Handtóku Evrópubúa sakaðan um njósnir fyrir Ísrael Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2025 15:24 Íranir hópast saman á götum höfuðborgarinnar og mótmæla árásum Bandaríkjahers. Einn mótmælandi heldur uppi mynd af Ayatollah Ali Khamenei æðsta leiðtoga Íran. AP Ísraelsher heldur árásum á Íran áfram og hefur ráðlagt íbúum Tehran, höfuðborgar Íran, að rýma svæði nærri hernaðarinnviðum í borginni. Á meðan greina írönsk yfirvöld frá því að evrópskur ríkisborgari hafi verið handtekinn grunaður um njósnir fyrir ísraelska ríkið. Ísraelsher birtir færslu á X þar sem hann biðlar til Tehranbúa að halda sig frá herstöðvum og vopnaverksmiðjum í borginni. Þá eru frekari árásir boðaðar á næstu dögum. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael segir herinn hafa haldið loftárásum áfram á tugi hernaðarlegra skotmarka víðs vegar um Íran í dag, þar á meðal herstjórnarstöðvar, að því er kemur fram í fréttavakt BBC. Hafi dulbúið sig sem ferðamann Í sjónvarpsútsendingu á íranska ríkismiðlinum er greint frá handtöku Evrópubúans sem sakaður er um njósnirnar. Guardian hefur eftir þeim að viðkomandi hafi verið handtekinn í héraðinu Hamadan. „Njósnarinn kom inn í landið dulbúinn sem ferðamaður, safnaði saman upplýsingum og truflaði eldflaugakerfi í Íran,“ hefur Guardian eftir miðlinum. Ísraelsher hefur gengist við árásum á veg sem liggur að neðanjarðarauðgunarstöðinni í Fordó í dag. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Herinn skaut að sögn Katz einnig á Evin-fangelsið í Tehran, þar sem Katz segir að pólitískir fangar og „andstæðingar ríkisstjórnarinnar“ séu vistaðir. Fjölmiðill byltingarvarðarins í Íran segir frá því að Ísraelsher virðist hafa gert innganginn að fangelsinu að skotmarki sínu. Ekki sé vitað til þess að nokkur hafi flúið fangelsið. Klukka sem telur niður í „tortímingu Ísraels“ Katz segir að herinn hafi jafnframt skotið að klukku í höfuðborginni sem sýni niðurtalningu í „tortímingu Ísraels“, og að öryggismiðstöð byltingarvarðarins og önnur skotmörk tengd klerkastjórninni. Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Truth Social í nótt hafa vakið athygli, en þar spyr hann meðal annars hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Aðspurð hvað Trump hefði gengið til með ummælunum sagði Karoline Leavitt talskona Hvíta hússins við blaðamenn að hann hafi „einfaldlega verið að spyrja spurningar“. Íran Ísrael Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Ísraelsher birtir færslu á X þar sem hann biðlar til Tehranbúa að halda sig frá herstöðvum og vopnaverksmiðjum í borginni. Þá eru frekari árásir boðaðar á næstu dögum. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael segir herinn hafa haldið loftárásum áfram á tugi hernaðarlegra skotmarka víðs vegar um Íran í dag, þar á meðal herstjórnarstöðvar, að því er kemur fram í fréttavakt BBC. Hafi dulbúið sig sem ferðamann Í sjónvarpsútsendingu á íranska ríkismiðlinum er greint frá handtöku Evrópubúans sem sakaður er um njósnirnar. Guardian hefur eftir þeim að viðkomandi hafi verið handtekinn í héraðinu Hamadan. „Njósnarinn kom inn í landið dulbúinn sem ferðamaður, safnaði saman upplýsingum og truflaði eldflaugakerfi í Íran,“ hefur Guardian eftir miðlinum. Ísraelsher hefur gengist við árásum á veg sem liggur að neðanjarðarauðgunarstöðinni í Fordó í dag. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Herinn skaut að sögn Katz einnig á Evin-fangelsið í Tehran, þar sem Katz segir að pólitískir fangar og „andstæðingar ríkisstjórnarinnar“ séu vistaðir. Fjölmiðill byltingarvarðarins í Íran segir frá því að Ísraelsher virðist hafa gert innganginn að fangelsinu að skotmarki sínu. Ekki sé vitað til þess að nokkur hafi flúið fangelsið. Klukka sem telur niður í „tortímingu Ísraels“ Katz segir að herinn hafi jafnframt skotið að klukku í höfuðborginni sem sýni niðurtalningu í „tortímingu Ísraels“, og að öryggismiðstöð byltingarvarðarins og önnur skotmörk tengd klerkastjórninni. Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Truth Social í nótt hafa vakið athygli, en þar spyr hann meðal annars hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Aðspurð hvað Trump hefði gengið til með ummælunum sagði Karoline Leavitt talskona Hvíta hússins við blaðamenn að hann hafi „einfaldlega verið að spyrja spurningar“.
Íran Ísrael Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira