Verða boðaðar kjarabætur örorkulífeyristaka að veruleika eða ekki? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 16. júní 2025 16:31 Hinn 1. september nk. tekur gildi breytt örorkulífeyriskerfi sem ætlað er að færa flestum örorkulífeyristökum á Íslandi bætt kjör. Hjá stórum hópi lífeyristaka mun þó ekki verða nein kjarabót þar sem nauðsynlegar breytingar á greiðslum örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hafa ekki verið gerðar. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar sem eiga bæði rétt á örorkulífeyri frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. Vegna þess sem kallað hefur verið „víxlverkun“ á milli þessara tveggja kerfa munu greiðslur frá lífeyrissjóðum í fjölmörgum tilvikum lækka um jafnháa upphæð og örorkulífeyrir almannatrygginga hækkar 1. september nk. Hið sama mun eiga sér stað til framtíðar þegar greiðslur úr öðru hvoru kerfinu hækka vegna vísitölutenginga þar sem greiðslur úr hinu kerfinu lækka á móti. Frá því árið 2011 hefur verið komið í veg fyrir þessar lækkanir á víxl með bráðabirgðaákvæðum í lögum en þau ákvæði munu óhjákvæmilega falla úr gildi 1. september nk. Á Alþingi liggur fyrir frumvarp sem miðar að því að koma í veg fyrir að víxlverkunin fari aftur af stað. Í frumvarpinu segir „að kveðið verði á um að lífeyrissjóðum verði við útreikning á tekjuskerðingu sjóðfélaga, sem öðlast hefur rétt til örorkulífeyris, óheimilt að láta greiðslur almannatrygginga vegna örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur og tengdar greiðslur, samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, lækka lífeyri sjóðfélaga við útreikning á tekjum sjóðfélaga vegna orkutaps.“ ÖBÍ réttindasamtök fagna því að frumvarp um þetta efni sé komið fram og sömuleiðis því að unnið sé að því að leysa vandann. Samkvæmt greinargerð með því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram um lausn á víxlverkuninni er áætlað að heildargreiðslur lífeyrissjóða til örorkulífeyristaka muni lækka verulega eða um 4 milljarða á ársgrundvelli ef ekki verður brugðist við til að koma í veg fyrir víxlverkunina. Sem fyrr segir er fyrirséð að margir munu ekki fá þær hækkanir sem hafa verið boðaðar og samkvæmt frumvarpinu kunna heildargreiðslur til sumra jafnvel lækka þegar hið breytta kerfi tekur gildi. Auk þess að skerða kjör örorkulífeyristaka veldur víxlverkun verulegri röskun á fjármálum þeirra sem óboðlegt er að þau búi lengur við. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þær kjarabætur sem unnið hefur verið að í þágu örorkulífeyristaka, sem alla jafna er tekjulægsti hópur samfélagsins, verði að engu. Þá er löngu orðið tímabært að finna viðeigandi lausn á víxlverkuninni til framtíðar til að koma í veg fyrir áframhaldandi kjararýrnun og röskun á högum örorkulífeyristaka. Fram til þessa hafa lífeyristakar hvað eftir annað verið sviknir um kjarabætur þeim til handa. Í umsögn sinni um málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa Landssamtök eldri borgara lagt áherslu á að ekki megi etja saman öryrkjum og eldri borgurum. Undir það tekur ÖBÍ heilshugar. ÖBÍ ákallar ríkið og lífeyrissjóðina að axla ábyrgð sína gagnvart lífeyristökum og tryggja lausn á þessu máli hið fyrsta. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hinn 1. september nk. tekur gildi breytt örorkulífeyriskerfi sem ætlað er að færa flestum örorkulífeyristökum á Íslandi bætt kjör. Hjá stórum hópi lífeyristaka mun þó ekki verða nein kjarabót þar sem nauðsynlegar breytingar á greiðslum örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hafa ekki verið gerðar. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar sem eiga bæði rétt á örorkulífeyri frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. Vegna þess sem kallað hefur verið „víxlverkun“ á milli þessara tveggja kerfa munu greiðslur frá lífeyrissjóðum í fjölmörgum tilvikum lækka um jafnháa upphæð og örorkulífeyrir almannatrygginga hækkar 1. september nk. Hið sama mun eiga sér stað til framtíðar þegar greiðslur úr öðru hvoru kerfinu hækka vegna vísitölutenginga þar sem greiðslur úr hinu kerfinu lækka á móti. Frá því árið 2011 hefur verið komið í veg fyrir þessar lækkanir á víxl með bráðabirgðaákvæðum í lögum en þau ákvæði munu óhjákvæmilega falla úr gildi 1. september nk. Á Alþingi liggur fyrir frumvarp sem miðar að því að koma í veg fyrir að víxlverkunin fari aftur af stað. Í frumvarpinu segir „að kveðið verði á um að lífeyrissjóðum verði við útreikning á tekjuskerðingu sjóðfélaga, sem öðlast hefur rétt til örorkulífeyris, óheimilt að láta greiðslur almannatrygginga vegna örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur og tengdar greiðslur, samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, lækka lífeyri sjóðfélaga við útreikning á tekjum sjóðfélaga vegna orkutaps.“ ÖBÍ réttindasamtök fagna því að frumvarp um þetta efni sé komið fram og sömuleiðis því að unnið sé að því að leysa vandann. Samkvæmt greinargerð með því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram um lausn á víxlverkuninni er áætlað að heildargreiðslur lífeyrissjóða til örorkulífeyristaka muni lækka verulega eða um 4 milljarða á ársgrundvelli ef ekki verður brugðist við til að koma í veg fyrir víxlverkunina. Sem fyrr segir er fyrirséð að margir munu ekki fá þær hækkanir sem hafa verið boðaðar og samkvæmt frumvarpinu kunna heildargreiðslur til sumra jafnvel lækka þegar hið breytta kerfi tekur gildi. Auk þess að skerða kjör örorkulífeyristaka veldur víxlverkun verulegri röskun á fjármálum þeirra sem óboðlegt er að þau búi lengur við. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þær kjarabætur sem unnið hefur verið að í þágu örorkulífeyristaka, sem alla jafna er tekjulægsti hópur samfélagsins, verði að engu. Þá er löngu orðið tímabært að finna viðeigandi lausn á víxlverkuninni til framtíðar til að koma í veg fyrir áframhaldandi kjararýrnun og röskun á högum örorkulífeyristaka. Fram til þessa hafa lífeyristakar hvað eftir annað verið sviknir um kjarabætur þeim til handa. Í umsögn sinni um málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa Landssamtök eldri borgara lagt áherslu á að ekki megi etja saman öryrkjum og eldri borgurum. Undir það tekur ÖBÍ heilshugar. ÖBÍ ákallar ríkið og lífeyrissjóðina að axla ábyrgð sína gagnvart lífeyristökum og tryggja lausn á þessu máli hið fyrsta. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar