segist aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt. „Auðvitað er ég hrædd fyrir fjölskyldu og vini mína sem eru ekki hvítir og ljóshærðir eins og ég. Auðvitað er meira en helmingurinn af borginni þannig. Þetta er alveg hræðilegt. Núna í dag höfum við séð myndbönd og fréttir af því að það er herþyrla niðri í miðbæ Los Angeles að afferma táragas og vopn til þess að undirbúa sig fyrir mótmæli sem eru klukkan tvö í dag,“ segir hún. Hún ítrekar einnig að Trump hafi ekki einu sinni heimild til að beita þjóðvarðliðinu, það heyri undir ríkisstjóra Kaliforníu. „Þetta er náttúrlega bara mjög skelfilegt, að sjá skriðdreka niðri í borg, í vestrænni borg þar sem lýðræðið á að vera. Það er alltaf verið að berja sér á bringu og vera svo stoltu af lýðræðinu en það get ég sagt þér, ef við tölum á mannamáli, að þetta eru bara einhverjar fasískar leikaðferðir sem að ég get ekki séð að hafi góðan endi,“ segir Dröfn.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira