Björgun hvala og orðræðan sem máli skiptir Valgerður Árnadóttir, Stefán Yngvi Pétursson, Rósa Líf Darradóttir og Anahita S. Babaei skrifa 23. júní 2025 14:00 Á Íslandi var viðburðarík vika fyrir hvali, fréttir bárust af því að háhyrningur hefði strandað í Grafarvogi, að Norræna hefði siglt á hnúfubak og stór grindhvalavaða strandað við Ólafsfjörð. Við erum minnt á það að allt í kringum landið okkar er ríkt dýralíf og líffræðileg fjölbreytni sem á undir högg að sækja vegna ágangs manna og loftslagsbreytinga. Það var fallegt að sjá hversu margt fólk var tilbúið að stökkva af stað og bjarga bæði háhyrningnum í Grafarvogi og grindhvölunum við Ólafsfjörð, en þar tókst björgunarsveitum úr nærsveitum að bjarga öllum 60-70 grindhvölunum sem höfðu strandað. „Losuðu stórt hvalshræ af stefni Norrænu”. Á sama tíma og svo margt fólk er tilbúið að hjálpa dýrum í neyð þá var leitt að sjá fjölmiðla flytja fréttir af hnúfubak sem siglt var á og festist á stefni Norrænu sem „hræ”, þrátt fyrir að ekki var vitað hvort hvalurinn var lifandi eða dauður þegar siglt var á hann. Það er nefnilega sífellt algengara að skip sigli á og bani hvölum, vegna aukinna skipasiglinga þá er það ein stærsta ógn við líf hvala. Fréttaflutningur af hnúfubak á stefni Norrænu virðast eins og svo oft vera skrifaðar út frá tilkynningum frá fyrirtækjum, í þetta sinn Norrænu og án gagnrýninnar skoðunar blaðamanna. Það hentar að sjálfsögðu betur ferjufyrirtækinu að greina frá árekstrinum á þann hátt að þau hefðu óvart keyrt á dáinn hval „sem olli þeim miklu veseni að losa” heldur en að upplýsa að mögulega sigldu þau á lifandi dýr sem við það lét lífið. Þrátt fyrir ábendingar frá Hvalavinum til fjölmiðla að ekki væri staðfest að hvalurinn hefði verið dáinn þegar á hann var siglt þá létu fjölmiðlar fyrirsagnirnar standa. Fyrirsögn á Vísi var „Sigldi inn í Seyðisfjörð með hvalshræ á stefninu”. Við í Hvalavinum bentum á að ef rúta hefði keyrt á hest þá hefðu fréttir af atvikinu sennilega ekki verið á þann veg að „hestshræ sat fast á rútu” heldur hefði lífi hests verið sýnd meiri virðing „Rúta keyrði á hest sem við það lét lífið” eða eins og þegar keyrt var á hest um árið „Urðu að aflífa hest eftir að keyrt var á hann í Kömbunum”. Það eru dæmi um fyrirsagnir sem sýna að það sé virðing fyrir lífi dýra en ekki með þeim formerkjum að þau séu að valda farartækjum „óþægindum”. Það er algeng neikvæð og lítillækkandi orðræða um sjávardýr og að þau séu talin minna virði en landdýr sem við þekkjum betur, en þau eru líkt og landdýr, skyni gæddar verur og jafn mikils virði. Skjáskot frá ruv.is „Annars vorum við að spá hvort að Færeyingarnir í Norrænu vildu ekki bara hirða hann,“ sagði Víðir Gunnarsson, starfsmaður Norrænu (Smyril line cargo). Á sama tíma og við sjáum Íslendinga bregðast við með samhug og samstöðu til að bjarga hvölum, er óhjákvæmilegt að bera það saman við það sem enn á sér stað í Færeyjum, þar sem hundruð grindhvala eru drepin ár hvert í svokölluðum grindadrápum. Hvalavinir hafa ítrekað beint erindi til færeyskra stjórnvalda með beiðni um að hætta þessum veiðum. Samstaðan í Ólafsfirði sýnir að aðrar leiðir eru færar, þar sem fólk kemur saman til að vernda sjávarlíf frekar en að binda endi á það. Það er mikilvægt að horfa til stærri samhengis í þessu máli. Áreksturinn við Norrænu er ekki einangrað tilfelli heldur hluti af stærra vandamáli Að auki hafa rannsóknir sýnt að hljóðmengun frá skipum og hernaðarlegum sonarbúnaði raskar bæði samskiptum og hegðun hvala. Á sama tíma eykst plastmengun í höfunum, þar sem hvalir gleypa plast, flækjast í rusli og veiðarfærum, sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir líf þeirra og heilsu. Mynd: Stefán Yngvi Hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna Í síðastliðinni viku var Hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna (UNOC) þar sem Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lýsti því yfir að Ísland myndi vernda 30% af hafssvæði fyrir 2028 en það er hluti af skuldbindingum 30 by 30 í samningi sem fyrri ríkisstjórn skrifaði undir. Jóhann Páll flutti ræðu og tók þátt í viðburðum með íslenskri sendinefnd. Það er jákvætt sem fram kom að Ísland leggi áherslu á metnaðarfullan alþjóðasamning gegn plastmengun, sem taki á öllum lífsferli plasts, og ætli að beita sér fyrir því að samningaviðræðum ljúki í Genf í ágúst. En Ísland hefur staðið fyrir tveimur vísindaráðstefnum um plastmengun á Norðurslóðum og mun halda þá þriðju árið 2026 með áherslu á Atlantshafið. Einnig styður Ísland alþjóðlegan lagaramma um hafið og vinnur að fullgildingu BBNJ-samningsins um vernd líffræðilegrar fjölbreytni í úthafinu. Að auki leiðir Ísland Bláfæðubandalagið og leggur áherslu á hlutverk sjávarfangs í fæðuöryggi og loftslagsmálum. Ekki minnst á velferð sjávardýra í samningum Alþjóðleg regnhlífasamtök dýraverndarsamtaka (World Federation for Animals) héldu bæði viðburði á Hafráðstefnunni og samantektarfund eftir hann þar sem þau vildu vekja athygli á að pólitísk yfirlýsing ráðstefnunnar hafi verið jákvæð að hluta til, en gengur ekki nógu langt í málefnum sem nauðsynleg eru til að tryggja raunverulega vernd sjávardýra. Þó yfirlýsingin nefni plastmengun og sjálfbærar fiskveiðar, vanti bæði siðferðilega sýn og skýr markmið til að tengja náttúruvernd við velferð sjávardýra. Á meðal jákvæðra atriða var hvatning til alþjóðastofnana, einkum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO), um að bregðast við svokölluðum „drauganetum“ – yfirgefnum og glötuðum veiðibúnaði sem heldur áfram að drepa fjölda dýra og veldur verulegri plastmengun. Yfirlýsingin hvetur ríki til að íhuga fullgildingu BBNJ-samningsins um líffræðilega fjölbreytni í úthafinu, en á móti vantar í yfirlýsinguna afstöðu gegn skaðlegum veiðiaðferðum eins og botnvörpuveiðum og hátt hlutfall meðafla, sem áfram valda verulegu tjóni á vistkerfum sjávar. Lítið sem ekkert er minnst á velferð dýra, hvorki í tengslum við veiðiaðferðir né þess að draga úr neyslu sjávarfangs. Þá er ekki tekið tillit til hlutverks sjávardýra og lífvera í loftslagskerfi þrátt fyrir aukna vísindalega þekkingu á mikilvægi tegunda eins og fiska, hvala, hákarla og svifs í kolefnisbindingu og til að viðhalda vistfræðilegu jafnvægi. Hvalavinum var boðið, ásamt fleiri hagsmunasamtökum, á samantektarfund með ráðherra föstudaginn 20. júní og kom þeim sjónarmiðum á framfæri að vonbrigði voru að ráðherra minntist ekki á hvalveiðar íslendinga á hafráðstefnunni og vilja ríkisstjórnar og þjóðarinnar til að binda enda á þær í eitt skipti fyrir öll. Utanríkisráðuneytið Mannhverf viðhorf og orðræða Samtök eins og Hvalavinir sem beita sér fyrir aukinni vernd og velferð sjávardýra vilja minna á að í hafinu búa margbreytilegar og stórkostlegar skepnur sem mikilvægt er að vernda. Sú mannhverfa orðræða að hafið sé auðlind sem við megum og eigum að nýta til fulls og að hlutverk hafsins sé fyrst og fremst að sjá okkur mannfólki fyrir fæðu ætti að vera liðin tíð, nú þegar við vitum hversu klár, félagslynd og eljusöm dýr búa í hafinu og hversu mikilvæg vistkerfi sjávar eru fyrir loftslagskerfi og jörðina alla. Helmingur af súrefni í andrúmslofti kemur úr hafi. Ef við ætlum að standa við skuldbindingar til að vernda hafið þá ættum við að byrja á því að breyta orðræðu okkar og tala af virðingu og umhyggju um sjávardýr. Við hvetjum fjölmiðla og stjórnmálamenn að venja sig á það og með því ganga fram með góðu fordæmi. Undirrituð, Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Stefán Yngvi Pétursson, listamaður fyrir náttúruvernd og dýravelferð Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð Anahita S. Babaei, aðgerðasinni, lista- og kvikmyndagerðarkona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Valgerður Árnadóttir Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á Íslandi var viðburðarík vika fyrir hvali, fréttir bárust af því að háhyrningur hefði strandað í Grafarvogi, að Norræna hefði siglt á hnúfubak og stór grindhvalavaða strandað við Ólafsfjörð. Við erum minnt á það að allt í kringum landið okkar er ríkt dýralíf og líffræðileg fjölbreytni sem á undir högg að sækja vegna ágangs manna og loftslagsbreytinga. Það var fallegt að sjá hversu margt fólk var tilbúið að stökkva af stað og bjarga bæði háhyrningnum í Grafarvogi og grindhvölunum við Ólafsfjörð, en þar tókst björgunarsveitum úr nærsveitum að bjarga öllum 60-70 grindhvölunum sem höfðu strandað. „Losuðu stórt hvalshræ af stefni Norrænu”. Á sama tíma og svo margt fólk er tilbúið að hjálpa dýrum í neyð þá var leitt að sjá fjölmiðla flytja fréttir af hnúfubak sem siglt var á og festist á stefni Norrænu sem „hræ”, þrátt fyrir að ekki var vitað hvort hvalurinn var lifandi eða dauður þegar siglt var á hann. Það er nefnilega sífellt algengara að skip sigli á og bani hvölum, vegna aukinna skipasiglinga þá er það ein stærsta ógn við líf hvala. Fréttaflutningur af hnúfubak á stefni Norrænu virðast eins og svo oft vera skrifaðar út frá tilkynningum frá fyrirtækjum, í þetta sinn Norrænu og án gagnrýninnar skoðunar blaðamanna. Það hentar að sjálfsögðu betur ferjufyrirtækinu að greina frá árekstrinum á þann hátt að þau hefðu óvart keyrt á dáinn hval „sem olli þeim miklu veseni að losa” heldur en að upplýsa að mögulega sigldu þau á lifandi dýr sem við það lét lífið. Þrátt fyrir ábendingar frá Hvalavinum til fjölmiðla að ekki væri staðfest að hvalurinn hefði verið dáinn þegar á hann var siglt þá létu fjölmiðlar fyrirsagnirnar standa. Fyrirsögn á Vísi var „Sigldi inn í Seyðisfjörð með hvalshræ á stefninu”. Við í Hvalavinum bentum á að ef rúta hefði keyrt á hest þá hefðu fréttir af atvikinu sennilega ekki verið á þann veg að „hestshræ sat fast á rútu” heldur hefði lífi hests verið sýnd meiri virðing „Rúta keyrði á hest sem við það lét lífið” eða eins og þegar keyrt var á hest um árið „Urðu að aflífa hest eftir að keyrt var á hann í Kömbunum”. Það eru dæmi um fyrirsagnir sem sýna að það sé virðing fyrir lífi dýra en ekki með þeim formerkjum að þau séu að valda farartækjum „óþægindum”. Það er algeng neikvæð og lítillækkandi orðræða um sjávardýr og að þau séu talin minna virði en landdýr sem við þekkjum betur, en þau eru líkt og landdýr, skyni gæddar verur og jafn mikils virði. Skjáskot frá ruv.is „Annars vorum við að spá hvort að Færeyingarnir í Norrænu vildu ekki bara hirða hann,“ sagði Víðir Gunnarsson, starfsmaður Norrænu (Smyril line cargo). Á sama tíma og við sjáum Íslendinga bregðast við með samhug og samstöðu til að bjarga hvölum, er óhjákvæmilegt að bera það saman við það sem enn á sér stað í Færeyjum, þar sem hundruð grindhvala eru drepin ár hvert í svokölluðum grindadrápum. Hvalavinir hafa ítrekað beint erindi til færeyskra stjórnvalda með beiðni um að hætta þessum veiðum. Samstaðan í Ólafsfirði sýnir að aðrar leiðir eru færar, þar sem fólk kemur saman til að vernda sjávarlíf frekar en að binda endi á það. Það er mikilvægt að horfa til stærri samhengis í þessu máli. Áreksturinn við Norrænu er ekki einangrað tilfelli heldur hluti af stærra vandamáli Að auki hafa rannsóknir sýnt að hljóðmengun frá skipum og hernaðarlegum sonarbúnaði raskar bæði samskiptum og hegðun hvala. Á sama tíma eykst plastmengun í höfunum, þar sem hvalir gleypa plast, flækjast í rusli og veiðarfærum, sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir líf þeirra og heilsu. Mynd: Stefán Yngvi Hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna Í síðastliðinni viku var Hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna (UNOC) þar sem Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lýsti því yfir að Ísland myndi vernda 30% af hafssvæði fyrir 2028 en það er hluti af skuldbindingum 30 by 30 í samningi sem fyrri ríkisstjórn skrifaði undir. Jóhann Páll flutti ræðu og tók þátt í viðburðum með íslenskri sendinefnd. Það er jákvætt sem fram kom að Ísland leggi áherslu á metnaðarfullan alþjóðasamning gegn plastmengun, sem taki á öllum lífsferli plasts, og ætli að beita sér fyrir því að samningaviðræðum ljúki í Genf í ágúst. En Ísland hefur staðið fyrir tveimur vísindaráðstefnum um plastmengun á Norðurslóðum og mun halda þá þriðju árið 2026 með áherslu á Atlantshafið. Einnig styður Ísland alþjóðlegan lagaramma um hafið og vinnur að fullgildingu BBNJ-samningsins um vernd líffræðilegrar fjölbreytni í úthafinu. Að auki leiðir Ísland Bláfæðubandalagið og leggur áherslu á hlutverk sjávarfangs í fæðuöryggi og loftslagsmálum. Ekki minnst á velferð sjávardýra í samningum Alþjóðleg regnhlífasamtök dýraverndarsamtaka (World Federation for Animals) héldu bæði viðburði á Hafráðstefnunni og samantektarfund eftir hann þar sem þau vildu vekja athygli á að pólitísk yfirlýsing ráðstefnunnar hafi verið jákvæð að hluta til, en gengur ekki nógu langt í málefnum sem nauðsynleg eru til að tryggja raunverulega vernd sjávardýra. Þó yfirlýsingin nefni plastmengun og sjálfbærar fiskveiðar, vanti bæði siðferðilega sýn og skýr markmið til að tengja náttúruvernd við velferð sjávardýra. Á meðal jákvæðra atriða var hvatning til alþjóðastofnana, einkum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO), um að bregðast við svokölluðum „drauganetum“ – yfirgefnum og glötuðum veiðibúnaði sem heldur áfram að drepa fjölda dýra og veldur verulegri plastmengun. Yfirlýsingin hvetur ríki til að íhuga fullgildingu BBNJ-samningsins um líffræðilega fjölbreytni í úthafinu, en á móti vantar í yfirlýsinguna afstöðu gegn skaðlegum veiðiaðferðum eins og botnvörpuveiðum og hátt hlutfall meðafla, sem áfram valda verulegu tjóni á vistkerfum sjávar. Lítið sem ekkert er minnst á velferð dýra, hvorki í tengslum við veiðiaðferðir né þess að draga úr neyslu sjávarfangs. Þá er ekki tekið tillit til hlutverks sjávardýra og lífvera í loftslagskerfi þrátt fyrir aukna vísindalega þekkingu á mikilvægi tegunda eins og fiska, hvala, hákarla og svifs í kolefnisbindingu og til að viðhalda vistfræðilegu jafnvægi. Hvalavinum var boðið, ásamt fleiri hagsmunasamtökum, á samantektarfund með ráðherra föstudaginn 20. júní og kom þeim sjónarmiðum á framfæri að vonbrigði voru að ráðherra minntist ekki á hvalveiðar íslendinga á hafráðstefnunni og vilja ríkisstjórnar og þjóðarinnar til að binda enda á þær í eitt skipti fyrir öll. Utanríkisráðuneytið Mannhverf viðhorf og orðræða Samtök eins og Hvalavinir sem beita sér fyrir aukinni vernd og velferð sjávardýra vilja minna á að í hafinu búa margbreytilegar og stórkostlegar skepnur sem mikilvægt er að vernda. Sú mannhverfa orðræða að hafið sé auðlind sem við megum og eigum að nýta til fulls og að hlutverk hafsins sé fyrst og fremst að sjá okkur mannfólki fyrir fæðu ætti að vera liðin tíð, nú þegar við vitum hversu klár, félagslynd og eljusöm dýr búa í hafinu og hversu mikilvæg vistkerfi sjávar eru fyrir loftslagskerfi og jörðina alla. Helmingur af súrefni í andrúmslofti kemur úr hafi. Ef við ætlum að standa við skuldbindingar til að vernda hafið þá ættum við að byrja á því að breyta orðræðu okkar og tala af virðingu og umhyggju um sjávardýr. Við hvetjum fjölmiðla og stjórnmálamenn að venja sig á það og með því ganga fram með góðu fordæmi. Undirrituð, Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Stefán Yngvi Pétursson, listamaður fyrir náttúruvernd og dýravelferð Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð Anahita S. Babaei, aðgerðasinni, lista- og kvikmyndagerðarkona
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun