Læknir játar að hafa gefið Perry ketamín Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2025 08:42 Perry glímdi við fíkn í marga áratugi en var sagður á góðu róli þegar hann lést. Getty/Phillip Faraone Læknir sem var ákærður fyrir að hafa útvegað leikaranum Metthew Perry ketamín í sama mánuði og hann lést ætlar að játa sök í málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ríkissaksóknarar í Bandaríkjunum sendu frá sér í gær og Guardian hefur eftir. Læknirinn Salvador Plasencia sé ákærður í fjórum ákæruliðum og muni játa sök í þeim öllum á næstu vikum. Hann á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm. Auk Plasencia hafa fjórir verið ákærðir fyrir að hafa átt aðkomu að andláti Perry, þar á meðal læknirinn Mark Chavez. Hann rak læknastöð þar sem hann hafði milligöngu um sölu á ketamíni til Plasencia sem afhenti leikaranum lyfið. Chavez hefur þegar játað sök í málinu. Aðstoðarmaður Perry kom að honum látnum í nuddpotti á heimili hans í október 2023. Við krufningu fannst mikið magn ketamíns í blóði Perry, sem var talið að hefði dregið hann til dauða. Skömmu fyrir andlátið er Perry sagður hafa sóst í meira ketamín en læknirinn hans vildi útvega honum. Þá hafi hann haft upp á Plasencia, sem bað Chavez um að útvega sér lyfið. „Hvað ætli þessi hálfviti sé tilbúinn að borga,“ á Plasencia að hafa sent á Chavez í smáskilaboðum á þeim tíma samkvæmt dómskjölum. Sama dag eru þeir sagðir hafa hist og Chavez afhent Plasencia að minnsta kosti fjórar lyfjaflöskur af ketamíni. Þá er Plasencia sagður hafa rukkað Perry 4,500 Bandaríkjadali fyrir efnin, sem samsvara hátt í 600 þúsund krónum. Andlát Matthew Perry Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Fíkn Tengdar fréttir Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07 Kanna hvar Perry fékk ketamínið Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans. 21. maí 2024 21:42 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem ríkissaksóknarar í Bandaríkjunum sendu frá sér í gær og Guardian hefur eftir. Læknirinn Salvador Plasencia sé ákærður í fjórum ákæruliðum og muni játa sök í þeim öllum á næstu vikum. Hann á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm. Auk Plasencia hafa fjórir verið ákærðir fyrir að hafa átt aðkomu að andláti Perry, þar á meðal læknirinn Mark Chavez. Hann rak læknastöð þar sem hann hafði milligöngu um sölu á ketamíni til Plasencia sem afhenti leikaranum lyfið. Chavez hefur þegar játað sök í málinu. Aðstoðarmaður Perry kom að honum látnum í nuddpotti á heimili hans í október 2023. Við krufningu fannst mikið magn ketamíns í blóði Perry, sem var talið að hefði dregið hann til dauða. Skömmu fyrir andlátið er Perry sagður hafa sóst í meira ketamín en læknirinn hans vildi útvega honum. Þá hafi hann haft upp á Plasencia, sem bað Chavez um að útvega sér lyfið. „Hvað ætli þessi hálfviti sé tilbúinn að borga,“ á Plasencia að hafa sent á Chavez í smáskilaboðum á þeim tíma samkvæmt dómskjölum. Sama dag eru þeir sagðir hafa hist og Chavez afhent Plasencia að minnsta kosti fjórar lyfjaflöskur af ketamíni. Þá er Plasencia sagður hafa rukkað Perry 4,500 Bandaríkjadali fyrir efnin, sem samsvara hátt í 600 þúsund krónum.
Andlát Matthew Perry Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Fíkn Tengdar fréttir Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07 Kanna hvar Perry fékk ketamínið Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans. 21. maí 2024 21:42 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07
Kanna hvar Perry fékk ketamínið Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans. 21. maí 2024 21:42