33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2025 06:38 Hinn 33 ára Zohran Mamdani yrði fyrsti músliminn til að stýra New York-borg, verði hann kjörinn í nóvember næstkomandi. AP Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka í forkosningum Demókrata um hver verður frambjóðandi flokksins í borgarstjórakosningum í New York sem fram fara í nóvember. Ákvörðun Cuomo þýðir að allt bendi til að hinn 33 ára Zohran Mamdani, sósíalisti og þingmaður á ríkisþingi New York, verði frambjóðandi Demókrata. Verði Mamdami kjörinn borgarstjóri verður hann fyrsti músliminn og Bandaríkjamaðurinn af indverskum uppruna til að stýra þessari einni af stærstu borgum Bandaríkjanna. Cuomo hafði sett stefnuna á óvænta pólitíska endurkomu eftir að hann sagði af sér sem ríkisstjóri fyrir fjórum árum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann var ríkisstjóri New York á árunum 2011 til 2021. Fréttaskýrendur vestanhafs segja ósigur Cuomo einn þann óvæntasta í sögu New York-borgar. Fluttist til Bandaríkjanna sjö ára Mamdami fæddist í Úganda en fjölskylda hans fluttist til New York þegar hann var sjö ára gamall. Í frétt BBC segir að í kosningabaráttunni hafi hann meðal annars birt kosningamyndbönd þar sem hann talar urdu og þar sem hann nýtti myndefni úr Bollywood-myndum. Í öðru myndbandi ávarpaði hann kjósendur á spænsku. Mamdami hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við baráttu Palesínumanna við Ísraela og hefur málflutningur hans sætt gagnrýni innan raða Demókrataflokksins. Hann hefur sömuleiðis talað fyrir fríum almenningssamgöngum og heilbrigðisþjónustu, frystingu leiguverðs og einnig að borgin reki matvöruverslanir. Andrew Cuomo var ríkisstjóri New York-ríkis á árunum 2011 til 2021 en sagði af sér í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann hugði á endurkomu í pólitíkina.AP Mamdami „vann“ Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði hinn 67 ára Cuomo að Mamdano hafi „unnið“ forkosningarnar og að Cuomo ætli sér nú að endurmeta stöðuna og „taka ákvarðanir“. Forkosningar Demókrata eru almennt taldar ákvarða hver verður borgarstjóri New York-borgar, en borgin er eitt helsta vígi Demókrata og meirihluti íbúa frjálslyndir í skoðunum. Niðurstöður gærkvöldsins sýndu Mamdami með öruggt forskot en þó ekki þann hreina meirihluta sem þarf til að hljóta útnefningu. Tilkynning Cuomo kom nokkuð á óvart þar sem talning mun halda áfram eitthvað fram í næstu viku. Í forkosningunum mega flokksmenn raða fimm frambjóðendum í röð og er talning fyrir vikið tímafrek. Í samtali við New York Times segir Cuomo að hann eigi enn eftir að taka ákvörðun um hvort að hann muni bjóða sig fram sem óháður í kosningunum sem fram fara í nóvember. Bandaríkin Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Ákvörðun Cuomo þýðir að allt bendi til að hinn 33 ára Zohran Mamdani, sósíalisti og þingmaður á ríkisþingi New York, verði frambjóðandi Demókrata. Verði Mamdami kjörinn borgarstjóri verður hann fyrsti músliminn og Bandaríkjamaðurinn af indverskum uppruna til að stýra þessari einni af stærstu borgum Bandaríkjanna. Cuomo hafði sett stefnuna á óvænta pólitíska endurkomu eftir að hann sagði af sér sem ríkisstjóri fyrir fjórum árum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann var ríkisstjóri New York á árunum 2011 til 2021. Fréttaskýrendur vestanhafs segja ósigur Cuomo einn þann óvæntasta í sögu New York-borgar. Fluttist til Bandaríkjanna sjö ára Mamdami fæddist í Úganda en fjölskylda hans fluttist til New York þegar hann var sjö ára gamall. Í frétt BBC segir að í kosningabaráttunni hafi hann meðal annars birt kosningamyndbönd þar sem hann talar urdu og þar sem hann nýtti myndefni úr Bollywood-myndum. Í öðru myndbandi ávarpaði hann kjósendur á spænsku. Mamdami hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við baráttu Palesínumanna við Ísraela og hefur málflutningur hans sætt gagnrýni innan raða Demókrataflokksins. Hann hefur sömuleiðis talað fyrir fríum almenningssamgöngum og heilbrigðisþjónustu, frystingu leiguverðs og einnig að borgin reki matvöruverslanir. Andrew Cuomo var ríkisstjóri New York-ríkis á árunum 2011 til 2021 en sagði af sér í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann hugði á endurkomu í pólitíkina.AP Mamdami „vann“ Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði hinn 67 ára Cuomo að Mamdano hafi „unnið“ forkosningarnar og að Cuomo ætli sér nú að endurmeta stöðuna og „taka ákvarðanir“. Forkosningar Demókrata eru almennt taldar ákvarða hver verður borgarstjóri New York-borgar, en borgin er eitt helsta vígi Demókrata og meirihluti íbúa frjálslyndir í skoðunum. Niðurstöður gærkvöldsins sýndu Mamdami með öruggt forskot en þó ekki þann hreina meirihluta sem þarf til að hljóta útnefningu. Tilkynning Cuomo kom nokkuð á óvart þar sem talning mun halda áfram eitthvað fram í næstu viku. Í forkosningunum mega flokksmenn raða fimm frambjóðendum í röð og er talning fyrir vikið tímafrek. Í samtali við New York Times segir Cuomo að hann eigi enn eftir að taka ákvörðun um hvort að hann muni bjóða sig fram sem óháður í kosningunum sem fram fara í nóvember.
Bandaríkin Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira