Hyggjast ekki greina frá nöfnum hinna látnu Árni Sæberg skrifar 19. júní 2025 16:27 Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst ekki greina frá nöfnum Bandaríkjamanns og Tékka, sem létust í eldsvoða að Hjarðarhaga í Reykjavík. Þann 22. maí síðastliðinn kviknaði mikill eldur í kjallara fjölbýlishúss að Hjarðarhaga í Vesturbænum með þeim afleiðingum að tveir íbúar kjallarans létust. Þriðji maður komst út við illan leik og sá fjórði var fjarri heimili sínu. Þegar hefur verið greint frá því umtalsvert magn bensíns hefði fundist í sýnum sem tekin voru á vettvangi og að eldsvoðinn væri rannsakaður sem íkveikja. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn sé enn í fullum gangi og málið sé enn rannsakað sem íkveikja. Enginn sé þó með stöði sakbornings í málinu. „Við erum að rannsaka það hvað leiddi til þessa bruna, íkveikja og þá af hvaða og hvers völdum. Ég get ekkert farið nánar út í það, ekki á þessu stigi.“ Þá segir hann að lögregla hafi þegar komist í samband við aðstendur hinna látnu, sem séu annars vegar frá Bandaríkjunum og hins vegar frá Tékklandi. Lögregla stefni ekki að því að greina frá nöfnum þeirra. Leiðrétting: Upphaflega var annar maðurinn sagður frá Ungverjalandi en hann var tékkneskur. Eldsvoði á Hjarðarhaga Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sári Morg Gergö, var sofandi þegar eldur kviknaði í íbúð hans að Hjarðarhaga í síðustu viku. Hann komst lífs af, en þurfti að brjóta rúðu til að komast út og hlaut mikla áverka. Hann jafnar sig nú af sárum sínum á Landspítanum. Hann telur að meðleigjandi sinn hafi kveikt í. 27. maí 2025 18:47 Sári djúpt snortinn yfir stuðningi Sári Morg Gergó, ungverskur karlmaður sem slasaðist illa í brunanum á Hjarðarhaga fyrir tveimur vikum, er á góðum batavegi. Hann segir brunasár á líkamanum gróa vel. Síðustu tvær vikur hafi verið rússíbanareið. 5. júní 2025 10:13 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Þann 22. maí síðastliðinn kviknaði mikill eldur í kjallara fjölbýlishúss að Hjarðarhaga í Vesturbænum með þeim afleiðingum að tveir íbúar kjallarans létust. Þriðji maður komst út við illan leik og sá fjórði var fjarri heimili sínu. Þegar hefur verið greint frá því umtalsvert magn bensíns hefði fundist í sýnum sem tekin voru á vettvangi og að eldsvoðinn væri rannsakaður sem íkveikja. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn sé enn í fullum gangi og málið sé enn rannsakað sem íkveikja. Enginn sé þó með stöði sakbornings í málinu. „Við erum að rannsaka það hvað leiddi til þessa bruna, íkveikja og þá af hvaða og hvers völdum. Ég get ekkert farið nánar út í það, ekki á þessu stigi.“ Þá segir hann að lögregla hafi þegar komist í samband við aðstendur hinna látnu, sem séu annars vegar frá Bandaríkjunum og hins vegar frá Tékklandi. Lögregla stefni ekki að því að greina frá nöfnum þeirra. Leiðrétting: Upphaflega var annar maðurinn sagður frá Ungverjalandi en hann var tékkneskur.
Eldsvoði á Hjarðarhaga Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sári Morg Gergö, var sofandi þegar eldur kviknaði í íbúð hans að Hjarðarhaga í síðustu viku. Hann komst lífs af, en þurfti að brjóta rúðu til að komast út og hlaut mikla áverka. Hann jafnar sig nú af sárum sínum á Landspítanum. Hann telur að meðleigjandi sinn hafi kveikt í. 27. maí 2025 18:47 Sári djúpt snortinn yfir stuðningi Sári Morg Gergó, ungverskur karlmaður sem slasaðist illa í brunanum á Hjarðarhaga fyrir tveimur vikum, er á góðum batavegi. Hann segir brunasár á líkamanum gróa vel. Síðustu tvær vikur hafi verið rússíbanareið. 5. júní 2025 10:13 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sári Morg Gergö, var sofandi þegar eldur kviknaði í íbúð hans að Hjarðarhaga í síðustu viku. Hann komst lífs af, en þurfti að brjóta rúðu til að komast út og hlaut mikla áverka. Hann jafnar sig nú af sárum sínum á Landspítanum. Hann telur að meðleigjandi sinn hafi kveikt í. 27. maí 2025 18:47
Sári djúpt snortinn yfir stuðningi Sári Morg Gergó, ungverskur karlmaður sem slasaðist illa í brunanum á Hjarðarhaga fyrir tveimur vikum, er á góðum batavegi. Hann segir brunasár á líkamanum gróa vel. Síðustu tvær vikur hafi verið rússíbanareið. 5. júní 2025 10:13