Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifa 18. júní 2025 19:31 Í byrjun árs 2025 sögðust um 40% fullorðinna borða ávexti daglega eða oftar og hækkaði hlutfallið síðan í 52% og 58% í mars og apríl. Sama þróun sást í hlutfalli þeirra sem borðuðu grænmeti daglega eða oftar en hlutfallið var 59% og 55% í janúar og febrúar og hækkaði í 60% og 66% í mars og apríl. Embætti landlæknis gaf út nýjar ráðleggingar um mataræði um miðjan mars síðastliðinn og í kjölfarið var sett af stað herferð á samfélagsmiðlum með jákvæðum skilaboðum um heilsusamlegt mataræði. Ekki var hægt að greina sambærilega jákvæða þróun í neyslu á ávöxtum og grænmeti fyrstu fjóra mánuði ársins 2024 þegar engin herferð var í gangi. Í byrjun mars, áður en herferðin hófst, kannaði Gallup fyrir embætti landlæknis þekkingu almennings á ráðleggingunum um mataræði. Þá sögðust 60% þekkja til ráðlegginganna að einhverju eða miklu leyti. Í lok maí var þetta hlutfall komið í 71%. Þessi vitundaraukning er afar ánægjuleg og er mikilvægt að viðhalda. Þekkingin þarf einnig að vera til staðar meðal hagaðila í samfélaginu, s.s. í skólum, á vinnustöðum, í sveitarfélögum, hjá matvælaframleiðendum og í heilbrigðiskerfinu. Í ráðleggingunum eru gefin 10 meginskilaboð en í einu þeirra er ráðlagt að borða grænmeti, ávexti og ber, helst í öllum máltíðum og sem millibita. Mælt er með því að borða að minnsta kosti fimm skammta á dag og helst meira (allt að átta skömmtum). Að minnsta kosti helmingurinn ætti að vera grænmeti. Best er að velja ólíkar tegundir af grænmeti og ávöxtum til að tryggja fjölbreytni og með þessu minnkum við líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum og sykursýki af tegund 2 ásamt því að tryggja líkamanum mikilvæg næringarefni eins og trefjar, C-vítamín, E-vítamín, K-vítamín, fólat, betakarótín og kalíum. Ákveðnar grænmetistegundir eins og dökkgrænt grænmeti veita ýmis steinefni eins og járn, sink, kalk og magnesíum. Í meira en áratug hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) mælt með inngripum á vegum stjórnvalda sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að minnki áhættu á langvinnum sjúkdómunum. Ekki hefur gengið nógu vel að draga úr þessum helstu áhættuþáttum og því var nýlega birt samantekt á þeim inngripum sem þykja bera skjótan árangur. Þegar mataræði er annars vegar beinast þessi inngrip að því að hafa áhrif á hegðun neytenda. Inngripin eru valin út frá vísindalegum grunni og getu þeirra til að sýna árangur á fremur stuttum tíma. Tvær aðgerðir í tengslum við mataræði sýndu skjótan árangur, annars vegar að merkja matvæli á þann hátt að auðvelt sé að átta sig á hvort um hollari valkost sé að ræða eins og gert er með Skráargatinu hérlendis og á hinum Norðurlöndunum og hins vegar fræðsluherferðir um hollt mataræði. Dánartíðni vegna langvinnra sjúkdóma (non-communicable diseases), þar á meðal hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, sykursýki af tegund 2 og langvinnra öndunarfæra sjúkdóma, er bæði há á Íslandi og á heimsvísu og veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfi, efnahagslíf og samfélög. Helstu áhættuþættir þessara sjúkdóma eru notkun tóbaks- og áfengis, slæm andleg heilsa, óhollar fæðuvenjur og skortur á hreyfingu. Hægt er að kynna sér nánar helstu þætti sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan á vef embættis landlæknis. Það er von okkar að þessi jákvæða vitundavakning um mataræði haldi áfram að aukast í þágu allra landsmanna, jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Höfundar eru verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Embætti landlæknis Matur Heilsa Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun árs 2025 sögðust um 40% fullorðinna borða ávexti daglega eða oftar og hækkaði hlutfallið síðan í 52% og 58% í mars og apríl. Sama þróun sást í hlutfalli þeirra sem borðuðu grænmeti daglega eða oftar en hlutfallið var 59% og 55% í janúar og febrúar og hækkaði í 60% og 66% í mars og apríl. Embætti landlæknis gaf út nýjar ráðleggingar um mataræði um miðjan mars síðastliðinn og í kjölfarið var sett af stað herferð á samfélagsmiðlum með jákvæðum skilaboðum um heilsusamlegt mataræði. Ekki var hægt að greina sambærilega jákvæða þróun í neyslu á ávöxtum og grænmeti fyrstu fjóra mánuði ársins 2024 þegar engin herferð var í gangi. Í byrjun mars, áður en herferðin hófst, kannaði Gallup fyrir embætti landlæknis þekkingu almennings á ráðleggingunum um mataræði. Þá sögðust 60% þekkja til ráðlegginganna að einhverju eða miklu leyti. Í lok maí var þetta hlutfall komið í 71%. Þessi vitundaraukning er afar ánægjuleg og er mikilvægt að viðhalda. Þekkingin þarf einnig að vera til staðar meðal hagaðila í samfélaginu, s.s. í skólum, á vinnustöðum, í sveitarfélögum, hjá matvælaframleiðendum og í heilbrigðiskerfinu. Í ráðleggingunum eru gefin 10 meginskilaboð en í einu þeirra er ráðlagt að borða grænmeti, ávexti og ber, helst í öllum máltíðum og sem millibita. Mælt er með því að borða að minnsta kosti fimm skammta á dag og helst meira (allt að átta skömmtum). Að minnsta kosti helmingurinn ætti að vera grænmeti. Best er að velja ólíkar tegundir af grænmeti og ávöxtum til að tryggja fjölbreytni og með þessu minnkum við líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum og sykursýki af tegund 2 ásamt því að tryggja líkamanum mikilvæg næringarefni eins og trefjar, C-vítamín, E-vítamín, K-vítamín, fólat, betakarótín og kalíum. Ákveðnar grænmetistegundir eins og dökkgrænt grænmeti veita ýmis steinefni eins og járn, sink, kalk og magnesíum. Í meira en áratug hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) mælt með inngripum á vegum stjórnvalda sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að minnki áhættu á langvinnum sjúkdómunum. Ekki hefur gengið nógu vel að draga úr þessum helstu áhættuþáttum og því var nýlega birt samantekt á þeim inngripum sem þykja bera skjótan árangur. Þegar mataræði er annars vegar beinast þessi inngrip að því að hafa áhrif á hegðun neytenda. Inngripin eru valin út frá vísindalegum grunni og getu þeirra til að sýna árangur á fremur stuttum tíma. Tvær aðgerðir í tengslum við mataræði sýndu skjótan árangur, annars vegar að merkja matvæli á þann hátt að auðvelt sé að átta sig á hvort um hollari valkost sé að ræða eins og gert er með Skráargatinu hérlendis og á hinum Norðurlöndunum og hins vegar fræðsluherferðir um hollt mataræði. Dánartíðni vegna langvinnra sjúkdóma (non-communicable diseases), þar á meðal hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, sykursýki af tegund 2 og langvinnra öndunarfæra sjúkdóma, er bæði há á Íslandi og á heimsvísu og veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfi, efnahagslíf og samfélög. Helstu áhættuþættir þessara sjúkdóma eru notkun tóbaks- og áfengis, slæm andleg heilsa, óhollar fæðuvenjur og skortur á hreyfingu. Hægt er að kynna sér nánar helstu þætti sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan á vef embættis landlæknis. Það er von okkar að þessi jákvæða vitundavakning um mataræði haldi áfram að aukast í þágu allra landsmanna, jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Höfundar eru verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun