Svona verða stelpurnar okkar klæddar á EM Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 14:18 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tekur sig vel út í nýju EM-dragtinni. Hún er á leiðinni á sitt annað stórmót, 23 ára gömul. Samsett/Andrá Reykjavík Þó að aðalmálið sé auðvitað að íslenska landsliðið líti vel út innan vallar, á EM kvenna í fótbolta í næsta mánuði, þá er ljóst að stelpurnar okkar verða einnig glæsilega til fara utan vallar. Fatavöruverslunin Andrá Reykjavík birti í dag myndir af sérsaumaðri dragt sem íslensku landsliðskonurnar munu klæðast á EM í Sviss. Fötin eru hönnuð af Steinunni Hrólfsdóttur, fyrir Andrá Reykjavík. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins, sat fyrir á myndum í nýju dragtinni sem sjá má hér að neðan. Það kom í ljós síðastliðinn föstudag hvaða 23 leikmenn munu klæðast dragtinni á EM, þegar Þorsteinn Halldórsson tilkynnti EM-hópinn sinn. Hópurinn kemur saman í Serbíu í aðdraganda mótsins og mætir þar Serbum í vináttulandsleik föstudaginn 27. júní. Þaðan verður svo ferðast til Sviss. Tvær vikur eru í að EM hefjist og mun Ísland þar mæta Finnlandi í fyrsta leik, 2. júlí, í Thun. Ísland mætir svo heimaliði Svisslendinga 6. júlí og loks Noregi 10. júlí í lokaumferð riðlakeppninnar. Tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslit. Innan vallar verða stelpurnar okkar áfram í búningum frá Puma en ný, hvít varatreyja var hönnuð sérstaklega fyrir mótið. Hönnuðir Puma sóttu þar innblástur í hreyfingar Norðurljósanna og flæði jökuláa Íslands. Evrópumótið í Sviss verður fimmta mótið í röð sem Ísland spilar á. Liðið hefur einu sinni komist upp úr sínum riðli, þegar það endaði í 8. sæti á EM í Svíþjóð árið 2013. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Fatavöruverslunin Andrá Reykjavík birti í dag myndir af sérsaumaðri dragt sem íslensku landsliðskonurnar munu klæðast á EM í Sviss. Fötin eru hönnuð af Steinunni Hrólfsdóttur, fyrir Andrá Reykjavík. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins, sat fyrir á myndum í nýju dragtinni sem sjá má hér að neðan. Það kom í ljós síðastliðinn föstudag hvaða 23 leikmenn munu klæðast dragtinni á EM, þegar Þorsteinn Halldórsson tilkynnti EM-hópinn sinn. Hópurinn kemur saman í Serbíu í aðdraganda mótsins og mætir þar Serbum í vináttulandsleik föstudaginn 27. júní. Þaðan verður svo ferðast til Sviss. Tvær vikur eru í að EM hefjist og mun Ísland þar mæta Finnlandi í fyrsta leik, 2. júlí, í Thun. Ísland mætir svo heimaliði Svisslendinga 6. júlí og loks Noregi 10. júlí í lokaumferð riðlakeppninnar. Tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslit. Innan vallar verða stelpurnar okkar áfram í búningum frá Puma en ný, hvít varatreyja var hönnuð sérstaklega fyrir mótið. Hönnuðir Puma sóttu þar innblástur í hreyfingar Norðurljósanna og flæði jökuláa Íslands. Evrópumótið í Sviss verður fimmta mótið í röð sem Ísland spilar á. Liðið hefur einu sinni komist upp úr sínum riðli, þegar það endaði í 8. sæti á EM í Svíþjóð árið 2013.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira