Kraftaverkakona sem þekkir Ísland út og inn Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2025 16:33 Lidija Stojkanovic hefur verið að gera magnaða hluti fyrir serbneskan fótbolta. Hún spilaði lengi hér á landi og þjálfaði einnig. FSS Serbneska landsliðið sem Ísland mætir á morgun, í generalprufunni fyrir EM kvenna í fótbolta, leikur undir stjórn „kraftaverkakonu“ sem bjó og starfaði lengi á Íslandi. Liðin mætast í Serbíu klukkan 17 að íslenskum tíma. Serbar hafa nefnilega skipt um þjálfara frá leikjunum við Ísland í fyrra, þegar Ísland vann samanlagt 3-2 í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Lidija Stojkanovic er nú tekin við Serbíu og ætti að vita allt um íslenskan fótbolta. Hún kom fyrst hingað til lands sem leikmaður hjá HK/Víkingi árið 2005 og lék hér um árabil, einnig með Fylki. Síðar varð hún svo þjálfari hjá HK/Víkingi og svo HK, síðast tímabilið 2023. Lidija Stojkanovic tekur í spaðann á Viggó Magnússyni, sem er pabbi Glódísar Perlu og sat í stjórn hjá HK/Víkingi, eftir að hafa samþykkt að verða aðstoðarþjálfari liðsins síðla árs 2013.hk.is Fimmta sæti á EM og upp í A-deild Þjóðadeildar Frá árinu 2016 hefur hún einnig þjálfað yngri landslið hjá Serbum og hjálpað þeim að ná algjörlega nýjum hæðum, til að mynda þegar U19-landsliðið náði 5. sæti á EM í fyrrasumar. Lidija tók svo við A-landsliðinu af Dragisa Zecevic undir lok síðasta árs og tókst í fyrstu tilraun að stýra Serbíu til sigurs í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar, fyrir ofan Ungverjaland, Hvíta-Rússland og fyrstu mótherja Íslands á EM í næstu viku; Finnland. Það þýðir að Serbía spilar í A-deild á næstu leiktíð, líkt og vonandi Ísland sem á eftir umspilsleiki við Norður-Írland í október. „Þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel“ „Við þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel. Þetta er mjög gott lið sem er komið inn í lokakeppni EM fimmta skiptið í röð. Þetta verður síðasti æfingaleikurinn þeirra fyrir Sviss. Við verðum að spila gegn svona liðum og hlökkum til,“ sagði Lidija við heimasíðu serbneska knattspyrnusambandsins. Leikur Serbíu og Íslands hefst klukkan 17 á morgun. Íslensku stelpurnar hafa verið við æfingar í Serbíu í þessari viku en fara svo yfir til Sviss á laugardaginn þar sem við tekur lokaundirbúningur fyrir EM. Fyrsti leikur þar er við Finna næsta miðvikudag. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Serbar hafa nefnilega skipt um þjálfara frá leikjunum við Ísland í fyrra, þegar Ísland vann samanlagt 3-2 í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Lidija Stojkanovic er nú tekin við Serbíu og ætti að vita allt um íslenskan fótbolta. Hún kom fyrst hingað til lands sem leikmaður hjá HK/Víkingi árið 2005 og lék hér um árabil, einnig með Fylki. Síðar varð hún svo þjálfari hjá HK/Víkingi og svo HK, síðast tímabilið 2023. Lidija Stojkanovic tekur í spaðann á Viggó Magnússyni, sem er pabbi Glódísar Perlu og sat í stjórn hjá HK/Víkingi, eftir að hafa samþykkt að verða aðstoðarþjálfari liðsins síðla árs 2013.hk.is Fimmta sæti á EM og upp í A-deild Þjóðadeildar Frá árinu 2016 hefur hún einnig þjálfað yngri landslið hjá Serbum og hjálpað þeim að ná algjörlega nýjum hæðum, til að mynda þegar U19-landsliðið náði 5. sæti á EM í fyrrasumar. Lidija tók svo við A-landsliðinu af Dragisa Zecevic undir lok síðasta árs og tókst í fyrstu tilraun að stýra Serbíu til sigurs í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar, fyrir ofan Ungverjaland, Hvíta-Rússland og fyrstu mótherja Íslands á EM í næstu viku; Finnland. Það þýðir að Serbía spilar í A-deild á næstu leiktíð, líkt og vonandi Ísland sem á eftir umspilsleiki við Norður-Írland í október. „Þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel“ „Við þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel. Þetta er mjög gott lið sem er komið inn í lokakeppni EM fimmta skiptið í röð. Þetta verður síðasti æfingaleikurinn þeirra fyrir Sviss. Við verðum að spila gegn svona liðum og hlökkum til,“ sagði Lidija við heimasíðu serbneska knattspyrnusambandsins. Leikur Serbíu og Íslands hefst klukkan 17 á morgun. Íslensku stelpurnar hafa verið við æfingar í Serbíu í þessari viku en fara svo yfir til Sviss á laugardaginn þar sem við tekur lokaundirbúningur fyrir EM. Fyrsti leikur þar er við Finna næsta miðvikudag.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn