„Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2025 23:19 Aðalheiður Jónsdóttir hjá Rauða krossinum. Stöð 2 Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, segir samtökin haf einbeitt sér að því að styðja við Grindvíkinga þar sem þeir eru og búa. Langflestir þeirra búi utan bæjarins. Íbúi í Grindavík gagnrýndi í dag að styrkir færu aðeins til verkefna utan bæjarins. Aðalheiður segir standa til að funda með bæjarstjórn um áframhaldandi stuðning. Íbúi í Grindavík gagnrýndi það í dag að styrkir Rauða krossins til Grindvíkinga færu aðeins í verkefni sem eigi sér stað utan bæjarins. Rauði krossinn fékk í fyrra styrk upp á 208 milljónir úr hamfarasjóði Rio Tinto. Sjóðnum er ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. „Styrknum frá Rio Tinto, sem veittur var í fyrra og er til tveggja ára, er ætlað að styðja við Grindvíkinga með félagslegum verkefnum og að efla viðnámsþrótt á Suðurnesjum öllum. Rauði krossinn telur sig hafa uppfyllt þau markmið vel, stutt við fjölbreytt verkefni fyrir Grindvíkinga og hrint af stað verkefnum til að búa alla íbúa á Suðurnesjum betur undir neyðarástand. Það hefur m.a. verið gert með kaupum á búnaði, þjálfun sjálfboðaliða og átakinu 3dagar.is. Enn er ár eftir af styrknum og áfram verður stutt við Grindvíkinga við að aðlagast í nýju umhverfi,“ segir Aðalheiður í svari til fréttastofu um málið. Hafa stutt við börn og eldri borgara Hún segir það rétt, sem kom fram í frétt í dag, að Rauði krossinn hafi einbeitt sér að því að nýta styrkinn til að styðja verkefni fyrir Grindvíkinga utan Grindavíkurbæjar og að það eigi sér nokkrar skýringar. Rauði krossinn hafi það markmið að styðja við fólk þar sem það er og þar sem það býr. „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar. Börn, ungmenni og eldri borgarar eru þeir hópar sem mest hefur verið stutt við. Sem dæmi hefur börnum og ungmennum boðist að fara á sjálfstyrkingarnámskeið, í sumardvöl, að sækja félagsstarf og útilífsnámskeið. Þá hafa foreldrar og börn fengið fræðslu um áföll og eldri borgarar og viðkvæmir hópar farið í sumardvöl, sótt vikulegar samverustundir í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu og fengið fræðslu um stuðning, áföll og vinaverkefni Rauða krossins. Öll þessi verkefni miða að því að efla seiglu Grindvíkinga eftir hamfarirnar á svæðinu og fóta sig í nýju samfélagi þar sem það býr,“ segir Aðalheiður. Hún segir samtökin ekki geta tjáð sig um einstaka styrkumsóknir en vill þó á sama tíma vekja athygli á því að staðan í Grindavík hafi verið misjöfn og bendir í því samhengi á úthlutunarreglur sjóðsins. Hún segir þó standa til að funda með bæjarstjórn til að ræða áframhaldandi stuðning Rauða krossins við íbúa. „Til stóð að eiga fund með bæjarstjórn Grindavíkur nú í sumarbyrjun til að ræða hvernig styðja megi áfram sem best við Grindvíkinga. Vegna anna og sumarfría var þeim fundi hins vegar frestað þar til í ágúst.“ Félagasamtök Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Íbúi í Grindavík gagnrýndi það í dag að styrkir Rauða krossins til Grindvíkinga færu aðeins í verkefni sem eigi sér stað utan bæjarins. Rauði krossinn fékk í fyrra styrk upp á 208 milljónir úr hamfarasjóði Rio Tinto. Sjóðnum er ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. „Styrknum frá Rio Tinto, sem veittur var í fyrra og er til tveggja ára, er ætlað að styðja við Grindvíkinga með félagslegum verkefnum og að efla viðnámsþrótt á Suðurnesjum öllum. Rauði krossinn telur sig hafa uppfyllt þau markmið vel, stutt við fjölbreytt verkefni fyrir Grindvíkinga og hrint af stað verkefnum til að búa alla íbúa á Suðurnesjum betur undir neyðarástand. Það hefur m.a. verið gert með kaupum á búnaði, þjálfun sjálfboðaliða og átakinu 3dagar.is. Enn er ár eftir af styrknum og áfram verður stutt við Grindvíkinga við að aðlagast í nýju umhverfi,“ segir Aðalheiður í svari til fréttastofu um málið. Hafa stutt við börn og eldri borgara Hún segir það rétt, sem kom fram í frétt í dag, að Rauði krossinn hafi einbeitt sér að því að nýta styrkinn til að styðja verkefni fyrir Grindvíkinga utan Grindavíkurbæjar og að það eigi sér nokkrar skýringar. Rauði krossinn hafi það markmið að styðja við fólk þar sem það er og þar sem það býr. „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar. Börn, ungmenni og eldri borgarar eru þeir hópar sem mest hefur verið stutt við. Sem dæmi hefur börnum og ungmennum boðist að fara á sjálfstyrkingarnámskeið, í sumardvöl, að sækja félagsstarf og útilífsnámskeið. Þá hafa foreldrar og börn fengið fræðslu um áföll og eldri borgarar og viðkvæmir hópar farið í sumardvöl, sótt vikulegar samverustundir í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu og fengið fræðslu um stuðning, áföll og vinaverkefni Rauða krossins. Öll þessi verkefni miða að því að efla seiglu Grindvíkinga eftir hamfarirnar á svæðinu og fóta sig í nýju samfélagi þar sem það býr,“ segir Aðalheiður. Hún segir samtökin ekki geta tjáð sig um einstaka styrkumsóknir en vill þó á sama tíma vekja athygli á því að staðan í Grindavík hafi verið misjöfn og bendir í því samhengi á úthlutunarreglur sjóðsins. Hún segir þó standa til að funda með bæjarstjórn til að ræða áframhaldandi stuðning Rauða krossins við íbúa. „Til stóð að eiga fund með bæjarstjórn Grindavíkur nú í sumarbyrjun til að ræða hvernig styðja megi áfram sem best við Grindvíkinga. Vegna anna og sumarfría var þeim fundi hins vegar frestað þar til í ágúst.“
Félagasamtök Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira