Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 14:02 Stelpurnar okkar fengu frábæran stuðning á síðasta Evrópumóti, í Englandi fyrir þremur árum. vísir/Vilhelm Stelpurnar okkar verða dyggilega studdar á Evrópumótinu í fótbolta sem nú fer að hefjast í Sviss. Fæstir stuðningsmenn verða á fyrsta leik, við Finna á morgun, en þó má búast við á annað þúsund Íslendingum. Tólfan verður að sjálfsögðu á sínum stað. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ seldust 1.375 miðar til Íslendinga í gegnum sambandið, á leikinn við Finnland. Enn fleiri á leik tvö við Sviss á sunnudaginn, eða 2.071, og 1.500 á leikinn við Noreg 10. júlí. Svo gæti vel verið að einhverjir Íslendingar hafi keypt miða með öðrum hætti svo stuðningurinn við stelpurnar verði enn meiri. Hins vegar gæti líka farið svo að einhverjir nýti ekki miðana sína en því fylgir hár kostnaður að dvelja í Sviss og til að mynda fór enska knattspyrnusambandið þá leið að styrkja fjölskyldur leikmanna í að mæta á mótið. „Fan Zone“ í Thun Fyrsti og þriðji leikur Íslands fara fram á Stockhorn Arena í Thun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma. UEFA segir leikvanginn taka 8.100 manns í sæti. Stuðningsmenn geta fyrir leik hist á sérstöku stuðningsmannasvæði í Thun, á Waisenhausplatz. Fyrir leikinn við Sviss á sunnudag er stuðningsmannasvæðið á Bundesplatz í Bern. Tólfan klár í að fara langt á mótinu Stuðningsmannasveitin Tólfan verður með öfluga fulltrúa á hverjum leik. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, segir að minnst 2-3 Tólfumeðlimir mæti á hvern leik í samstarfi við KSÍ. Tólfan hafi einnig selt treyjur til að afla fjár (treyjusalan er hér) en þó að hún hafi gengið ágætlega þá séu sjóðirnir ekki nógu digrir til að tryggja að fleiri mæti á hvern leik. „Við viljum frekar eiga eitthvað inni fyrir 8-liða úrslitunum,“ segir Hilmar Jökull, sannfærður um að Ísland fljúgi upp úr A-riðlinum og í 8-liða úrslit mótsins. Tólfan lagði í morgun af stað til Sviss og er klár í slaginn fyrir leikinn við Finna á morgun.Facebook „Við viljum svo endilega koma því á framfæri við allt það fólk sem er á leið til Sviss að hefja upp raust og syngja með og styðja stelpurnar okkar því við erum jú einmitt öll Tólfur á leikdegi!“ segir Hilmar Jökull. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ seldust 1.375 miðar til Íslendinga í gegnum sambandið, á leikinn við Finnland. Enn fleiri á leik tvö við Sviss á sunnudaginn, eða 2.071, og 1.500 á leikinn við Noreg 10. júlí. Svo gæti vel verið að einhverjir Íslendingar hafi keypt miða með öðrum hætti svo stuðningurinn við stelpurnar verði enn meiri. Hins vegar gæti líka farið svo að einhverjir nýti ekki miðana sína en því fylgir hár kostnaður að dvelja í Sviss og til að mynda fór enska knattspyrnusambandið þá leið að styrkja fjölskyldur leikmanna í að mæta á mótið. „Fan Zone“ í Thun Fyrsti og þriðji leikur Íslands fara fram á Stockhorn Arena í Thun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma. UEFA segir leikvanginn taka 8.100 manns í sæti. Stuðningsmenn geta fyrir leik hist á sérstöku stuðningsmannasvæði í Thun, á Waisenhausplatz. Fyrir leikinn við Sviss á sunnudag er stuðningsmannasvæðið á Bundesplatz í Bern. Tólfan klár í að fara langt á mótinu Stuðningsmannasveitin Tólfan verður með öfluga fulltrúa á hverjum leik. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, segir að minnst 2-3 Tólfumeðlimir mæti á hvern leik í samstarfi við KSÍ. Tólfan hafi einnig selt treyjur til að afla fjár (treyjusalan er hér) en þó að hún hafi gengið ágætlega þá séu sjóðirnir ekki nógu digrir til að tryggja að fleiri mæti á hvern leik. „Við viljum frekar eiga eitthvað inni fyrir 8-liða úrslitunum,“ segir Hilmar Jökull, sannfærður um að Ísland fljúgi upp úr A-riðlinum og í 8-liða úrslit mótsins. Tólfan lagði í morgun af stað til Sviss og er klár í slaginn fyrir leikinn við Finna á morgun.Facebook „Við viljum svo endilega koma því á framfæri við allt það fólk sem er á leið til Sviss að hefja upp raust og syngja með og styðja stelpurnar okkar því við erum jú einmitt öll Tólfur á leikdegi!“ segir Hilmar Jökull.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira