Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 15. júní 2025 23:03 Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins og Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Sýn Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi. Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag. Þingfundinum var frestað á sjöunda tímanum í kvöld. Þingfundir á sunnudegi eru afar fátíðir, en fundurinn í dag var sá þriðji á þessari öld. Á dagskrá var frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 en hún var í raun lítið rædd, mestallur tíminn fór í að ræða fundarstjórn forseta, og var hún rædd í marga klukkutíma. Þar fordæmdi minnihlutinn að þing hafi verið kallað saman á sunnudegi á meðan meirihlutinn sakaði minnihlutann um málþóf varðandi bókun 35. Í klippunni hér að neðan má heyra brot úr nokkrum ræðum: Verið að semja um stór mál Fundur á sunnudegi hvers vegna var þessi fundur mikilvægur á þessum degi? „Já ég held það sé nú kannski mikilvægt að hafa í huga að við erum búin að vera hérna með stutt þing síðastliðna mánuði frá því ný ríkisstjórn tók við, og mörg stór og góð mál hafa farið í gegnum þingið,“ segir Guðmundur Ari. Nú standi lokafasi þingsins yfir og verið sé að semja um stór mál. „Þá er bara mikilvægt að funda vel ef það er umræðuþörf.“ Þingflokksformenn hafi fundað í dag og samtalið færist alltaf nær og nær samkomulagi hvað þinglok varðar. Málið geti alveg beðið Bergþór Ólason segir að eðlilega hafi minnihlutinn gert athugasemd við að þingfundur hefði verið haldinn á sunnudegi, enda sé ekkert neyðarástand uppi. „Þetta mál hefur beðið í rúma þrjá áratugi og það getur alveg beðið aðeins áfram.“ Þá séu samtöl í gangi við aðra þingflokksformenn sem vonandi miði að því jafnt og þétt að þinglok geti náðst með forsvaranlegum hætti. Bókun 35 Alþingi Samfylkingin EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira
Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag. Þingfundinum var frestað á sjöunda tímanum í kvöld. Þingfundir á sunnudegi eru afar fátíðir, en fundurinn í dag var sá þriðji á þessari öld. Á dagskrá var frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 en hún var í raun lítið rædd, mestallur tíminn fór í að ræða fundarstjórn forseta, og var hún rædd í marga klukkutíma. Þar fordæmdi minnihlutinn að þing hafi verið kallað saman á sunnudegi á meðan meirihlutinn sakaði minnihlutann um málþóf varðandi bókun 35. Í klippunni hér að neðan má heyra brot úr nokkrum ræðum: Verið að semja um stór mál Fundur á sunnudegi hvers vegna var þessi fundur mikilvægur á þessum degi? „Já ég held það sé nú kannski mikilvægt að hafa í huga að við erum búin að vera hérna með stutt þing síðastliðna mánuði frá því ný ríkisstjórn tók við, og mörg stór og góð mál hafa farið í gegnum þingið,“ segir Guðmundur Ari. Nú standi lokafasi þingsins yfir og verið sé að semja um stór mál. „Þá er bara mikilvægt að funda vel ef það er umræðuþörf.“ Þingflokksformenn hafi fundað í dag og samtalið færist alltaf nær og nær samkomulagi hvað þinglok varðar. Málið geti alveg beðið Bergþór Ólason segir að eðlilega hafi minnihlutinn gert athugasemd við að þingfundur hefði verið haldinn á sunnudegi, enda sé ekkert neyðarástand uppi. „Þetta mál hefur beðið í rúma þrjá áratugi og það getur alveg beðið aðeins áfram.“ Þá séu samtöl í gangi við aðra þingflokksformenn sem vonandi miði að því jafnt og þétt að þinglok geti náðst með forsvaranlegum hætti.
Bókun 35 Alþingi Samfylkingin EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira