Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2025 07:55 Aðgerðasinnarnir tólf sem voru um borð í skútunni Madleen eru nú í haldi Ísraelsher. Hér er skjáskot úr myndbandi af hermönnum færa þeim samlokur og vatn. Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. Madleen lagði af stað til Gasa 1. júní fyrir rúmri viku síðan. Markmiðið með ferðinni var að rjúfa ellefu vikna herkví sem Ísraelsmenn hafa sett Palestínu í, færa Palestínubúum helstu nauðsynjar og um leið mótmæla hernaði Ísraels í Palestínu. Báturinn kom að ströndum Gasa seint í gærkvöldi. Drónar Ísraelshers sveimuðu yfir bátnum áður en ísraelskir hermenn fóru um borð og handtóku áhöfnina um eittleytið í nótt. AP greinir frá. Frelsisflotabandalagið (e. The Freedom Flotilla Coalition), sem skipulögðu ferð Madleen, segja að aðgerðasinnunum hafi verið „rænt af Ísraelsher“ meðan þeir reyndu í örvæntingu að koma nauðsynjavörum á svæðið. „Farið var ólöglega um borð í bátinn, óvopnaðri áhöfn hans rænt og bráðnauðsynlegur farmurinn, þar á meðal barnaformúla, matur og sjúkravörur, gerðu upptækur,“ sagði í tilkynningum frá samtökunum á X. SOS! the volunteers on 'Madleen' have been kidnapped by Israeli forces.Greta Thunberg is a Swedish citizen.Pressure their foreign ministries and help us keep them safe!Web: https://t.co/uCGmx8sn8jX : @SweMFAFB : @SweMFAIG : swedishmfa#AllEyesOnMadeleen pic.twitter.com/76Myrg2Bnz— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) June 9, 2025 „Ef þú sérð þetta myndskeið þá höfum við verið stöðvuð og okkur rænt á alþjóðlegu hafsvæði af ísraelska hernum,“ sagði Thunberg í myndbandi sem samtökin birtu á X. Tólf slík myndbönd birtust á miðlinum, eitt af hverjum aðgerðasinna um borð. „Ég hvet alla vini mína, fjölskyldu og félaga til að setja þrýsting á sænsku ríkisstjórnina um að frelsa mig og hina eins fljótt og auðið er,“ sagði Thunberg einnig í myndbandinu. Farþegar „sjálfusnekkjunnar“ væru öruggir og á leið heim til sín Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur tjáð sig opinberlega um Madleen á X og lýst ferðalagi bátsins sem fjölmiðlabrellu og bátnum sjálfum sem „sjálfusnekkju fræga fólksins“. Þá sagði í færslu utanríkisráðuneytisins að báturinn væri á leið til Ísrael og farþegunum yrði síðan komið örugglega til heimalanda sinna Þá sagði jafnframt að um borð í bátnum hafi verið minna af nauðsynjavörum en í einum trukk. Til væru aðrar leiðir til að koma nauðsynjavörum á Gasaströndinni, „þær innihalda ekki Instagram-sjálfur.“ „Hið pínulitla magn af nauðsynjavöru sem var á snekkjunni og var ekki borða af „fræga fólkinu“ verður flutt til Gasa gegnum raunverulegar mannúðarleiðir,“ sagði í færslu ráðuneytisins á X. All the passengers of the ‘selfie yacht’ are safe and unharmed. They were provided with sandwiches and water. The show is over. pic.twitter.com/tLZZYcspJO— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Í annarri færslu sagði að allir farþegar skútunnar væru óskaddaðir, þeir hefðu fengið samlokur og vatn. „Greta Thunberg er þessa stundina á leið til Ísraels, örugg og í góðu skapi,“ sagði í annarri færslu. Greta Thunberg is currently on her way to Israel, safe and in good spirits. pic.twitter.com/pjWSr0lOsE— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Svíþjóð Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Madleen lagði af stað til Gasa 1. júní fyrir rúmri viku síðan. Markmiðið með ferðinni var að rjúfa ellefu vikna herkví sem Ísraelsmenn hafa sett Palestínu í, færa Palestínubúum helstu nauðsynjar og um leið mótmæla hernaði Ísraels í Palestínu. Báturinn kom að ströndum Gasa seint í gærkvöldi. Drónar Ísraelshers sveimuðu yfir bátnum áður en ísraelskir hermenn fóru um borð og handtóku áhöfnina um eittleytið í nótt. AP greinir frá. Frelsisflotabandalagið (e. The Freedom Flotilla Coalition), sem skipulögðu ferð Madleen, segja að aðgerðasinnunum hafi verið „rænt af Ísraelsher“ meðan þeir reyndu í örvæntingu að koma nauðsynjavörum á svæðið. „Farið var ólöglega um borð í bátinn, óvopnaðri áhöfn hans rænt og bráðnauðsynlegur farmurinn, þar á meðal barnaformúla, matur og sjúkravörur, gerðu upptækur,“ sagði í tilkynningum frá samtökunum á X. SOS! the volunteers on 'Madleen' have been kidnapped by Israeli forces.Greta Thunberg is a Swedish citizen.Pressure their foreign ministries and help us keep them safe!Web: https://t.co/uCGmx8sn8jX : @SweMFAFB : @SweMFAIG : swedishmfa#AllEyesOnMadeleen pic.twitter.com/76Myrg2Bnz— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) June 9, 2025 „Ef þú sérð þetta myndskeið þá höfum við verið stöðvuð og okkur rænt á alþjóðlegu hafsvæði af ísraelska hernum,“ sagði Thunberg í myndbandi sem samtökin birtu á X. Tólf slík myndbönd birtust á miðlinum, eitt af hverjum aðgerðasinna um borð. „Ég hvet alla vini mína, fjölskyldu og félaga til að setja þrýsting á sænsku ríkisstjórnina um að frelsa mig og hina eins fljótt og auðið er,“ sagði Thunberg einnig í myndbandinu. Farþegar „sjálfusnekkjunnar“ væru öruggir og á leið heim til sín Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur tjáð sig opinberlega um Madleen á X og lýst ferðalagi bátsins sem fjölmiðlabrellu og bátnum sjálfum sem „sjálfusnekkju fræga fólksins“. Þá sagði í færslu utanríkisráðuneytisins að báturinn væri á leið til Ísrael og farþegunum yrði síðan komið örugglega til heimalanda sinna Þá sagði jafnframt að um borð í bátnum hafi verið minna af nauðsynjavörum en í einum trukk. Til væru aðrar leiðir til að koma nauðsynjavörum á Gasaströndinni, „þær innihalda ekki Instagram-sjálfur.“ „Hið pínulitla magn af nauðsynjavöru sem var á snekkjunni og var ekki borða af „fræga fólkinu“ verður flutt til Gasa gegnum raunverulegar mannúðarleiðir,“ sagði í færslu ráðuneytisins á X. All the passengers of the ‘selfie yacht’ are safe and unharmed. They were provided with sandwiches and water. The show is over. pic.twitter.com/tLZZYcspJO— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Í annarri færslu sagði að allir farþegar skútunnar væru óskaddaðir, þeir hefðu fengið samlokur og vatn. „Greta Thunberg er þessa stundina á leið til Ísraels, örugg og í góðu skapi,“ sagði í annarri færslu. Greta Thunberg is currently on her way to Israel, safe and in good spirits. pic.twitter.com/pjWSr0lOsE— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Svíþjóð Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira