Sterametið mölbrotið í Leifsstöð: Lögðu hald á um 9 lítra af sterum og 44 þúsund töflur Agnar Már Másson skrifar 11. júní 2025 17:18 Árið 2023 var lagt hald á ríflega 500 steratöflur við landamærin en árið 2024 nam fjöldinn tæplega 44 þúsundum. Getty/Stefania Pelfini Aldrei hafa fleiri steratöflur verið haldlagðar við landamærin á Keflavíkurflugvelli heldur en árið 2024, sem mölbrýtur fyrri met. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins hefur áhyggjur af því að fleiri sækist í vefaukandi stera og segir of frjálslega talað um steranotkun á samfélagsmiðlum. Samkvæmt gögnum frá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum var lagt hald á 43.898 töflur af vefaukandi sterum við Keflavíkurflugvöll árið 2024, sem er áttatíu og fimm sinnum meira en lagt var hald á árið áður (512 töflur). Fjöldin er 27 sinnum meiri en síðasta met, þegar 1.630 töflur voru haldlagðar árið 2020. Auk þess var lagt hald á 8.717 millilítra af sterum í vökvaformi við landamærin í fyrra, sem er þreföldun frá fyrra meti, 2.900 millilítra árið 2022 en þá tók lögreglan þátt í alþjóðlegu lögregluátaki gegn innflutningi ólöglegra efna. Aðeins einu sinni hefur verið lagt hald á steraduft, þegar lögregla lagði hald á 3,5 kíló af slíku árið 2021. Málum fækkar þó milli ára Málum fækkaði þó milli ára, úr tólf árið 2023 niður í níu árið 2024, en málum hefur fjölgað verulega síðan 2018, en þá voru ný lög sett um frammistöðubætandi lyf til að bregðast við auknum innflutningi og notkun efnanna og styrkja réttarheimildir lögreglu og annarra eftirlitsaðila. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins, segir að sterar séu afar algengir á Ísandi rétt eins og hvert annað fíkniefni. Í raun sé ekkert mál að panta stera í spjallhópum á netinu. „Það er mjög auðvelt að nálgast það þó við séum á eyju.“ Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins.Visir/Arnar Halldórsson Hann segir aftur á móti að þessi gögn komi á óvart. „En það er náttúrulega bara brotabrot sem er haldlagt,“ bætir hann við. Birgir segir þó að fleiri noti stera utan atvinnuíþrótta heldur en innan þeirra. Gætir bókstaflega orðið heimskari Kveðst Birgir hafa tekið eftir því að undanförnu að fólk, einkum ungir menn, tali fremur frjálslega um steranotkun bæði á samfélagsmiðlum og í raunheimum. Rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlaefni þar sem steranotkun er vegsömuð fái jafnvel að blómstra á miðlum eins og TikTok. „Fólk sem ætlar sér ekkert að nota svona efni sér það réttlætt bæði á samfélagsmiðlum og í gymminu hjá sér,“ segir Birgir. Nefnir hann í því samhengi hina ýmsu vaxtaræktaráhirfavalda sem gefi gjarnan skakka mynd af því hvernig menn eigi að líta. „Ég hef líka tekið eftir því persónulega,“ heldur hann áfram, „að það sé talað um notkun á sterum eins og það sé ekkert vandamál.“ En vandamálin er allmörg, þó aukaverkar séu ekki endilga útlitaðir á pakkningunum. Frjósemisvandamál, útbrot og sýkingar í húð, hærri blóðþrýstingur og lifravandamál eru að sögn Birgis algengar aukaverkanir, og jafnvel þynning heilabarkar, sem geti valdið vitsmunaskerðingu. Þannig að maður verður heimskari? „Já, beisikklí.“ Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Lögreglumál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum var lagt hald á 43.898 töflur af vefaukandi sterum við Keflavíkurflugvöll árið 2024, sem er áttatíu og fimm sinnum meira en lagt var hald á árið áður (512 töflur). Fjöldin er 27 sinnum meiri en síðasta met, þegar 1.630 töflur voru haldlagðar árið 2020. Auk þess var lagt hald á 8.717 millilítra af sterum í vökvaformi við landamærin í fyrra, sem er þreföldun frá fyrra meti, 2.900 millilítra árið 2022 en þá tók lögreglan þátt í alþjóðlegu lögregluátaki gegn innflutningi ólöglegra efna. Aðeins einu sinni hefur verið lagt hald á steraduft, þegar lögregla lagði hald á 3,5 kíló af slíku árið 2021. Málum fækkar þó milli ára Málum fækkaði þó milli ára, úr tólf árið 2023 niður í níu árið 2024, en málum hefur fjölgað verulega síðan 2018, en þá voru ný lög sett um frammistöðubætandi lyf til að bregðast við auknum innflutningi og notkun efnanna og styrkja réttarheimildir lögreglu og annarra eftirlitsaðila. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins, segir að sterar séu afar algengir á Ísandi rétt eins og hvert annað fíkniefni. Í raun sé ekkert mál að panta stera í spjallhópum á netinu. „Það er mjög auðvelt að nálgast það þó við séum á eyju.“ Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins.Visir/Arnar Halldórsson Hann segir aftur á móti að þessi gögn komi á óvart. „En það er náttúrulega bara brotabrot sem er haldlagt,“ bætir hann við. Birgir segir þó að fleiri noti stera utan atvinnuíþrótta heldur en innan þeirra. Gætir bókstaflega orðið heimskari Kveðst Birgir hafa tekið eftir því að undanförnu að fólk, einkum ungir menn, tali fremur frjálslega um steranotkun bæði á samfélagsmiðlum og í raunheimum. Rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlaefni þar sem steranotkun er vegsömuð fái jafnvel að blómstra á miðlum eins og TikTok. „Fólk sem ætlar sér ekkert að nota svona efni sér það réttlætt bæði á samfélagsmiðlum og í gymminu hjá sér,“ segir Birgir. Nefnir hann í því samhengi hina ýmsu vaxtaræktaráhirfavalda sem gefi gjarnan skakka mynd af því hvernig menn eigi að líta. „Ég hef líka tekið eftir því persónulega,“ heldur hann áfram, „að það sé talað um notkun á sterum eins og það sé ekkert vandamál.“ En vandamálin er allmörg, þó aukaverkar séu ekki endilga útlitaðir á pakkningunum. Frjósemisvandamál, útbrot og sýkingar í húð, hærri blóðþrýstingur og lifravandamál eru að sögn Birgis algengar aukaverkanir, og jafnvel þynning heilabarkar, sem geti valdið vitsmunaskerðingu. Þannig að maður verður heimskari? „Já, beisikklí.“
Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Lögreglumál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira