Telur að munað hafi litlu á tilboðum bankanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júlí 2025 21:26 Hörður Ægisson ritstjóri Innherja segir Samkeppniseftirlitið með samruna Kviku og Arion banka í höndunum. Vísir Stjórn Kviku banka samþykkti í gær að verða við beiðni Arion banka um að hefja samrunaviðræður milli bankanna. Ritstjóri Innherja segir helst velta á Samkeppniseftirlitinu hvort af samrunanum verði. Kvika banki greindi frá viðræðunum í kauphallartilkynningu í gærkvöldi. Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Arion og Íslandsbanki ítrekuðu svo báðir ósk sína um að sameinast bankanum, og virðist Arion hafa boðið betur. Hörður Ægisson hagfræðingur og ritstjóri Innherja greindi stöðuna í kvöldfréttum. Eins og fram hefur komið hækkaði Arion banki tilboð sitt um tuttugu prósent frá því í maímánuði, en ekki liggur fyrir hve mikið Íslandsbanki, sem bauð tíu prósent ofan á markaðsvirði hlutabréfa Kviku í maí, hækkaði sitt tilboð. „En ég held að það hafi munað frekar litlu í tilboðum bankanna núna í gær,“ segir Höður. Hann segir margt benda til þess að viðræðurnar komi til með að bera árangur. „Það má til að mynda bera saman að þegar Kvika banki fór í samrunaviðræður við Íslandsbanka 2023, þær stóðu yfir í hartnær sex mánuði þegar þeim var slitið. Og á þeim tímapunkti hafði ekki náðst samkomulag milli bankanna um skiptihlutföll. Núna eru Arion banki og Kvika að fara af stað, og eru búin að ná samkomulagi um þessi lykilatriði,“ segir Hörður. „Þannig að stóra óvissan, eins og sagan segir okkur með alla risastóra fyrirtækjasamruna á Íslandi, og þetta er líklega stærsti samruni sem kominn er á borð Samkeppniseftirlitsins í áraraðir, er hvaða augum Samkeppniseftirlitið mun líta á þennan samruna.“ Hörður segir líklegt að stjórnir bankanna þriggja hafi undanfarnar þrjár vikur hlerað Samkeppniseftirlitið óformlega um hvaða augum þeir líti á málið. „Núna held ég að stjórnir Arion banka og Kviku banka og ráðgjafar þeirra, munu um leið og þeir geta, fara í einhvers konar formviðræður við Samkeppniseftirlitið til að sjá hvað þurfi að gera til að koma þessu í gegn. Ef eitthvað.“ Hörður segir of djúpt í áruna tekið að segja að ef að samrunanum yrði væri komin risabanki á markað með þeim afleiðingum að samkeppnisumhverfi yrði erfitt. Hann reiknar með að markaðsverð sameinaðs banka miðað við gengi í dag séu um 330 milljarðar króna. Eftir því sem hann kemst næst yrði bankinn ögn minni en til að mynda Landsbankinn sé litið til eigin fjár og eigna. „Við erum með Íslandsbanka sem er risastór banki, við erum með fullt af öðrum leikendum á þessum markaði eins og Skaga, sem er fjármálastofnun og svo önnur minni verðbréfafyrirtæki. Og svo eru lífeyrissjóðirnir mjög umsvifamiklir á lánamarkaði ásamt öðrum minni leikendum.“ Eru það góðar fréttir fyrir neytendur ef þessi samruni verður? „Þessi samruni gerist í tómarúmi, stóru bankarnir hafa allir áhyggjur af því að kostnaður er að aukast mjög mikið. Þeir búa við mjög háa sérstaka skatta og mjög þungt regluverk sem er að fara að þyngjast ennþá meira. Það leiðir til þess að það verður áskorun fyrir bankana að skila, að þeirra mati, viðunandi arðsemi. Og bankar sem skila ekki nægilega arðsemi til hluthafa sinna, eru ólíklega að fara að bæta kjör neytenda, einstaklinga eða fyrirtækja. Þannig að við skulum vonast til þess að sú mikla samleið sem ég held að kunni að fást með samruna, muni meðal annars renna í formi bættra kjara til einstaklinga og fyrirtækja.“ Kvika banki Arion banki Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Kvika banki greindi frá viðræðunum í kauphallartilkynningu í gærkvöldi. Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Arion og Íslandsbanki ítrekuðu svo báðir ósk sína um að sameinast bankanum, og virðist Arion hafa boðið betur. Hörður Ægisson hagfræðingur og ritstjóri Innherja greindi stöðuna í kvöldfréttum. Eins og fram hefur komið hækkaði Arion banki tilboð sitt um tuttugu prósent frá því í maímánuði, en ekki liggur fyrir hve mikið Íslandsbanki, sem bauð tíu prósent ofan á markaðsvirði hlutabréfa Kviku í maí, hækkaði sitt tilboð. „En ég held að það hafi munað frekar litlu í tilboðum bankanna núna í gær,“ segir Höður. Hann segir margt benda til þess að viðræðurnar komi til með að bera árangur. „Það má til að mynda bera saman að þegar Kvika banki fór í samrunaviðræður við Íslandsbanka 2023, þær stóðu yfir í hartnær sex mánuði þegar þeim var slitið. Og á þeim tímapunkti hafði ekki náðst samkomulag milli bankanna um skiptihlutföll. Núna eru Arion banki og Kvika að fara af stað, og eru búin að ná samkomulagi um þessi lykilatriði,“ segir Hörður. „Þannig að stóra óvissan, eins og sagan segir okkur með alla risastóra fyrirtækjasamruna á Íslandi, og þetta er líklega stærsti samruni sem kominn er á borð Samkeppniseftirlitsins í áraraðir, er hvaða augum Samkeppniseftirlitið mun líta á þennan samruna.“ Hörður segir líklegt að stjórnir bankanna þriggja hafi undanfarnar þrjár vikur hlerað Samkeppniseftirlitið óformlega um hvaða augum þeir líti á málið. „Núna held ég að stjórnir Arion banka og Kviku banka og ráðgjafar þeirra, munu um leið og þeir geta, fara í einhvers konar formviðræður við Samkeppniseftirlitið til að sjá hvað þurfi að gera til að koma þessu í gegn. Ef eitthvað.“ Hörður segir of djúpt í áruna tekið að segja að ef að samrunanum yrði væri komin risabanki á markað með þeim afleiðingum að samkeppnisumhverfi yrði erfitt. Hann reiknar með að markaðsverð sameinaðs banka miðað við gengi í dag séu um 330 milljarðar króna. Eftir því sem hann kemst næst yrði bankinn ögn minni en til að mynda Landsbankinn sé litið til eigin fjár og eigna. „Við erum með Íslandsbanka sem er risastór banki, við erum með fullt af öðrum leikendum á þessum markaði eins og Skaga, sem er fjármálastofnun og svo önnur minni verðbréfafyrirtæki. Og svo eru lífeyrissjóðirnir mjög umsvifamiklir á lánamarkaði ásamt öðrum minni leikendum.“ Eru það góðar fréttir fyrir neytendur ef þessi samruni verður? „Þessi samruni gerist í tómarúmi, stóru bankarnir hafa allir áhyggjur af því að kostnaður er að aukast mjög mikið. Þeir búa við mjög háa sérstaka skatta og mjög þungt regluverk sem er að fara að þyngjast ennþá meira. Það leiðir til þess að það verður áskorun fyrir bankana að skila, að þeirra mati, viðunandi arðsemi. Og bankar sem skila ekki nægilega arðsemi til hluthafa sinna, eru ólíklega að fara að bæta kjör neytenda, einstaklinga eða fyrirtækja. Þannig að við skulum vonast til þess að sú mikla samleið sem ég held að kunni að fást með samruna, muni meðal annars renna í formi bættra kjara til einstaklinga og fyrirtækja.“
Kvika banki Arion banki Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent