„Tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg“ Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 13:24 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er ein þeirra sem Þorsteinn Halldórsson þurfti að taka ákvörðun um að færi ekki á EM, eftir fjölmörg samtöl, en það var vegna meiðsla sem hún hefur verið að glíma við. vísir/Anton Þorsteinn Halldórsson segir það að sjálfsögðu hafa verið erfitt að þurfa að tilkynna sterkum landsliðskonum að þær væru ekki á leiðinni á EM í fótbolta í Sviss í sumar. Hann er hins vegar afar ánægður með þann 23 manna hóp sem hann hefur nú valið. „Valið var að sjálfsögðu erfitt, sem betur fer. Auðvitað vill maður hafa þetta þannig að það þurfi að hafa fyrir því að velja þennan hóp,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Það sem tók hann lengstan tíma var að taka endanlega ákvörðun varðandi sóknarmanninn Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur sem því miður mun missa af EM vegna meiðsla. „Í sjálfu sér var mesta vandamálið hjá okkur að fastamenn í hóp hjá okkur hafa verið að glíma við meiðsli. Ég þurfti að taka ákvörðun út frá því hvað ég teldi best,“ sagði Þorsteinn en litlu virðist hafa munað að Emilía kæmist á mótið. „Við þurftum að taka þá leiðinlegu ákvörðun að hún yrði ekki með.“ Betra að hringja en að leikmenn sjái þetta í fjölmiðlum Fleiri en Emilía fengu þó sérstakt símtal frá Þorsteini um að þær fengju ekki sæti í EM-hópnum. „Ég tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg. Mér finnst það eðlilegra. Gott að tilkynna leikmönnum þetta persónulega í stað þess að þær sjái þetta í fjölmiðlum,“ sagði Þorsteinn og kvaðst hafa tekið nokkur símtöl í morgun og eitt í gær. Enginn varalisti Öfugt við suma aðra landsliðsþjálfara ákvað Þorsteinn að gefa ekki út neinn sérstakan lista af „varamönnum“ sem yrðu til taks ef einhver forföll yrðu fram að móti eða á meðan á því stendur: „Það er enginn leikmaður sem ég tilkynnti að þyrfti að vera klár. Það er enginn standby-listi samkvæmt reglum mótsins. En ef þið skoðið leikmannahópinn þá er einn leikmaður sem hefur ekki spilað undanfarið, eins og Áslaug Munda, en nýjustu fréttir eru að hún verði klár þegar mótið hefst og ég tek ákvörðun út frá því.“ Skýrt markmið að komast upp úr riðlinum Þorsteinn átti mörg símtöl við Emilíu og sjúkraþjálfara hennar en að lokum var það þeirra mat að hún gæti ekki spilað á EM: „Mikið högg? Já klárlega. Hún hefur verið partur af þessu síðustu glugga, byrjað fullt af leikjum og staðið sig vel. Það er ástæða fyrir því að ég ákvað ekki fyrr en hálfellefu í morgun að hún yrði ekki með. Auðvitað þarf hún að vera heil og það var mat sérfræðinga að þetta gengi ekki.“ Íslenski hópurinn kemur saman í Serbíu í aðdraganda EM og mætir þar heimakonum föstudaginn 27. júní. Liðið mætir svo Finnlandi í fyrsta leik á EM, 2. júlí, því næst Sviss 6. júlí og svo Noregi 10. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit. „Við ætlum okkur upp úr þessum riðli. Það er grundvallarmarkmið fyrir þetta mót og til þess þurfum við að vinna leik,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Sjá meira
„Valið var að sjálfsögðu erfitt, sem betur fer. Auðvitað vill maður hafa þetta þannig að það þurfi að hafa fyrir því að velja þennan hóp,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Það sem tók hann lengstan tíma var að taka endanlega ákvörðun varðandi sóknarmanninn Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur sem því miður mun missa af EM vegna meiðsla. „Í sjálfu sér var mesta vandamálið hjá okkur að fastamenn í hóp hjá okkur hafa verið að glíma við meiðsli. Ég þurfti að taka ákvörðun út frá því hvað ég teldi best,“ sagði Þorsteinn en litlu virðist hafa munað að Emilía kæmist á mótið. „Við þurftum að taka þá leiðinlegu ákvörðun að hún yrði ekki með.“ Betra að hringja en að leikmenn sjái þetta í fjölmiðlum Fleiri en Emilía fengu þó sérstakt símtal frá Þorsteini um að þær fengju ekki sæti í EM-hópnum. „Ég tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg. Mér finnst það eðlilegra. Gott að tilkynna leikmönnum þetta persónulega í stað þess að þær sjái þetta í fjölmiðlum,“ sagði Þorsteinn og kvaðst hafa tekið nokkur símtöl í morgun og eitt í gær. Enginn varalisti Öfugt við suma aðra landsliðsþjálfara ákvað Þorsteinn að gefa ekki út neinn sérstakan lista af „varamönnum“ sem yrðu til taks ef einhver forföll yrðu fram að móti eða á meðan á því stendur: „Það er enginn leikmaður sem ég tilkynnti að þyrfti að vera klár. Það er enginn standby-listi samkvæmt reglum mótsins. En ef þið skoðið leikmannahópinn þá er einn leikmaður sem hefur ekki spilað undanfarið, eins og Áslaug Munda, en nýjustu fréttir eru að hún verði klár þegar mótið hefst og ég tek ákvörðun út frá því.“ Skýrt markmið að komast upp úr riðlinum Þorsteinn átti mörg símtöl við Emilíu og sjúkraþjálfara hennar en að lokum var það þeirra mat að hún gæti ekki spilað á EM: „Mikið högg? Já klárlega. Hún hefur verið partur af þessu síðustu glugga, byrjað fullt af leikjum og staðið sig vel. Það er ástæða fyrir því að ég ákvað ekki fyrr en hálfellefu í morgun að hún yrði ekki með. Auðvitað þarf hún að vera heil og það var mat sérfræðinga að þetta gengi ekki.“ Íslenski hópurinn kemur saman í Serbíu í aðdraganda EM og mætir þar heimakonum föstudaginn 27. júní. Liðið mætir svo Finnlandi í fyrsta leik á EM, 2. júlí, því næst Sviss 6. júlí og svo Noregi 10. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit. „Við ætlum okkur upp úr þessum riðli. Það er grundvallarmarkmið fyrir þetta mót og til þess þurfum við að vinna leik,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Sjá meira