Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2025 08:58 Lauren Tomasi var í beinni útsendingu að segja frá mótmælunum í Los Angeles þegar lögregluþjónn skaut hana. Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. Mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt handtökum ICE á innflytjendum án dóms og laga. Mótmælin stigmögnuðust í gær þegar Trump kallaði út tvö þúsund þjóðvarðaliða, gegn óskum ríkisstjórans Gavins Newsom, undir því yfirskini að hætta væri á uppreisn. Kveikt var í bílum í nótt og beitti lögreglan bæði táragasi og gúmmíkúlum til að reyna að berja niður mótmælin. Þá hafa á sjötta tug mótmælenda verið handteknir á síðustu tveimur dögum. Fréttakonan Lauren Tomasi frá ástralska fréttamiðlunum 9News var á vettvangi fyrir utan varðhaldsstöð ICE til að fjalla um mótmælin. „Eftir margra klukkutíma pattstöðu hefur ástandið versnað til muna, LAPD ræðst til atlögu á hestbaki og skýtur gúmmíkúlum á mótmælendur til að koma þeim gegnum hjarta LA,“ sagði Tomasi í útsendingunni. Á næsta augnabliki eftir það var Tomasi skotin með gúmmíkúlu. Í myndefni sem 9News hafa birt á samfélagsmiðlum má sjá lögregluþjón miða í átt að fréttakonunni og skjóta á hana. Gúmmíkúlan virðist hæfa fréttakonuna í kálfann, sem æpir af sársauka og tekur um kálfann. U.S. Correspondent Lauren Tomasi has been caught in the crossfire as the LAPD fired rubber bullets at protesters in the heart of Los Angeles. #9NewsLATEST: https://t.co/l5w7JxixxB pic.twitter.com/nvQ7m9TGLj— 9News Australia (@9NewsAUS) June 9, 2025 Síðan heyrist í sjónarvotti segja: „Þú fokking skaust fréttakonuna!“ Einnig má heyra annan sjónarvott spyrja fréttakonuna hvort það sé í lagi með hana og Tomasi svara játandi. „Lauren Tomasi var skotin með gúmmíkúlu. Lauren og myndatökumaður hennar eru örugg og munu halda áfram þeirra ómissandi vinnu að fjalla um þessa atburði,“ sagði í tilkynningu frá 9News. „Þetta atvik þjónar sem bláköld áminning um þær hættur sem blaðamenn þola þegar þeir segja frá á framlínu mótmæla, sem undirstrikar mikilvægi hlutverks þeirra í veita lífsnauðsynlegar upplýsingar,“ sagði í sömu tilkynningu. Lögreglan í Los Angeles lýsti því yfir að mótmælin væru „ólögleg samkoma“ og ráðlagði fjölmiðlafólki „að halda öruggri fjarlægð“. Nánar má lesa um málið í umfjöllun Guardian og 9News. Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt handtökum ICE á innflytjendum án dóms og laga. Mótmælin stigmögnuðust í gær þegar Trump kallaði út tvö þúsund þjóðvarðaliða, gegn óskum ríkisstjórans Gavins Newsom, undir því yfirskini að hætta væri á uppreisn. Kveikt var í bílum í nótt og beitti lögreglan bæði táragasi og gúmmíkúlum til að reyna að berja niður mótmælin. Þá hafa á sjötta tug mótmælenda verið handteknir á síðustu tveimur dögum. Fréttakonan Lauren Tomasi frá ástralska fréttamiðlunum 9News var á vettvangi fyrir utan varðhaldsstöð ICE til að fjalla um mótmælin. „Eftir margra klukkutíma pattstöðu hefur ástandið versnað til muna, LAPD ræðst til atlögu á hestbaki og skýtur gúmmíkúlum á mótmælendur til að koma þeim gegnum hjarta LA,“ sagði Tomasi í útsendingunni. Á næsta augnabliki eftir það var Tomasi skotin með gúmmíkúlu. Í myndefni sem 9News hafa birt á samfélagsmiðlum má sjá lögregluþjón miða í átt að fréttakonunni og skjóta á hana. Gúmmíkúlan virðist hæfa fréttakonuna í kálfann, sem æpir af sársauka og tekur um kálfann. U.S. Correspondent Lauren Tomasi has been caught in the crossfire as the LAPD fired rubber bullets at protesters in the heart of Los Angeles. #9NewsLATEST: https://t.co/l5w7JxixxB pic.twitter.com/nvQ7m9TGLj— 9News Australia (@9NewsAUS) June 9, 2025 Síðan heyrist í sjónarvotti segja: „Þú fokking skaust fréttakonuna!“ Einnig má heyra annan sjónarvott spyrja fréttakonuna hvort það sé í lagi með hana og Tomasi svara játandi. „Lauren Tomasi var skotin með gúmmíkúlu. Lauren og myndatökumaður hennar eru örugg og munu halda áfram þeirra ómissandi vinnu að fjalla um þessa atburði,“ sagði í tilkynningu frá 9News. „Þetta atvik þjónar sem bláköld áminning um þær hættur sem blaðamenn þola þegar þeir segja frá á framlínu mótmæla, sem undirstrikar mikilvægi hlutverks þeirra í veita lífsnauðsynlegar upplýsingar,“ sagði í sömu tilkynningu. Lögreglan í Los Angeles lýsti því yfir að mótmælin væru „ólögleg samkoma“ og ráðlagði fjölmiðlafólki „að halda öruggri fjarlægð“. Nánar má lesa um málið í umfjöllun Guardian og 9News.
Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira