Greta Thunberg á leið heim til Svíþjóðar Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2025 07:09 Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar sigldu seglskútunni Madleen frá Sikiley fyrsta dag júnímánaðar. Fyrirhugað var að koma hjálpargögnum til Gasa. AP Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg er á leiðinni heim til Svíþjóðar eftir að Ísraelsher stöðvaði skútuna Madleen og aðgerðasinnana um borð sem hugðust flytja hjálpargögn til Gasa. Sænska fréttaveitan TT greinir frá þessu. „Ég geri meira gagn utan Ísraels en ef ég myndi neyðast til að vera hér í einhverjar vikur. Ef við myndum kjósa að vera hér í óþökk ísraelska yfirvalda í einhverjar vikur þá mun það skaða málstað okkar,“ er haft eftir Thunberg með milligöngu lögfræðinga. Ísraelska utanríkisráðuneytið greinir frá því að Thunberg og hinum aðgerðasinnunum hafi þar verið boðið að vera dregin fyrir ísraelskan dómstól eða þá vera yfirgefa landið sjálfviljug. Greta Thunberg just departed Israel on a flight to Sweden (via France). pic.twitter.com/kWrI9KVoqX— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 10, 2025 Moatasem Zedan, talsmaður mannréttindasamtakanna Adalah hafði skömmu áður sagt að Thunberg væri á leiðinni til Svíþjóðar. Thunberg og hinir aðgerðasinnarnir um borð í seglskútunni voru handtekin þegar hermenn Ísraelshers fóru um borð á alþjóðlegu hafsvæði þegar skútunni var heitið til Gasa. Skútunni var þá siglt til ísraelsku hafnarborgarinnar Ashdod og voru aðgerðasinnarnir svo flutt í fangelsi nærri alþjóðaflugvellinum í Tel Avív í gær. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Svíþjóð Tengdar fréttir Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. 9. júní 2025 07:55 Telja Ísraelsher hafa umkringt bát Thunberg Tólf aðgerðarsinnar, þar á meðal loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg, ætla sér að sigla til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur og á sama tíma mótmæla hernámi Ísraels á svæðinu. Þau nálgast ströndina óðfluga en hermenn Ísraelshers hafa flogið drónum yfir bátinn. Hermenn hersins nálgast bátinn. 8. júní 2025 23:31 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Sjá meira
Sænska fréttaveitan TT greinir frá þessu. „Ég geri meira gagn utan Ísraels en ef ég myndi neyðast til að vera hér í einhverjar vikur. Ef við myndum kjósa að vera hér í óþökk ísraelska yfirvalda í einhverjar vikur þá mun það skaða málstað okkar,“ er haft eftir Thunberg með milligöngu lögfræðinga. Ísraelska utanríkisráðuneytið greinir frá því að Thunberg og hinum aðgerðasinnunum hafi þar verið boðið að vera dregin fyrir ísraelskan dómstól eða þá vera yfirgefa landið sjálfviljug. Greta Thunberg just departed Israel on a flight to Sweden (via France). pic.twitter.com/kWrI9KVoqX— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 10, 2025 Moatasem Zedan, talsmaður mannréttindasamtakanna Adalah hafði skömmu áður sagt að Thunberg væri á leiðinni til Svíþjóðar. Thunberg og hinir aðgerðasinnarnir um borð í seglskútunni voru handtekin þegar hermenn Ísraelshers fóru um borð á alþjóðlegu hafsvæði þegar skútunni var heitið til Gasa. Skútunni var þá siglt til ísraelsku hafnarborgarinnar Ashdod og voru aðgerðasinnarnir svo flutt í fangelsi nærri alþjóðaflugvellinum í Tel Avív í gær.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Svíþjóð Tengdar fréttir Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. 9. júní 2025 07:55 Telja Ísraelsher hafa umkringt bát Thunberg Tólf aðgerðarsinnar, þar á meðal loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg, ætla sér að sigla til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur og á sama tíma mótmæla hernámi Ísraels á svæðinu. Þau nálgast ströndina óðfluga en hermenn Ísraelshers hafa flogið drónum yfir bátinn. Hermenn hersins nálgast bátinn. 8. júní 2025 23:31 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Sjá meira
Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. 9. júní 2025 07:55
Telja Ísraelsher hafa umkringt bát Thunberg Tólf aðgerðarsinnar, þar á meðal loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg, ætla sér að sigla til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur og á sama tíma mótmæla hernámi Ísraels á svæðinu. Þau nálgast ströndina óðfluga en hermenn Ísraelshers hafa flogið drónum yfir bátinn. Hermenn hersins nálgast bátinn. 8. júní 2025 23:31