Sjófólksdagurinn Sighvatur Björgvinsson skrifar 18. júní 2025 13:00 Mér er enn minnisstætt þegar málfarsráðunautur ríkiútvarpsins lét hætta að greina frá því, hver hefði verið tilnefndur maður ársins. Þess í stað varð til hjá RUV manneskja ársins. Ástæða: Kona getur ekki verið verið maður – því orðið maður er karlkyns. Sé kona kjörin til að njóta þeirrar virðingar, sem táknuð var með heitinu maður ársins skal sú virðigarstaða heita manneskja ársins. Það hæfir konu og skal því svo vera. Feðravaldið burt! …og að lokum þingnár. Eins er að mestu hætt að kalla konu, sem situr á Alþingi Íslendinga, þingmann. Feðraveldið verður þar að víkja. Slíka konu ber að nefna þingkonu. En nú stendur svo á að kynin á Íslandi teljast vera fleiri en bara karl og kona. Tillit til þess verður talsmátinn að taka. Sjálfsagt kemur að því að hvorki þingmaður né þingkona geta talist réttnefni. Þá verður væntanlega til þingkvár. Og þingtrans! Jafnvel nær málvöndunn svo langt að líka verður hægt að brúka heitið þingnár. Þ.e.a.s.þegar viðkomandi þingmaður, þingkona, þingkvár eða þingtrans hafa lokið sinni hérvist. Nýtt heiti – sami dagur. Hví kemur mér þetta í hug. Nýliðinn er sá dagur, sem á góðri íslensku hefur borið heitið sjómannadagur. Hann er sunginn, kveðinn, kyrjaður – margauglýstur í RÚV auðkenndur af sömu harðdrægu ferðraveldissjónarmiðum og áður einkenndu manneskju ársins. Er ekki löngu kominn tími til þess að málfarsráðunautur RUV beiti hér valdi sínu. Hver og einn sem sjóinn sækir getur verið sjómaður, sjókona, sjókvár eða sjótrans – og sjónár eftir að lífinu lýkur. Hvílíkt tækifæri fyrir málfarsráðunaut RUV og aðra andstæðinga feðraveldisins í orðavali. Og næst þegar sá dagur rennur upp, sem kenndur hefur verið við sjósóknara mun heitið væntanlega vera sjófólksdagurinn. Nær þá til alls fólks, sem sjóinn stundar – jafnt til sjókarla, sjókvenna,sjókvár, sjótrans – og líka sjónái. Höfundur er fyrrv.alþingismaður ekki orðinn sjónár. Kæri málfarsráðunautur RUV. Hvílíkt tækifæri! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun munu aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Mér er enn minnisstætt þegar málfarsráðunautur ríkiútvarpsins lét hætta að greina frá því, hver hefði verið tilnefndur maður ársins. Þess í stað varð til hjá RUV manneskja ársins. Ástæða: Kona getur ekki verið verið maður – því orðið maður er karlkyns. Sé kona kjörin til að njóta þeirrar virðingar, sem táknuð var með heitinu maður ársins skal sú virðigarstaða heita manneskja ársins. Það hæfir konu og skal því svo vera. Feðravaldið burt! …og að lokum þingnár. Eins er að mestu hætt að kalla konu, sem situr á Alþingi Íslendinga, þingmann. Feðraveldið verður þar að víkja. Slíka konu ber að nefna þingkonu. En nú stendur svo á að kynin á Íslandi teljast vera fleiri en bara karl og kona. Tillit til þess verður talsmátinn að taka. Sjálfsagt kemur að því að hvorki þingmaður né þingkona geta talist réttnefni. Þá verður væntanlega til þingkvár. Og þingtrans! Jafnvel nær málvöndunn svo langt að líka verður hægt að brúka heitið þingnár. Þ.e.a.s.þegar viðkomandi þingmaður, þingkona, þingkvár eða þingtrans hafa lokið sinni hérvist. Nýtt heiti – sami dagur. Hví kemur mér þetta í hug. Nýliðinn er sá dagur, sem á góðri íslensku hefur borið heitið sjómannadagur. Hann er sunginn, kveðinn, kyrjaður – margauglýstur í RÚV auðkenndur af sömu harðdrægu ferðraveldissjónarmiðum og áður einkenndu manneskju ársins. Er ekki löngu kominn tími til þess að málfarsráðunautur RUV beiti hér valdi sínu. Hver og einn sem sjóinn sækir getur verið sjómaður, sjókona, sjókvár eða sjótrans – og sjónár eftir að lífinu lýkur. Hvílíkt tækifæri fyrir málfarsráðunaut RUV og aðra andstæðinga feðraveldisins í orðavali. Og næst þegar sá dagur rennur upp, sem kenndur hefur verið við sjósóknara mun heitið væntanlega vera sjófólksdagurinn. Nær þá til alls fólks, sem sjóinn stundar – jafnt til sjókarla, sjókvenna,sjókvár, sjótrans – og líka sjónái. Höfundur er fyrrv.alþingismaður ekki orðinn sjónár. Kæri málfarsráðunautur RUV. Hvílíkt tækifæri!
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar