Þriðjungur eyjaskeggja sækir um hæli í Ástralíu vegna loftslagsógnar Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2025 10:18 Túvalúar veiða sér fisk í lóni við Kyrrahafseyjarnar. Þær gætu orðið óbyggilegar um miðja öldina vegna hækkandi yfirborðs sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar. Vísir/EPA Rúmur þriðjungur íbúa Kyrrahafsríkisins Túvalú hefur sótt um sérstaka vegabréfsáritun til Ástralíu vegna þeirrar hættu sem eyríkið er í vegna loftslagsbreytinga. Aðeins brot af þeim fjölda getur vænst þess að fá áritun. Vegabréfsáritunin er sögð sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er ætlað að bregðast við þvinguðum fólksflutningum vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Túvalúeyjaklasinn stendur aðeins fimm metra fyrir ofan sjávarmál og hafa vísindamenn áætlað að stærsti hluti hans verði undir sjávarmáli á háflóði, eins og það er núna, um miðja öldina. Sjávarstaða fer hækkandi vegna hlýnunar hafsins og bráðnunar jökla. Dregið verður úr umsóknum um áritanirnar. Þeir sem verða dregnir út fá varanlegt dvalarleyfi í Ástralíu og fullt frelsi til þess að ferðast þangað og þaðan að vild. Þá fá þeir aðgang að ástralska heilbrigðiskerfinu og sama fjárhagslega stuðning vegna barnavistunar og náms og ástralskir ríkisborgarar. Þegar höfðu rúmlega ellefu hundruð umsóknir fyrir ríflega fjögur þúsund Túvalúbúa borist í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Um 10.600 manns bjuggu á eyjunum samkvæmt manntali sem var tekið árið 2022. Aðeins 280 vegabréfaáritanir eru þó í boði á ári. Áritanirnar byggja á samkomulagi sem áströlsk og túvalúsk stjórnvöld gerðu með sér í fyrra. Með því skuldbundu Ástralir sig til þess að koma eyjunum til varnar í náttúruhamförum, heilbrigðisneyðartilvikum og gegn hernaðarlegum árásum. Loftslagsmál Túvalú Ástralía Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Vegabréfsáritunin er sögð sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er ætlað að bregðast við þvinguðum fólksflutningum vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Túvalúeyjaklasinn stendur aðeins fimm metra fyrir ofan sjávarmál og hafa vísindamenn áætlað að stærsti hluti hans verði undir sjávarmáli á háflóði, eins og það er núna, um miðja öldina. Sjávarstaða fer hækkandi vegna hlýnunar hafsins og bráðnunar jökla. Dregið verður úr umsóknum um áritanirnar. Þeir sem verða dregnir út fá varanlegt dvalarleyfi í Ástralíu og fullt frelsi til þess að ferðast þangað og þaðan að vild. Þá fá þeir aðgang að ástralska heilbrigðiskerfinu og sama fjárhagslega stuðning vegna barnavistunar og náms og ástralskir ríkisborgarar. Þegar höfðu rúmlega ellefu hundruð umsóknir fyrir ríflega fjögur þúsund Túvalúbúa borist í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Um 10.600 manns bjuggu á eyjunum samkvæmt manntali sem var tekið árið 2022. Aðeins 280 vegabréfaáritanir eru þó í boði á ári. Áritanirnar byggja á samkomulagi sem áströlsk og túvalúsk stjórnvöld gerðu með sér í fyrra. Með því skuldbundu Ástralir sig til þess að koma eyjunum til varnar í náttúruhamförum, heilbrigðisneyðartilvikum og gegn hernaðarlegum árásum.
Loftslagsmál Túvalú Ástralía Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41
Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22