Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 12:33 Alexandra Jóhannsdóttir gat rætt við sitt fólk eftir tapið í Bern í gær og fór svo í sudoku til að reyna að dreifa huganum. vísir/Anton „Við sem erum að spila erum manna svekktastar,“ segir Alexandra Jóhannsdóttir sem hefur meðal annars nýtt sudoku-þrautir til að hætta að hugsa um þá sáru niðurstöðu að Ísland fari ekki lengra á EM í fótbolta. Eftir töpin tvö gegn Finnum og Svisslendingum er ljóst að Ísland endar neðst í sínum riðli á EM, sama hvernig fer gegn Noregi á fimmtudaginn. Klukkutímarnir eftir tapið í Bern í gær hafa verið erfiðir og það var ansi þungt yfir mannskapnum fyrir æfingu landsliðsins í Thun í hádeginu: „Maður er bara ógeðslega svekktur, sár og leiður. Við reynum bara að finna stuðning hver hjá annarri og hjá fjölskyldum. Það eru flestir svekktir yfir að við komumst ekki áfram en við sem erum að spila erum manna svekktastar. Svekktar í gær, svekktar í dag, en svo er það bara kassinn út og nýr leikur,“ sagði Alexandra við Vísi í dag. Skoðar sem minnst hvað fólk hefur að segja En hvernig tekst hún sjálf á við svona vonbrigði? „Ég reyni að skoða sem minnst eitthvað um leikinn og hvað fólk hefur að segja, og reyni bara að dreifa huganum. Tala við fjölskylduna um eitthvað annað og horfa bara á eitthvað. Ég spilaði sudoku eftir leikinn í gær, bara til að fá hausinn til að hugsa um eitthvað annað. Karó [Karólína Lea Vilhjálmsdóttir] var við hliðina á mér að skoða myndbönd á TikTok. Fólk er bara að dreifa huganum og notar misjafnar leiðir til þess,“ sagði Alexandra. Hugurinn hlýtur þó sífellt að reika til leikjanna tveggja og spurning hvort stelpurnar hefðu getað gert eitthvað öðruvísi? „Jú, ætli það ekki. Ef og hefði. Þetta hefði kannski verið allt öðruvísi ef við hefðum skorað úr einhverju af sláarskotunum í gær. Hefði fyrri leikurinn farið öðruvísi ef við hefðum ekki misst fyrirliðann okkar út í fyrri hálfleik? Það er alltaf hægt að hugsa „hvað ef?“ en svona fór þetta bara og erfitt að breyta því.“ Telur ekki breytinga þörf Eitthvað hefur verið rætt um stöðu landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórsson, nú þegar niðurstaða mótsins er ljós, en finnst Alexöndru vanta ferska vinda í þjálfarateymið? „Nei, ég er ekki sammála því. Fólki má bara finnast það sem það vill. Mér finnst við vera með gott lið, vera að gera vel, en úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur.“ Nú stendur eftir leikurinn við Noreg og það var ekki að heyra á Alexöndru að Ísland færi í þann leik af hálfum hug: „Við settum okkur markmið um að komast upp úr riðlinum. Ef maður nær ekki markmiðunum setur maður sér ný markmið. Næsta markmið okkar er að vinna Noreg. Við ætlum að vinna leik í þessari keppni. Kassinn út og við vinnum bara þann leik.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Eftir töpin tvö gegn Finnum og Svisslendingum er ljóst að Ísland endar neðst í sínum riðli á EM, sama hvernig fer gegn Noregi á fimmtudaginn. Klukkutímarnir eftir tapið í Bern í gær hafa verið erfiðir og það var ansi þungt yfir mannskapnum fyrir æfingu landsliðsins í Thun í hádeginu: „Maður er bara ógeðslega svekktur, sár og leiður. Við reynum bara að finna stuðning hver hjá annarri og hjá fjölskyldum. Það eru flestir svekktir yfir að við komumst ekki áfram en við sem erum að spila erum manna svekktastar. Svekktar í gær, svekktar í dag, en svo er það bara kassinn út og nýr leikur,“ sagði Alexandra við Vísi í dag. Skoðar sem minnst hvað fólk hefur að segja En hvernig tekst hún sjálf á við svona vonbrigði? „Ég reyni að skoða sem minnst eitthvað um leikinn og hvað fólk hefur að segja, og reyni bara að dreifa huganum. Tala við fjölskylduna um eitthvað annað og horfa bara á eitthvað. Ég spilaði sudoku eftir leikinn í gær, bara til að fá hausinn til að hugsa um eitthvað annað. Karó [Karólína Lea Vilhjálmsdóttir] var við hliðina á mér að skoða myndbönd á TikTok. Fólk er bara að dreifa huganum og notar misjafnar leiðir til þess,“ sagði Alexandra. Hugurinn hlýtur þó sífellt að reika til leikjanna tveggja og spurning hvort stelpurnar hefðu getað gert eitthvað öðruvísi? „Jú, ætli það ekki. Ef og hefði. Þetta hefði kannski verið allt öðruvísi ef við hefðum skorað úr einhverju af sláarskotunum í gær. Hefði fyrri leikurinn farið öðruvísi ef við hefðum ekki misst fyrirliðann okkar út í fyrri hálfleik? Það er alltaf hægt að hugsa „hvað ef?“ en svona fór þetta bara og erfitt að breyta því.“ Telur ekki breytinga þörf Eitthvað hefur verið rætt um stöðu landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórsson, nú þegar niðurstaða mótsins er ljós, en finnst Alexöndru vanta ferska vinda í þjálfarateymið? „Nei, ég er ekki sammála því. Fólki má bara finnast það sem það vill. Mér finnst við vera með gott lið, vera að gera vel, en úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur.“ Nú stendur eftir leikurinn við Noreg og það var ekki að heyra á Alexöndru að Ísland færi í þann leik af hálfum hug: „Við settum okkur markmið um að komast upp úr riðlinum. Ef maður nær ekki markmiðunum setur maður sér ný markmið. Næsta markmið okkar er að vinna Noreg. Við ætlum að vinna leik í þessari keppni. Kassinn út og við vinnum bara þann leik.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn