Fótboltagláp, ráfandi djammarar og nú fljúgandi nefhjól Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júní 2025 13:37 Íbúasamtökin Hljóðmörk sem berjast gegn óþarfa flugumferð segja um enn eitt dæmið að ræða þar sem öryggi fólks sé ógnað. Vísir/Vilhelm Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna nefhjóls lítillar flugvélar sem féll á Austurvöll í gær er á frumstigi. Íbúasamtökin Hljóðmörk segja um að ræða enn eitt dæmið þar sem öryggi fólks er ógnað í grennd við flugvöllinn. Eigendur flugvélarinnar harma atvikið. Mildi þykir að engan hafi sakað þegar nefhljól lítillar kennsluflugvélar féll af í aðflugi vélarinnar að Reykjavíkurflugvelli í gær, og féll niður á Austurvöll, nokkrum metrum framan við Alþingishúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er unnið að því að safna gögnum, en vélin og hjólið eru í vörslu nefndarinnar. Flugsérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja málið með miklum ólíkindum, atvik af þessum toga séu afar fágæt svo vægt sé til orða tekið, og eigi varla að geta gerst. Kennsluflugvél Geirfugls Flugvélin er kennsluvél á vegum flugfélagsins Geirfugls. Í tilkynningu frá félaginu segir að lendingin á tveimur hjólum hafi gengið mjög vel og litlar skemmdir orðið á vélinni. „Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið ætli ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf. Atvikið hefur orðið kveikja mikillar umræðu á samfélagsmiðlum um öryggismál og staðsetningu flugvallarins miðsvæðis í Reykjavík. Meðal þeirra sem hafa hvatt sér hljóðs eru íbúasamtökin Hljóðmörk sem hafa barist gegn því sem samtökin kalla óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Daði Rafnson er í hópi fulltrúa samtakanna sem sendu frá sér grein um málið sem birtist á Vísi í morgun. Enski boltinn og fullir djammarar „Því miður kemur þetta ekkert á óvart, því að við höfum reynt að ná fundum með ráðuneytinu, samgönguráðuneytinu, til þess að benda á áhyggjur okkar af öryggismálum tengdum flugvellinum.“ Þetta sé ekki eina atvikið sem komið hafi upp. „Bara á undanförnum árum hefur legið við slysum út af því að flugumferðarstjórar eru að horfa á enska boltann, djammarar labba inn á völlinn og þurfa að vera stöðvaðir þar. Svo hafa verið ýmis atvik þar sem hurð hefur skollið nærri hælum,“ segir Daði. Flugumferðin sé af öllum mögulegum toga og mjög mikil. Til að mynda kennsluvélar, rellur og þyrlur. „Þetta eru kannski óöruggustu loftförin.“ Þessum loftförum sé flogið yfir fjölmennustu svæði landsins og mikilvægar stjórnsýslubyggingar. „Það er bara það sem við viljum sjá gert, að það verði aðgerðir núna, ekki bara talað og málin tafin.“ Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Mildi þykir að engan hafi sakað þegar nefhljól lítillar kennsluflugvélar féll af í aðflugi vélarinnar að Reykjavíkurflugvelli í gær, og féll niður á Austurvöll, nokkrum metrum framan við Alþingishúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa er unnið að því að safna gögnum, en vélin og hjólið eru í vörslu nefndarinnar. Flugsérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja málið með miklum ólíkindum, atvik af þessum toga séu afar fágæt svo vægt sé til orða tekið, og eigi varla að geta gerst. Kennsluflugvél Geirfugls Flugvélin er kennsluvél á vegum flugfélagsins Geirfugls. Í tilkynningu frá félaginu segir að lendingin á tveimur hjólum hafi gengið mjög vel og litlar skemmdir orðið á vélinni. „Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið ætli ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf. Atvikið hefur orðið kveikja mikillar umræðu á samfélagsmiðlum um öryggismál og staðsetningu flugvallarins miðsvæðis í Reykjavík. Meðal þeirra sem hafa hvatt sér hljóðs eru íbúasamtökin Hljóðmörk sem hafa barist gegn því sem samtökin kalla óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Daði Rafnson er í hópi fulltrúa samtakanna sem sendu frá sér grein um málið sem birtist á Vísi í morgun. Enski boltinn og fullir djammarar „Því miður kemur þetta ekkert á óvart, því að við höfum reynt að ná fundum með ráðuneytinu, samgönguráðuneytinu, til þess að benda á áhyggjur okkar af öryggismálum tengdum flugvellinum.“ Þetta sé ekki eina atvikið sem komið hafi upp. „Bara á undanförnum árum hefur legið við slysum út af því að flugumferðarstjórar eru að horfa á enska boltann, djammarar labba inn á völlinn og þurfa að vera stöðvaðir þar. Svo hafa verið ýmis atvik þar sem hurð hefur skollið nærri hælum,“ segir Daði. Flugumferðin sé af öllum mögulegum toga og mjög mikil. Til að mynda kennsluvélar, rellur og þyrlur. „Þetta eru kannski óöruggustu loftförin.“ Þessum loftförum sé flogið yfir fjölmennustu svæði landsins og mikilvægar stjórnsýslubyggingar. „Það er bara það sem við viljum sjá gert, að það verði aðgerðir núna, ekki bara talað og málin tafin.“
Fréttatilkynning vegna flugatviks Atvik varð í gær (þriðjudaginn 10. júní 2025) í tengslum við kennsluflugvél félagsins TF-FGC þegar nefhjól vélarinnar losnaði af í aðflugi yfir miðbæ Reykjavíkur og fell til jarðar. Til allrar hamingju olli hjólið engum meiðslum eða tjóni á jörðu niðri þegar það féll til jarðar. Kennari og nemandi voru um borð í vélinni og lenti kennarinn vélinni á Reykjavíkurflugvelli eftir atvikið án nefhjóls og gekk sú lending mjög vel, engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á vélinni. Flugfélagið Geirfugl lítur atvikið alvarlegum augum enda er flugöryggi haft að leiðarljósi í allri starfsemi félagsins. Atvik sem þessi eru sem betur fer afar fátíð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn á málinu og mun félagið veita starfsmönnum nefndarinnar alla umbeðna aðstoð og upplýsingar í þeirri von að upplýsa megi hvað olli atvikinu. Stjórn og starfsmenn félagsins munu ekki tjá sig frekar um atvikið fyrr en rannsókn á því er lokið. Reykjavík, 11. júní 2025 Stjórn Flugfélagsins Geirfugls ehf.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira