Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2025 16:01 Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri Evrópusambandsins, þegar hann kynnti áform framkvæmdastjórnarinnar um níutíu prósent samdrátt gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði til nýtt markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90 prósent fyrir árið 2040 í dag. Umdeilt ákvæði um að ríki geti greitt fyrir kolefnisjöfnun í þróunarríkjum til þess að ná markmiðum sínum er í fyrsta skipti að finna í áætluninni. Hart hefur verið tekist á hvort að ríki ættu að fá að nota alþjóðlegar kolefnisjöfnunareiningar í stað þess að draga úr eigin losun til þess að standast samevrópskar skuldbindingar í loftslagsmálum. Þjóðverjar eru á meðal þeirra þjóða Evrópusambandsins sem höfðu farið fram á að fá að nota kolefnisjöfnunareiningar upp í loftslagsmarkmiðin. Framkvæmdastjórnin leggur þar til nú í fyrsta skipti í viðleitni til þess að auka líkurnar á að aðildarríkin fallist á nýja og metnaðarfyllra losunarmarkmiðið. Vaxandi andspyrna hefur verið við loftslagsaðgerðir ESB á meðal sumra aðildarríkjanna. ESB stefnir á kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina en núgildandi markmið snýst um að ná 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030. Ísland og Noregur taka þátt í því sameiginlega markmiði. Umhverfisverndarsamtök eru foxill yfir því að leyfa eigi notkun alþjóðlegra kolefnisjöfnunareininga, að sögn breska blaðsins The Guardian. Vísindamenn hafa sömuleiðis gagnrýnt að erfitt sé að sannreyna árangur af þeirri kolefnisjöfnun og hætta sé á að ríki taki heiður af samdrætti í losun sem hefði átt sér stað án atbeina þeirra. Vísindaráðgjafarráð Evrópusambandsins sjálfs mælti gegn því að notkun kolefnisjöfnunareininga yrði leyfð. Það mælti einnig með að sambandið setti stefnuna á enn meiri samdrátt í losun, allt að 95 prósent fyrir árið 2040 borið saman við losun ársins 1990. Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri ESB, sagðist sannfærður um að hægt verði að nota kolefnisjöfnunareininga á skynsamlegan hátt þar sem hægt sé að staðfesta árangur af þeim. Loftslagsmál Evrópusambandið Umhverfismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Hart hefur verið tekist á hvort að ríki ættu að fá að nota alþjóðlegar kolefnisjöfnunareiningar í stað þess að draga úr eigin losun til þess að standast samevrópskar skuldbindingar í loftslagsmálum. Þjóðverjar eru á meðal þeirra þjóða Evrópusambandsins sem höfðu farið fram á að fá að nota kolefnisjöfnunareiningar upp í loftslagsmarkmiðin. Framkvæmdastjórnin leggur þar til nú í fyrsta skipti í viðleitni til þess að auka líkurnar á að aðildarríkin fallist á nýja og metnaðarfyllra losunarmarkmiðið. Vaxandi andspyrna hefur verið við loftslagsaðgerðir ESB á meðal sumra aðildarríkjanna. ESB stefnir á kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina en núgildandi markmið snýst um að ná 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030. Ísland og Noregur taka þátt í því sameiginlega markmiði. Umhverfisverndarsamtök eru foxill yfir því að leyfa eigi notkun alþjóðlegra kolefnisjöfnunareininga, að sögn breska blaðsins The Guardian. Vísindamenn hafa sömuleiðis gagnrýnt að erfitt sé að sannreyna árangur af þeirri kolefnisjöfnun og hætta sé á að ríki taki heiður af samdrætti í losun sem hefði átt sér stað án atbeina þeirra. Vísindaráðgjafarráð Evrópusambandsins sjálfs mælti gegn því að notkun kolefnisjöfnunareininga yrði leyfð. Það mælti einnig með að sambandið setti stefnuna á enn meiri samdrátt í losun, allt að 95 prósent fyrir árið 2040 borið saman við losun ársins 1990. Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri ESB, sagðist sannfærður um að hægt verði að nota kolefnisjöfnunareininga á skynsamlegan hátt þar sem hægt sé að staðfesta árangur af þeim.
Loftslagsmál Evrópusambandið Umhverfismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira