Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júlí 2025 22:59 Sverrir Páll Einarsson er formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, sem stendur að baki vefsíðunni. Vísir/Málþóf.is Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hefur hleypt af stokkunum vefsíðunni Málþóf.is, þar sem finna má samantekt á tölfræði tengda yfirstandandi málþófi vegna veiðigjaldafrumvarpsins. Formaður Uppreisnar segir Íslandsmetið í málþófi innan seilingar. „Okkur fannst mikið af tölum í tengslum við þetta málþóf á reiki. Þetta eru náttúrlega fáránlega háar tölur,“ segir Sverrir Páll Einarsson formaður Uppreisnar í samtali við fréttastofu. Hátt í tvö þúsund ræður fluttar „Þannig að okkur langaði að taka þetta saman og setja fram á skýran og greinargóðan hátt og varpa ljósi á hversu sturlað þetta er orðið. Og vera með ein gagnabanka þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þetta.“ Þegar þetta er skrifað hafa samkvæmt vefnum Malthof.is 1866 ræður verið fluttar um frumvarpið, 142 klukkutímum verið eytt í að ræða það og kostnaður við að reka Alþingi meðan á málþófinu stendur nemur rúmum 322 milljónum króna. Uppreisnarliðarnir sjá um að uppfæra vefinn handvirkt hverju sinni þannig að vera má að tölfræðin breytist ekki alltaf í rauntíma. Eini dagskrárliður þingfundar dagsins voru veiðigjöldin en fundurinn hefur staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Lengsta málþóf í sögu Alþingis samkvæmt vefnum voru 147 klukkustundir, í frumvarpi um þriðja orkupakkann árið 2019. Því er líklegt að metið yfir lengstu umræðu, frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991, verði slegið í nótt eða á morgun. Ofarlega í röðinni yfir mest ræddu frumvörpin eru Icesave frumvarpið 2010, rætt í 135 klukkustundir, og frumvarp um EES-samninginn 1993, rætt í hundrað klukkustundir. Þórarinn Ingi rætt í sex og hálfa klukkustund Á síðunni kemur jafnframt fram hverjir „ræðukóngarnir“, eins og Uppreisnarliðarnir kalla þá, eru. Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar hefur þegar þetta er skrifað flutt 130 ræður og talað í alls sex og hálfa klukkustund um frumvarpið. Því næst er Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins með 102 ræður og samtals rúma fimm og hálfa klukkustund. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt frumvarpið í 81 ræðu í fimm og hálfs klukkustund. Njáll Trausti Friðbertsson flokksbróðir hans hefur rætt frumvarpið í 93 ræðum en þó skemur en Jón Pétur eða rúmar fimm klukkustundir. Fimmti ræðukóngurinn er Þorgrímur Sigmundsson þingmaður Miðflokksins sem hefur rætt frumvarpið í fimm klukkustundir en þó í 101 ræðu. „Ástæðan fyrir því að við erum að vekja athygli á hinum þremur málunum sem hafa verið rætt lengst er að sýna fram á hvað hin málin voru svakalega umdeild innan þjóðarinnar en veiðigjaldafrumvarpið er með stuðning frá stórum hluta þjóðarinnar,“ segir Sverrir Páll. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Viðreisn Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Okkur fannst mikið af tölum í tengslum við þetta málþóf á reiki. Þetta eru náttúrlega fáránlega háar tölur,“ segir Sverrir Páll Einarsson formaður Uppreisnar í samtali við fréttastofu. Hátt í tvö þúsund ræður fluttar „Þannig að okkur langaði að taka þetta saman og setja fram á skýran og greinargóðan hátt og varpa ljósi á hversu sturlað þetta er orðið. Og vera með ein gagnabanka þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þetta.“ Þegar þetta er skrifað hafa samkvæmt vefnum Malthof.is 1866 ræður verið fluttar um frumvarpið, 142 klukkutímum verið eytt í að ræða það og kostnaður við að reka Alþingi meðan á málþófinu stendur nemur rúmum 322 milljónum króna. Uppreisnarliðarnir sjá um að uppfæra vefinn handvirkt hverju sinni þannig að vera má að tölfræðin breytist ekki alltaf í rauntíma. Eini dagskrárliður þingfundar dagsins voru veiðigjöldin en fundurinn hefur staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Lengsta málþóf í sögu Alþingis samkvæmt vefnum voru 147 klukkustundir, í frumvarpi um þriðja orkupakkann árið 2019. Því er líklegt að metið yfir lengstu umræðu, frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991, verði slegið í nótt eða á morgun. Ofarlega í röðinni yfir mest ræddu frumvörpin eru Icesave frumvarpið 2010, rætt í 135 klukkustundir, og frumvarp um EES-samninginn 1993, rætt í hundrað klukkustundir. Þórarinn Ingi rætt í sex og hálfa klukkustund Á síðunni kemur jafnframt fram hverjir „ræðukóngarnir“, eins og Uppreisnarliðarnir kalla þá, eru. Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar hefur þegar þetta er skrifað flutt 130 ræður og talað í alls sex og hálfa klukkustund um frumvarpið. Því næst er Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins með 102 ræður og samtals rúma fimm og hálfa klukkustund. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt frumvarpið í 81 ræðu í fimm og hálfs klukkustund. Njáll Trausti Friðbertsson flokksbróðir hans hefur rætt frumvarpið í 93 ræðum en þó skemur en Jón Pétur eða rúmar fimm klukkustundir. Fimmti ræðukóngurinn er Þorgrímur Sigmundsson þingmaður Miðflokksins sem hefur rætt frumvarpið í fimm klukkustundir en þó í 101 ræðu. „Ástæðan fyrir því að við erum að vekja athygli á hinum þremur málunum sem hafa verið rætt lengst er að sýna fram á hvað hin málin voru svakalega umdeild innan þjóðarinnar en veiðigjaldafrumvarpið er með stuðning frá stórum hluta þjóðarinnar,“ segir Sverrir Páll.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Viðreisn Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira