Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 13:33 Lögreglumenn bera lík Romans Starovoit, fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands, á börum eftir að hann fannst skotinn til bana í gær. AP/Evgeniy Razumniya/Kommersant Talsmaður stjórvalda í Kreml segir fréttir af dauða fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands sorglegar en vill ekki tjá sig um hvernig hann bar að. Yfirvöld segja að ráðherrann virðist hafa svipt sig lífi skömmu eftir að hann var rekinn úr embætti. Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak úr embætti samgönguráðherra í gærmorgun, fannst skotinn til bana síðar sama dag. Rússneska alríkislögreglan segir að hann hafi að öllum líkindum svipt sig lífi. Miklar vangaveltur hafa verið um hvers vegna Starovoit hefði tekið eigið líf. Því hefur verið haldið fram að hann hafi átt yfir höfði sér handtöku vegna aðildar að spillingarmáli í heimahéraði sínu Kúrsk. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að honum valdameiri menn hafi skipað fyrir um að hann yrði drepinn til að koma í veg fyrir að hann bendlaði þá við málið. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vildi ekki tjá sig um dauða fyrrverandi ráðherrans og vísaði á lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Slíkar fréttir eru alltaf hörmulegar og sorglegar. Við vorum auðvitað slegnir yfir þeim,“ sagði Peskov. Starovoit var fráskilinn og lét eftir sig tvær unglingsdætur. Eftirmaður sagður hafa bendlað hann við spillingarmál Lögreglu og rússneskum fjölmiðlum ber ekki fullkomlega sama um aðstæður þegar Starovoit fannst látinn í Odintsovo-hverfinu vestur af Moskvu þar sem margir rússneskir áhrifamenn eru sagðir búa. Þannig sagði lögreglan að lík fyrrverandi ráðherrans hefði fundist í bíl hans. Fjölmiðlar sem birtu myndir af vettvangi sögðu hins vegar að hann hefði fundist í litlum garði við hlið bílastæðis þar sem Tesla-bifreið hans var lagt. Skammbyssa sem hann fékk að gjöf frá stjórnvöldum hafi verið við hlið hans. Starovoit var héraðsstjóri í Kúrsk þar til hann var skipaður samgönguráðherra í fyrra. Eftirmaður hans, Alexei Smirnov, var handtekinn í apríl og ákærður fyrir fjárdrátt. Því hefur verið haldið fram í rússneskum fjölmiðlum að Smirnov hefði bendlað Starovoit við dráttinn á opinberu fé sem átti að fara í gerð varnarvirkja í Kúrsk. Úkraínumenn réðust inn í Kúrsk síðasta sumar og héldu hluta héraðsins í fleiri mánuði. Fjárdrátturinn er sagður hafa átt sinn þátt í hversu lélegar varnir Rússa voru í aðdraganda innrásarinnar. Fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir spillingu Spillingarmálið í Kúrsk er ekki það fyrsta sem kemur upp og tengist hernaði Rússa í Úkraínu. Timur Ivanov, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra, var sakfelldur fyrir fjárdrátt og peningaþvætti og dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir viku. Hann og fleiri háttsettir embættismenn sem voru nánir Sergei Shoigu, þáverandi varnarmálaráðherra, voru taldir hafa dregið sér fé sem átti að fara í framkvæmdir á vegum hersins og stuðning við hermenn. Shoigu sjálfur var ekki sóttur til saka og var skipaður formaður öryggisráðs Rússlands. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56 Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira
Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak úr embætti samgönguráðherra í gærmorgun, fannst skotinn til bana síðar sama dag. Rússneska alríkislögreglan segir að hann hafi að öllum líkindum svipt sig lífi. Miklar vangaveltur hafa verið um hvers vegna Starovoit hefði tekið eigið líf. Því hefur verið haldið fram að hann hafi átt yfir höfði sér handtöku vegna aðildar að spillingarmáli í heimahéraði sínu Kúrsk. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að honum valdameiri menn hafi skipað fyrir um að hann yrði drepinn til að koma í veg fyrir að hann bendlaði þá við málið. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vildi ekki tjá sig um dauða fyrrverandi ráðherrans og vísaði á lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Slíkar fréttir eru alltaf hörmulegar og sorglegar. Við vorum auðvitað slegnir yfir þeim,“ sagði Peskov. Starovoit var fráskilinn og lét eftir sig tvær unglingsdætur. Eftirmaður sagður hafa bendlað hann við spillingarmál Lögreglu og rússneskum fjölmiðlum ber ekki fullkomlega sama um aðstæður þegar Starovoit fannst látinn í Odintsovo-hverfinu vestur af Moskvu þar sem margir rússneskir áhrifamenn eru sagðir búa. Þannig sagði lögreglan að lík fyrrverandi ráðherrans hefði fundist í bíl hans. Fjölmiðlar sem birtu myndir af vettvangi sögðu hins vegar að hann hefði fundist í litlum garði við hlið bílastæðis þar sem Tesla-bifreið hans var lagt. Skammbyssa sem hann fékk að gjöf frá stjórnvöldum hafi verið við hlið hans. Starovoit var héraðsstjóri í Kúrsk þar til hann var skipaður samgönguráðherra í fyrra. Eftirmaður hans, Alexei Smirnov, var handtekinn í apríl og ákærður fyrir fjárdrátt. Því hefur verið haldið fram í rússneskum fjölmiðlum að Smirnov hefði bendlað Starovoit við dráttinn á opinberu fé sem átti að fara í gerð varnarvirkja í Kúrsk. Úkraínumenn réðust inn í Kúrsk síðasta sumar og héldu hluta héraðsins í fleiri mánuði. Fjárdrátturinn er sagður hafa átt sinn þátt í hversu lélegar varnir Rússa voru í aðdraganda innrásarinnar. Fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir spillingu Spillingarmálið í Kúrsk er ekki það fyrsta sem kemur upp og tengist hernaði Rússa í Úkraínu. Timur Ivanov, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra, var sakfelldur fyrir fjárdrátt og peningaþvætti og dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir viku. Hann og fleiri háttsettir embættismenn sem voru nánir Sergei Shoigu, þáverandi varnarmálaráðherra, voru taldir hafa dregið sér fé sem átti að fara í framkvæmdir á vegum hersins og stuðning við hermenn. Shoigu sjálfur var ekki sóttur til saka og var skipaður formaður öryggisráðs Rússlands.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56 Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira
Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56
Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21