Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 23:48 Hjalti Dagur Hjaltason t.v. er formaður Félags læknanema. Vísir/Samsett Læknanemar segja fullyrðingar fjármálaráðuneytisins rangar og hvetja það til að kynna sér launamál sín betur og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum. Greint var frá því í fyrradag að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir álitu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema í sumarstarfi á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þeir væna Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að hafa tekið einhliða ákvörðun um að lækka laun þeirra sem tryggi að heilbrigðiskerfið sé starfhæft yfir sumartímann. Sumarvinnan ekki hluti af náminu Fjármálaráðuneytið fullyrti í tilkynningu í gær að læknanemum hafi verið tryggð launahækkun upp á 3,5 prósent eins og öðrum starfsmönnum hins opinbera. Breytingar hafi hins vegar verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem hafi valdið því að laun þeirra hafi hækkað umfram almennar launahækkanir. Laun læknanema eru reiknuð sem hlufall af lægstu mögulegu launum nýútskrifaðslæknis, sérnámsgrunnslæknis, og því hafi hlutfallinu verið breytt til að hækka ekki laun þeirra umfram aðra starfsmenn. Sjá einnig: Læknanemar fái víst launahækkun „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ sagði í tilkynningu ráðuneytisins. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags læknanema, hefur ýmislegt um þennan málflutning ráðuneytisins að setja. Fyrir það fyrsta tekur hann fram að störf nema hjá heilbrigðisstofnunum landsins á sumrin séu ekki hluti af skipulögðu klínísku námi við læknadeild Háskóla Íslands. Um sé að ræða mikilvæg og ábyrgðarfull störf sem er undirstaða mönnunar yfir sumartímann. Hvetja ráðuneytið til að leiðrétta rangfærslurnar Hann segir breytingu launahlutfallsins ekki bara ósanngjarna heldur að hún byggi jafnframt á röngum forsendum. „Einnig er rangt meðfarið að laun læknanema séu til á launatöflu kjarasamnings LÍ og ríkisins. Laun þeirra hafa verið miðuð við ákveðna prósentu af lægstu mögulegu launum sem nýútskrifaður læknir getur fengið. Það er prósentuviðmiðið sem ríkið hefur einhliða lækkað í tvígang síðustu árin til að draga úr ávinningi læknanema af kjarasamningum sem læknar gerðu,“ segir Hjalti Dagur. „Við hvetjum fjármála- og efnahagsráðuneytið til að kynna sér þessi mál nánar og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum.“ Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Greint var frá því í fyrradag að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir álitu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema í sumarstarfi á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þeir væna Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að hafa tekið einhliða ákvörðun um að lækka laun þeirra sem tryggi að heilbrigðiskerfið sé starfhæft yfir sumartímann. Sumarvinnan ekki hluti af náminu Fjármálaráðuneytið fullyrti í tilkynningu í gær að læknanemum hafi verið tryggð launahækkun upp á 3,5 prósent eins og öðrum starfsmönnum hins opinbera. Breytingar hafi hins vegar verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem hafi valdið því að laun þeirra hafi hækkað umfram almennar launahækkanir. Laun læknanema eru reiknuð sem hlufall af lægstu mögulegu launum nýútskrifaðslæknis, sérnámsgrunnslæknis, og því hafi hlutfallinu verið breytt til að hækka ekki laun þeirra umfram aðra starfsmenn. Sjá einnig: Læknanemar fái víst launahækkun „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ sagði í tilkynningu ráðuneytisins. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags læknanema, hefur ýmislegt um þennan málflutning ráðuneytisins að setja. Fyrir það fyrsta tekur hann fram að störf nema hjá heilbrigðisstofnunum landsins á sumrin séu ekki hluti af skipulögðu klínísku námi við læknadeild Háskóla Íslands. Um sé að ræða mikilvæg og ábyrgðarfull störf sem er undirstaða mönnunar yfir sumartímann. Hvetja ráðuneytið til að leiðrétta rangfærslurnar Hann segir breytingu launahlutfallsins ekki bara ósanngjarna heldur að hún byggi jafnframt á röngum forsendum. „Einnig er rangt meðfarið að laun læknanema séu til á launatöflu kjarasamnings LÍ og ríkisins. Laun þeirra hafa verið miðuð við ákveðna prósentu af lægstu mögulegu launum sem nýútskrifaður læknir getur fengið. Það er prósentuviðmiðið sem ríkið hefur einhliða lækkað í tvígang síðustu árin til að draga úr ávinningi læknanema af kjarasamningum sem læknar gerðu,“ segir Hjalti Dagur. „Við hvetjum fjármála- og efnahagsráðuneytið til að kynna sér þessi mál nánar og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum.“
Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira