Fyrsta skiptið síðan 1960 sem enginn fótbolti er skráður á annan í jólum Haraldur Örn Haraldsson skrifar 18. júní 2025 20:47 Mun Trölli stela fótbolta jólunum í ár? Getty/Vísir Leikjaplanið fyrir Ensku Úrvalsdeildina kom út í dag eins og Visir hefur þegar greint frá. Vakið hefur athygli að það er enginn leikur skráður þann 26. desember, annan í jólum eins og hefð er fyrir á Englandi. Philip Buckingham, blaðamaður hjá The Athletic athugaði hvort það gæti í raun og veru staðist, að þetta væri fyrsta skipti síðan á sjöunda áratug síðustu aldar sem það myndi ekki halda í þessa hefð. Allir leikirnir í 17. umferð deildarinnar hafa verið skráðir á 27. desember. Leikjaplan deildarinnar er skipt upp í 33 helgarleiki og fimm leiki sem spilast í miðri viku. Þetta er frekar formfast plan sem deildin hefur gefið út til þess að koma fyrir leikjum í öðrum keppnum, líkt og evrópuleiki og bikarleiki. Ástæðan fyrir því að enginn leikur er skráður þann 26. desember sem stendur er að sá dagur er föstudagur í ár. Því fellur þessi umferð á að vera eitt af þessum 33 helgar umferðum. Þannig var það ekki í fyrra þar sem annar í jólum var á fimmtudegi, og þá var hægt að hafa góða pásu fram að 29. desember, þar sem næsta umferð var spiluð. Skipuleggjendur deildarinnar hafa ákveðið að lið skuli alltaf hafa minnst 48 klukkustunda hvíld milli leikja yfir hátíðirnar. Það lifir enn von um fótbolta annan í jólum Þetta þýðir hins vegar ekki að það sé útilokað að það verði spilað í Ensku Úrvalsdeildinni annan í jólum. Skipuleggjendur hafa gefið út að „leikir skráðir þann 27. desember geta verið færðir á annan í jólum fyrir beinar sjónvarps útsendingar.“ Á þessu tímabili er það Sky Sports og TNT Sports sem eru rétthafar og þeir gætu valið að færa leiki yfir á annan í jólum. Það mun líkast til ekki skýrast fyrr en 15. október þar sem deildin gefur rétthöfum sex vikur fyrir hverja umferð að komast að slíkum niðurstöðum. Sama hvenær þessir leikir fara fram þá munu þeir allir vera í beinni útsendingu á stöðvum Sýn Sport allt tímabilið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Philip Buckingham, blaðamaður hjá The Athletic athugaði hvort það gæti í raun og veru staðist, að þetta væri fyrsta skipti síðan á sjöunda áratug síðustu aldar sem það myndi ekki halda í þessa hefð. Allir leikirnir í 17. umferð deildarinnar hafa verið skráðir á 27. desember. Leikjaplan deildarinnar er skipt upp í 33 helgarleiki og fimm leiki sem spilast í miðri viku. Þetta er frekar formfast plan sem deildin hefur gefið út til þess að koma fyrir leikjum í öðrum keppnum, líkt og evrópuleiki og bikarleiki. Ástæðan fyrir því að enginn leikur er skráður þann 26. desember sem stendur er að sá dagur er föstudagur í ár. Því fellur þessi umferð á að vera eitt af þessum 33 helgar umferðum. Þannig var það ekki í fyrra þar sem annar í jólum var á fimmtudegi, og þá var hægt að hafa góða pásu fram að 29. desember, þar sem næsta umferð var spiluð. Skipuleggjendur deildarinnar hafa ákveðið að lið skuli alltaf hafa minnst 48 klukkustunda hvíld milli leikja yfir hátíðirnar. Það lifir enn von um fótbolta annan í jólum Þetta þýðir hins vegar ekki að það sé útilokað að það verði spilað í Ensku Úrvalsdeildinni annan í jólum. Skipuleggjendur hafa gefið út að „leikir skráðir þann 27. desember geta verið færðir á annan í jólum fyrir beinar sjónvarps útsendingar.“ Á þessu tímabili er það Sky Sports og TNT Sports sem eru rétthafar og þeir gætu valið að færa leiki yfir á annan í jólum. Það mun líkast til ekki skýrast fyrr en 15. október þar sem deildin gefur rétthöfum sex vikur fyrir hverja umferð að komast að slíkum niðurstöðum. Sama hvenær þessir leikir fara fram þá munu þeir allir vera í beinni útsendingu á stöðvum Sýn Sport allt tímabilið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira