Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2025 07:03 Elkem Ísland rekur kísilver á Grundartanga. Til stendur að bora rannsóknarholur fyrir mögulega niðurdælingu á koltvísýringu frá verinu í framtíðinni. Vísir/Vilhelm Tilraunaverkefni um að fanga og binda koltvísýringslosun kísilmálmvers Elkem var valinn staður í Noregi frekar en á Íslandi þrátt fyrir að bindingarlausn Carbfix væri sú hagkvæmasta. Forstjóri Elkem á Íslandi segir ástæðuna nýsköpunarstyrki í Noregi sem íslensk stjórnvöld geti ekki keppt við. Kolefnisföngunarfyrirtækið Carbfix sótti um framkvæmdaleyfi til þess að bora rannsóknarholur á Grundartanga til þess að kanna fýsileika þess að dæla koltvísýringi frá kísilmálmveri Elkem niður hjá Hvalfjarðarsveit í apríl. Reynist svæðið hentugt kemur fram í umsókninni að stefnt sé að því að binda allt að 450.000 tonn af koltvísýringi á ári sem jafngildi um fjórðungi af árslosun stórðju á Íslandi. Þrátt fyrir tilraunaboranirnar fyrirhuguðu er ekki útlit fyrir að byrjað verði að fanga útblástur kísilversins á næstunni. Tilraunaverkefni Elkem um að fanga koltvísýring úr útblæstri var fært frá Íslandi til Noregs eftir að styrkur úr opinberum sjóði sem fjármagnar kolefnisbindingarverkefni fékkst þar ytra. Álfheiður Ágústsdóttir er forstjóri Elkem á Íslandi.Elkem Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segir að verksmiðjan á Íslandi hafi verið talinn besti kosturinn til þess að prófa tæknina. Fyrirtækið hafi verið í sambandi við bæði íslenska ráðherra og ráðuneyti um verkefnið en Ísland geti einfaldlega ekki keppt við þá styrki sem séu í boði í Noregi. „Við vorum með samkeppnishæfustu lausnina í rekstri en svo fær þetta ekki stuðning því það er ekkert hér til að hjálpa okkur,“ segir hún í samtali við Vísi. Enginn keppi við Carbfix Elkem hefur undanfarin ár tekið þátt í að þróa lausn til þess að fanga koltvísýring úr útblæstri frá kísilmálmframleiðslunni. Ákveðið var að prófa tæknina í fyrsta skipti í Rana í Noregi sem er með sömu framleiðslu og á Grundartanga. Norskur sjóður sem styður rannsóknir og þróun á kolefnisföngunar- og bindingartækni styrkti verkefnið um tæpar 166 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Álfheiður segir að eftir að norski styrkurinn barst hafi verksmiðjan á Grundartanga ekki lengur átt möguleika að fá verkefnið til sín. Frá opnun tilraunaverkefni með kolefnisföngun í kísilveri Elkem í Rana í Noregi. Þá var föngunarbúnaður fyrirtækisins Aker Carbon Capture tengd við verið í nokkra mánuði.Elkem Í Noregi á að dæla koltvísýringnum niður í olíulindir í sjó með svonefndu Norðurljósaverkefni. Álfheiður segir að því fylgi dýr vöktun vegna þess að koltvísýringurinn leiti upp á við. Ekki sé þörf á slíku með tækni Carbfix þar sem koltvísýringur er bundinn í steindir í berglögum. „Í þeim veruleika þar sem þetta fer að vera hagkvæmt og við þurfum að fara dæla niður er Carbfix að bjóða upp á bestu lausnina á markaðnum að mínu mati. Það er enginn sem keppir við þau,“ segir forstjórinn. Ekki tilbúin að borga fyrir föngun Kolefnisföngunin og bindingin er kostnaðarsöm. Enginn fjárhagslegur hvati er enn til staðar fyrir stóriðjufyrirtæki eins og Elkem að ráðast í slík verkefni og viðskiptavinir þeirra eru ekki tilbúnir að greiða hærra verð fyrir kolefnishlutlausa afurð. „Eins og staðan er núna þá er enginn tilbúinn að borga fyrir þetta. Við erum ekki komin á þann stað,“ segir Álfheiður. Verksmiðjan á Íslandi er sérstaklega viðkvæm fyrir auknum kostnaði þar sem framleiðsla hér er þegar dýrari en nær alls staðar annars staðar í heiminum, að sögn Álfheiðar. Það eigi þó við um iðnað almennt. Því þurfi að horfa á hvaða lausnir til kolefnisföngunar og bindingar séu líklegastar til þess að hækka kostnað sem minnst. Þess vegna stendur nú til að kanna hvort mögulegt sé að dæla koltvísýringi sem kann að vera fangaður í kísilverinu á Grundartanga í jörðu nálægt verksmiðjunni. „Ef að því kæmi að við myndum setja upp föngunarbúnað, því nær sem niðurdælingin getur átt sér stað, því hagkvæmara verður þetta,“ segir Álfheiður. Carbfix dælir koltvísýringuni ofan í berglög þar sem hann binst í steindir. Með tækni fyrirtækisins er nú hægt að binda nær alla koltvísýrungs- og brennisteinslosun Hellisheiðarvirkjunar.Carbfix Koltvísýringur er um þrjú til fjögur prósent af útblæstri kísilversins. Í tilraunaverkefninu í Rana var föngunin um 95 prósent. Tækni Carbfix krefst aðeins hluta af þeim hreinleika. Álfheiður segir að verið sé að kanna möguleikann á að sía aðeins koltvísýring úr útblæstrinum í nægilegum styrk til að hægt sé að dæla honum niður. Það gæti lækkað kostnaðinn enn meira. „Mín nálgun á þetta hefur alltaf verið að reyna að finna leið til þess að hreyfa þetta áfram og styðja við nýsköpunina þannig að ef aðstæður skapast þar sem þetta fer að verða fýsilegt að við séum þá komin á réttan stað fyrir það,“ segir hún. Ekki er búið að samþykkja framkvæmdaleyfið fyrir tilraunaboranirnar á Grundartanga en ætlunin er að ráðast í þær í haust. Óvisst umhverfi Framtíð loftslagslausna í stóriðju er óljós um þessari mundir. Á alþjóðavísu hefur Evrópusambandið gengið lengst í að reyna að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hættulegum loftslagsbreytingum á jörðinni með lögum og reglum. Bandaríkin og Kína eru ljósárum á eftir í þeirri regluvæðingu. Afleiðing af þeirri stefnu hefur hins vegar verið að iðnaður hefur færst frá Evrópu um árabil, ekki síst til ríkja eins og Kína sem leggja ekki sömu kvaðir á iðnaðarframleiðslu og losun gróðurhúsalofttegunda er enn meiri. „Stóra málið verður hvernig ætlar heimurinn að takast á við þetta. Erum við að fara gera eitthvað eða ekki? Evrópa getur ekki hlaupið ein á meðan Kína er að byggja upp framleiðslu,“ segir Álfheiður. Til þess að bregðast við og vernda evrópska iðnaðarframleiðslu stefnir Evrópusambandið að því að innleiða nýtt kerfi sem legði í raun skatt á innflutning á ákveðnum vörum sem eru framleiddar í ríkjum sem leggja ekki sitt af mörkum í loftslagsmálum. „Það er svo mikið að hreyfast í kringum okkur að við vitum ekkert hvernig aðbúnaður verður í kringum okkur og hvort að það verði hvati til þess að gera þetta,“ segir Álfheiður um kolefnisföngun í hennar iðnaði. Markvissari nýsköpunarstyrkir Álfheiður kallar eftir því að opinberir styrkir verði gerðir markvissari á Íslandi. Þeim sé dreift of vítt. Norðmenn hafi til dæmis náð að draga úr losun á köfnunarefnissamböndum sem valda svifryksmengun um helming eftir að þeir stofnuðu sérstakan sjóð sem styrkti lausnir á því sviði. „Þetta eru verkefni sem fyrirtækin kannski fara ekkert endilega í bara sjálf því þau skila engu. Þau skila ekki bættum rekstri, það er ekkert þannig sem liggur í þessu,“ segir forstjórinn. Þá gagnrýnir hún að ekkert af þeim gjöldum sem íslensk stjórnvöld og önnur hafi tekið af iðnaði hafi skilað sér til baka í að fjármagna lausnir við vandanum. „Þá værum við í alvöru stöðu. Það var bara ekki gert.“ Stóriðja Loftslagsmál Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Kolefnisföngunarfyrirtækið Carbfix sótti um framkvæmdaleyfi til þess að bora rannsóknarholur á Grundartanga til þess að kanna fýsileika þess að dæla koltvísýringi frá kísilmálmveri Elkem niður hjá Hvalfjarðarsveit í apríl. Reynist svæðið hentugt kemur fram í umsókninni að stefnt sé að því að binda allt að 450.000 tonn af koltvísýringi á ári sem jafngildi um fjórðungi af árslosun stórðju á Íslandi. Þrátt fyrir tilraunaboranirnar fyrirhuguðu er ekki útlit fyrir að byrjað verði að fanga útblástur kísilversins á næstunni. Tilraunaverkefni Elkem um að fanga koltvísýring úr útblæstri var fært frá Íslandi til Noregs eftir að styrkur úr opinberum sjóði sem fjármagnar kolefnisbindingarverkefni fékkst þar ytra. Álfheiður Ágústsdóttir er forstjóri Elkem á Íslandi.Elkem Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segir að verksmiðjan á Íslandi hafi verið talinn besti kosturinn til þess að prófa tæknina. Fyrirtækið hafi verið í sambandi við bæði íslenska ráðherra og ráðuneyti um verkefnið en Ísland geti einfaldlega ekki keppt við þá styrki sem séu í boði í Noregi. „Við vorum með samkeppnishæfustu lausnina í rekstri en svo fær þetta ekki stuðning því það er ekkert hér til að hjálpa okkur,“ segir hún í samtali við Vísi. Enginn keppi við Carbfix Elkem hefur undanfarin ár tekið þátt í að þróa lausn til þess að fanga koltvísýring úr útblæstri frá kísilmálmframleiðslunni. Ákveðið var að prófa tæknina í fyrsta skipti í Rana í Noregi sem er með sömu framleiðslu og á Grundartanga. Norskur sjóður sem styður rannsóknir og þróun á kolefnisföngunar- og bindingartækni styrkti verkefnið um tæpar 166 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Álfheiður segir að eftir að norski styrkurinn barst hafi verksmiðjan á Grundartanga ekki lengur átt möguleika að fá verkefnið til sín. Frá opnun tilraunaverkefni með kolefnisföngun í kísilveri Elkem í Rana í Noregi. Þá var föngunarbúnaður fyrirtækisins Aker Carbon Capture tengd við verið í nokkra mánuði.Elkem Í Noregi á að dæla koltvísýringnum niður í olíulindir í sjó með svonefndu Norðurljósaverkefni. Álfheiður segir að því fylgi dýr vöktun vegna þess að koltvísýringurinn leiti upp á við. Ekki sé þörf á slíku með tækni Carbfix þar sem koltvísýringur er bundinn í steindir í berglögum. „Í þeim veruleika þar sem þetta fer að vera hagkvæmt og við þurfum að fara dæla niður er Carbfix að bjóða upp á bestu lausnina á markaðnum að mínu mati. Það er enginn sem keppir við þau,“ segir forstjórinn. Ekki tilbúin að borga fyrir föngun Kolefnisföngunin og bindingin er kostnaðarsöm. Enginn fjárhagslegur hvati er enn til staðar fyrir stóriðjufyrirtæki eins og Elkem að ráðast í slík verkefni og viðskiptavinir þeirra eru ekki tilbúnir að greiða hærra verð fyrir kolefnishlutlausa afurð. „Eins og staðan er núna þá er enginn tilbúinn að borga fyrir þetta. Við erum ekki komin á þann stað,“ segir Álfheiður. Verksmiðjan á Íslandi er sérstaklega viðkvæm fyrir auknum kostnaði þar sem framleiðsla hér er þegar dýrari en nær alls staðar annars staðar í heiminum, að sögn Álfheiðar. Það eigi þó við um iðnað almennt. Því þurfi að horfa á hvaða lausnir til kolefnisföngunar og bindingar séu líklegastar til þess að hækka kostnað sem minnst. Þess vegna stendur nú til að kanna hvort mögulegt sé að dæla koltvísýringi sem kann að vera fangaður í kísilverinu á Grundartanga í jörðu nálægt verksmiðjunni. „Ef að því kæmi að við myndum setja upp föngunarbúnað, því nær sem niðurdælingin getur átt sér stað, því hagkvæmara verður þetta,“ segir Álfheiður. Carbfix dælir koltvísýringuni ofan í berglög þar sem hann binst í steindir. Með tækni fyrirtækisins er nú hægt að binda nær alla koltvísýrungs- og brennisteinslosun Hellisheiðarvirkjunar.Carbfix Koltvísýringur er um þrjú til fjögur prósent af útblæstri kísilversins. Í tilraunaverkefninu í Rana var föngunin um 95 prósent. Tækni Carbfix krefst aðeins hluta af þeim hreinleika. Álfheiður segir að verið sé að kanna möguleikann á að sía aðeins koltvísýring úr útblæstrinum í nægilegum styrk til að hægt sé að dæla honum niður. Það gæti lækkað kostnaðinn enn meira. „Mín nálgun á þetta hefur alltaf verið að reyna að finna leið til þess að hreyfa þetta áfram og styðja við nýsköpunina þannig að ef aðstæður skapast þar sem þetta fer að verða fýsilegt að við séum þá komin á réttan stað fyrir það,“ segir hún. Ekki er búið að samþykkja framkvæmdaleyfið fyrir tilraunaboranirnar á Grundartanga en ætlunin er að ráðast í þær í haust. Óvisst umhverfi Framtíð loftslagslausna í stóriðju er óljós um þessari mundir. Á alþjóðavísu hefur Evrópusambandið gengið lengst í að reyna að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hættulegum loftslagsbreytingum á jörðinni með lögum og reglum. Bandaríkin og Kína eru ljósárum á eftir í þeirri regluvæðingu. Afleiðing af þeirri stefnu hefur hins vegar verið að iðnaður hefur færst frá Evrópu um árabil, ekki síst til ríkja eins og Kína sem leggja ekki sömu kvaðir á iðnaðarframleiðslu og losun gróðurhúsalofttegunda er enn meiri. „Stóra málið verður hvernig ætlar heimurinn að takast á við þetta. Erum við að fara gera eitthvað eða ekki? Evrópa getur ekki hlaupið ein á meðan Kína er að byggja upp framleiðslu,“ segir Álfheiður. Til þess að bregðast við og vernda evrópska iðnaðarframleiðslu stefnir Evrópusambandið að því að innleiða nýtt kerfi sem legði í raun skatt á innflutning á ákveðnum vörum sem eru framleiddar í ríkjum sem leggja ekki sitt af mörkum í loftslagsmálum. „Það er svo mikið að hreyfast í kringum okkur að við vitum ekkert hvernig aðbúnaður verður í kringum okkur og hvort að það verði hvati til þess að gera þetta,“ segir Álfheiður um kolefnisföngun í hennar iðnaði. Markvissari nýsköpunarstyrkir Álfheiður kallar eftir því að opinberir styrkir verði gerðir markvissari á Íslandi. Þeim sé dreift of vítt. Norðmenn hafi til dæmis náð að draga úr losun á köfnunarefnissamböndum sem valda svifryksmengun um helming eftir að þeir stofnuðu sérstakan sjóð sem styrkti lausnir á því sviði. „Þetta eru verkefni sem fyrirtækin kannski fara ekkert endilega í bara sjálf því þau skila engu. Þau skila ekki bættum rekstri, það er ekkert þannig sem liggur í þessu,“ segir forstjórinn. Þá gagnrýnir hún að ekkert af þeim gjöldum sem íslensk stjórnvöld og önnur hafi tekið af iðnaði hafi skilað sér til baka í að fjármagna lausnir við vandanum. „Þá værum við í alvöru stöðu. Það var bara ekki gert.“
Stóriðja Loftslagsmál Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira