Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 19. júní 2025 19:01 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um. Stjórnvöld mega aldrei reisa stjórnsýslulegar hindranir að ósekju. Verkefni okkar er að setja skýrar og fyrirsjáanlegar reglur og tryggja snurðulausa framkvæmd þeirra. Þannig verjum við atvinnufrelsið og ýtum við undir vöxt og verðmætasköpun. Þann 6. júní síðastliðinn gerði ég breytingu á reglugerð um hollustuhætti og bætti inn ákvæði um að breyting á handhafa starfsleyfis krefjist ekki auglýsingar ef engar breytingar hafa orðið á starfsleyfisskilyrðum. Slíkt ákvæði var áður í reglugerð en hafði verið fellt brott í tíð fyrri ríkisstjórnar með tilheyrandi óþægindum fyrir rekstraraðila. Nú er ákvæðið aftur komið inn. Í dag steig ég stærra skref og undirritaði reglugerð þar sem starfsleyfisskyldu samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er létt af veitingastöðum. Framvegis verður slíkur atvinnurekstur einungis skráningarskyldur og fyrir vikið fellur krafan um fjögurra vikna auglýsingu og umsagnartíma brott. Ég tel að það hafi verið vanhugsað að setja slíka kvöð á veitingastaði. Nú heyrir hún sögunni til. Þessar einföldu reglugerðarbreytingar eru það sem við getum gert strax í mínu ráðuneyti til þess að létta á stjórnsýslu- og reglubyrði fyrirtækja í veitingarekstri og vinda hratt ofan af íþyngjandi kröfum sem ekki eiga sér málefnalegan grundvöll. Kjarni málsins er sá að viðeigandi reglur og viðeigandi kröfur verða að gilda um hverja tegund atvinnurekstrar fyrir sig. Frekari breytingar á regluverkinu eru til skoðunar og jafnframt vinnum við að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem lagðar verða fram í frumvarpi á næsta löggjafarþingi. Þá er ljóst að stjórnvöld þurfa að tryggja skilvirka framkvæmd reglna um skráningarskyldan atvinnurekstur og huga sérstaklega að samspili þeirra reglna og lagabálka sem um starfsemina gilda. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vinnur þessa dagana að því með Umhverfis- og orkustofnun og heilbrigðiseftirlitssvæðum að tryggja skjóta og farsæla innleiðingu á þeim breytingum sem nú taka gildi. Með léttingu regluverks erum við ekki að slaka á kröfum um heilbrigði, umhverfi eða öryggi heldur að útrýma óþarfa töfum í stjórnkerfinu og stíga skref í átt að sveigjanlegra regluverki fyrir fólk og fyrirtæki. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um. Stjórnvöld mega aldrei reisa stjórnsýslulegar hindranir að ósekju. Verkefni okkar er að setja skýrar og fyrirsjáanlegar reglur og tryggja snurðulausa framkvæmd þeirra. Þannig verjum við atvinnufrelsið og ýtum við undir vöxt og verðmætasköpun. Þann 6. júní síðastliðinn gerði ég breytingu á reglugerð um hollustuhætti og bætti inn ákvæði um að breyting á handhafa starfsleyfis krefjist ekki auglýsingar ef engar breytingar hafa orðið á starfsleyfisskilyrðum. Slíkt ákvæði var áður í reglugerð en hafði verið fellt brott í tíð fyrri ríkisstjórnar með tilheyrandi óþægindum fyrir rekstraraðila. Nú er ákvæðið aftur komið inn. Í dag steig ég stærra skref og undirritaði reglugerð þar sem starfsleyfisskyldu samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er létt af veitingastöðum. Framvegis verður slíkur atvinnurekstur einungis skráningarskyldur og fyrir vikið fellur krafan um fjögurra vikna auglýsingu og umsagnartíma brott. Ég tel að það hafi verið vanhugsað að setja slíka kvöð á veitingastaði. Nú heyrir hún sögunni til. Þessar einföldu reglugerðarbreytingar eru það sem við getum gert strax í mínu ráðuneyti til þess að létta á stjórnsýslu- og reglubyrði fyrirtækja í veitingarekstri og vinda hratt ofan af íþyngjandi kröfum sem ekki eiga sér málefnalegan grundvöll. Kjarni málsins er sá að viðeigandi reglur og viðeigandi kröfur verða að gilda um hverja tegund atvinnurekstrar fyrir sig. Frekari breytingar á regluverkinu eru til skoðunar og jafnframt vinnum við að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem lagðar verða fram í frumvarpi á næsta löggjafarþingi. Þá er ljóst að stjórnvöld þurfa að tryggja skilvirka framkvæmd reglna um skráningarskyldan atvinnurekstur og huga sérstaklega að samspili þeirra reglna og lagabálka sem um starfsemina gilda. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vinnur þessa dagana að því með Umhverfis- og orkustofnun og heilbrigðiseftirlitssvæðum að tryggja skjóta og farsæla innleiðingu á þeim breytingum sem nú taka gildi. Með léttingu regluverks erum við ekki að slaka á kröfum um heilbrigði, umhverfi eða öryggi heldur að útrýma óþarfa töfum í stjórnkerfinu og stíga skref í átt að sveigjanlegra regluverki fyrir fólk og fyrirtæki. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar