VG skoðar samstarf við aðra flokka fyrir kosningar næsta vor Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júní 2025 13:48 Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún segir flokkinn skoða mögulegt samstarf við aðra flokka í aðdraganda kosninga næsta vor. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir víða um land rætt um mögulegt samstarf í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sem fara fram næsta vor. Hún vill ekki segja til um hvaða flokka sé að ræða en nefnir í þessu samhengi Kópavog, Árborg og Ísafjörð. „Það eru samtöl í gangi,“ segir Svandís. Alls eru starfandi um allt land sextán sveitarstjórnarfulltrúar á vegum VG. Það er á Akureyri, Skagafirði, Múlaþingi, Borgarbyggð, Norðurþingi, Garðabæ, Reykjavík og Ísafjarðarbæ. Aðeins í Reykjavík er flokkurinn í meirihlutasamstarfi. Svandís segir það ekki nýtt að VG skoði að bjóða fram með öðrum. Til dæmis hafi VG boðið fram með óháðum í Skagafirði, sem hluti af Í-Listanum á Ísafirði og á félagshyggjulista í Vestmannaeyjum. „Það er mikilvægt á þessum tímapunkti að hafa augun opin fyrir margs konar möguleikum til samstarfs og að horfa á stöðuna frekar sem tækifæri til opnunar og samvinnu heldur en lokunar eða einangrunar,“ segir Svandís Hún fjallaði um sama mál í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar fór hún yfir undirbúning flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar og almennt í flokknum. Vinstri græn hlutu 2,3 prósent atkvæða í þingkosningum síðasta haust og duttu því út af þingi. Það gerðu líka Píratar með aðeins þrjú prósent atkvæða. Sósíalistaflokkurinn var sá flokkur á vinstri væng sem var næstur því að ná inn á þing með fjögur prósent atkvæða. „Víða er nú þegar rætt um mögulegt samstarf við önnur stjórnmálasamtök til að tryggja sterk og samstillt framboð til sveitarstjórna í næstu kosningum. Þetta samstarf og samstaða eru lykillinn að árangri og áhrifum á næsta kjörtímabili,“ segir Svandís í færslunni. Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyri Múlaþing Borgarbyggð Reykjavík Borgarstjórn Norðurþing Skagafjörður Garðabær Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
„Það eru samtöl í gangi,“ segir Svandís. Alls eru starfandi um allt land sextán sveitarstjórnarfulltrúar á vegum VG. Það er á Akureyri, Skagafirði, Múlaþingi, Borgarbyggð, Norðurþingi, Garðabæ, Reykjavík og Ísafjarðarbæ. Aðeins í Reykjavík er flokkurinn í meirihlutasamstarfi. Svandís segir það ekki nýtt að VG skoði að bjóða fram með öðrum. Til dæmis hafi VG boðið fram með óháðum í Skagafirði, sem hluti af Í-Listanum á Ísafirði og á félagshyggjulista í Vestmannaeyjum. „Það er mikilvægt á þessum tímapunkti að hafa augun opin fyrir margs konar möguleikum til samstarfs og að horfa á stöðuna frekar sem tækifæri til opnunar og samvinnu heldur en lokunar eða einangrunar,“ segir Svandís Hún fjallaði um sama mál í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar fór hún yfir undirbúning flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar og almennt í flokknum. Vinstri græn hlutu 2,3 prósent atkvæða í þingkosningum síðasta haust og duttu því út af þingi. Það gerðu líka Píratar með aðeins þrjú prósent atkvæða. Sósíalistaflokkurinn var sá flokkur á vinstri væng sem var næstur því að ná inn á þing með fjögur prósent atkvæða. „Víða er nú þegar rætt um mögulegt samstarf við önnur stjórnmálasamtök til að tryggja sterk og samstillt framboð til sveitarstjórna í næstu kosningum. Þetta samstarf og samstaða eru lykillinn að árangri og áhrifum á næsta kjörtímabili,“ segir Svandís í færslunni.
Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyri Múlaþing Borgarbyggð Reykjavík Borgarstjórn Norðurþing Skagafjörður Garðabær Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira