Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 08:55 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir ekkert dulið hafa verið í samskiptum sínum við lyfjarisa í heimsfaraldrinum. AP/Omar Havana Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor. Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu í maí að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki samræmst góðum stjórnsýsluháttum þegar hún hafnaði blaðamanni um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og forstjóra lyfjarisans Pfizer. Skilaboðin fóru á milli þeirra rétt áður en framkvæmdastjórnin gerði stærsta samning sögunnar um kaup á bóluefni Pfizer. Framkvæmdastjórnin hélt því fram að hún hefði skilaboðin ekki undir höndum og jafnvel þótt hún gerði það féllu þau ekki undir upplýsingalög. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur von der Leyen vegna málsins á Evrópuþinginu á fimmtudag. Hún tjáði sig um málið í fyrsta skipti frá því að dómurinn féll þegar hún kom fyrir þingið í gær. Sagði von der Leyen það ekki hafa verið neitt leyndarmál að hún hefði verið í sambandi við fulltrúa fyrirtækja sem framleiddu bóluefni á sama hátt og hún talaði við fremstu faralds- og veirufræðinga heims, að því er kemur fram í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Að gefa það í skyn að þessir samningar hafi á einhvern hátt ekki samræmst hagsmunum Evrópu er einfaldlega rangt, sama hvernig á það er litið,“ sagði forsetinn. „Það voru engin leyndarmál, engin falin ákvæði, engar skuldbindingar um að kaupa fyrir aðildarríkin,“ sagði von der Leyen ennfremur. Sakar andstæðinga um að dreifa samsæriskenningum Evrópuþingið greiðir atkvæði um vantrauststillöguna á fimmtudag en tvo þriðju hluta þarf til þess að samþykkja hana. Nær engar líkur eru á að hún nái fram að ganga. AP-fréttastofan segir að í tillögunni sé blandað saman ásökunum sem tengjast skilaboðum von der Leyen við Pfizer-forstjórann, um misbeitingu á fjármunum sambandsins og um afskipti af kosningum í Þýskalandi og Rúmeníu. Sakaði von der Leyen þá sem hefðu gagnrýnt framkvæmdastjórnin fyrir textaskilaboðin um að „spinna hraktar samsæriskenningar“. Fjarhægrimenn á Evrópuþinginu reyndu nú að endurskrifa söguna. Evrópusambandið Stjórnsýsla Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu í maí að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki samræmst góðum stjórnsýsluháttum þegar hún hafnaði blaðamanni um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og forstjóra lyfjarisans Pfizer. Skilaboðin fóru á milli þeirra rétt áður en framkvæmdastjórnin gerði stærsta samning sögunnar um kaup á bóluefni Pfizer. Framkvæmdastjórnin hélt því fram að hún hefði skilaboðin ekki undir höndum og jafnvel þótt hún gerði það féllu þau ekki undir upplýsingalög. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur von der Leyen vegna málsins á Evrópuþinginu á fimmtudag. Hún tjáði sig um málið í fyrsta skipti frá því að dómurinn féll þegar hún kom fyrir þingið í gær. Sagði von der Leyen það ekki hafa verið neitt leyndarmál að hún hefði verið í sambandi við fulltrúa fyrirtækja sem framleiddu bóluefni á sama hátt og hún talaði við fremstu faralds- og veirufræðinga heims, að því er kemur fram í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Að gefa það í skyn að þessir samningar hafi á einhvern hátt ekki samræmst hagsmunum Evrópu er einfaldlega rangt, sama hvernig á það er litið,“ sagði forsetinn. „Það voru engin leyndarmál, engin falin ákvæði, engar skuldbindingar um að kaupa fyrir aðildarríkin,“ sagði von der Leyen ennfremur. Sakar andstæðinga um að dreifa samsæriskenningum Evrópuþingið greiðir atkvæði um vantrauststillöguna á fimmtudag en tvo þriðju hluta þarf til þess að samþykkja hana. Nær engar líkur eru á að hún nái fram að ganga. AP-fréttastofan segir að í tillögunni sé blandað saman ásökunum sem tengjast skilaboðum von der Leyen við Pfizer-forstjórann, um misbeitingu á fjármunum sambandsins og um afskipti af kosningum í Þýskalandi og Rúmeníu. Sakaði von der Leyen þá sem hefðu gagnrýnt framkvæmdastjórnin fyrir textaskilaboðin um að „spinna hraktar samsæriskenningar“. Fjarhægrimenn á Evrópuþinginu reyndu nú að endurskrifa söguna.
Evrópusambandið Stjórnsýsla Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira