Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Auðun Georg Ólafsson skrifar 8. júlí 2025 13:26 Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Hleypa á um það bil 600 þúsund íbúum inn í búðirnar, að stærstum hluta fólki á vergangi á al-Mawasi svæðinu. Íbúarnir yrðu látnir fara í gegnum öryggiseftirlit og yrði ekki leyft að yfirgefa búðirnar þegar inn væri komið. Katz sagði lokamarkmiðið að hýsa alla íbúa Gasa í búðunum, þar til þeir yrðu að lokum fluttir á brott frá svæðinu. „Þetta er auðvitað klárt dæmi um það sem kallað hefur verið þjóðernishreinsanir, sem er stríðsglæpur,“ segir Guðmundur. „Það er ekki ljóst hvert þetta fólk á að fara og hver á að taka við þeim. Það er ekki víst að nágrannar Palestínu vilji fá þetta fólk til sín. Þar að auki vill þetta fólk ekki fara, það vill búa í Palestínu sem er þeirra land og þar vill það búa. Eins og ég segi, þetta er dæmi um þjóðernishreinsanir sem ber að fordæma.“ Fordæmalaust Guðmundur segir svipaða atburði oft hafa gerst í veraldarsögunni eins og þegar Ottómanveldið leystist upp og breyttist í Tyrkland. Þá urðu miklar þjóðernishreinsanir á mótum Tyrklands og Grikklands. „Þetta er í sjálfu sér allt öðruvísi því þetta gerist í skugga stríðs þar sem Ísrael er að beita Palestínumenn ótrúlegu ofbeldi. Þarna er enginn sem vill taka við þeim og þetta fólk vill ekki fara. Þannig að það er erfitt að finna sérstök dæmi úr sögunni lík þessu, allavega ekki nýlega. Þetta tíðkast ekki. Við gætum kannski hugsað okkur að eitthvað þessu líkt gæti gerst á mörkum Úkraínu og Rússlands en þar hafa auðvitað orðið miklir flutningar fólks sem flýja undan stríðsátökum. Þetta er allt öðruvísi, þarna á að smala fólki saman og senda það síðan eitthvert og enginn veit hvert.“ Þótti kjaftæði fyrir ekki svo löngu Íhaldssamir stjórnmálamenn í Ísrael hafa fagnað mjög hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flytja íbúa Gasa á brott og hefja þar uppbyggingu á einhvers konar ferðamannaparadís. Sérfræðingar segja þær hins vegar fel í sér gróf mannréttindabrot. Þeirra á meðal er Michael Sfard, einn af helstu mannréttindalögfræðingum Ísraels, sem segir áætlanir Katz hreinlega drög að glæpum gegn mannkyninu. Guðmundur tekur í svipaðan streng. „Ísraelsríki er byggt á þeirri hugmynd að allt það land sem kallast núna Palestína sé í raun eign Ísraelsmanna eða gyðinga og aðrir séu þar bara einhvern veginn fyrir. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Ísraels hafa lengi boðað að þeir vilji leggja undir sig allt þetta land. Ekki er þá ljóst hvað eigi að gera við allt það fólk sem þarna býr. Þetta er þá ein mynd þessarar „lokalausnar“ eða endlösung sem ýmsir innan hægri afla Ísraels hafa verið að boða og heimurinn er að horfa upp á núna. Fram að árás Hamas hér fyrir nokkru þá töldust svona hugmyndir vera svo miklar öfgaskoðanir að menn höfnuðu þeim almennt sem einhverju kjaftæði. Núna er þetta orðin viðtekin skoðun hjá sumum og hefur Trump, Bandaríkjaforseti, viðhaft svipaða orðræðu. Það ber að taka það alvarlega þegar valdamesti maður heims tjáir sig með þessum hætti.“ Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Hleypa á um það bil 600 þúsund íbúum inn í búðirnar, að stærstum hluta fólki á vergangi á al-Mawasi svæðinu. Íbúarnir yrðu látnir fara í gegnum öryggiseftirlit og yrði ekki leyft að yfirgefa búðirnar þegar inn væri komið. Katz sagði lokamarkmiðið að hýsa alla íbúa Gasa í búðunum, þar til þeir yrðu að lokum fluttir á brott frá svæðinu. „Þetta er auðvitað klárt dæmi um það sem kallað hefur verið þjóðernishreinsanir, sem er stríðsglæpur,“ segir Guðmundur. „Það er ekki ljóst hvert þetta fólk á að fara og hver á að taka við þeim. Það er ekki víst að nágrannar Palestínu vilji fá þetta fólk til sín. Þar að auki vill þetta fólk ekki fara, það vill búa í Palestínu sem er þeirra land og þar vill það búa. Eins og ég segi, þetta er dæmi um þjóðernishreinsanir sem ber að fordæma.“ Fordæmalaust Guðmundur segir svipaða atburði oft hafa gerst í veraldarsögunni eins og þegar Ottómanveldið leystist upp og breyttist í Tyrkland. Þá urðu miklar þjóðernishreinsanir á mótum Tyrklands og Grikklands. „Þetta er í sjálfu sér allt öðruvísi því þetta gerist í skugga stríðs þar sem Ísrael er að beita Palestínumenn ótrúlegu ofbeldi. Þarna er enginn sem vill taka við þeim og þetta fólk vill ekki fara. Þannig að það er erfitt að finna sérstök dæmi úr sögunni lík þessu, allavega ekki nýlega. Þetta tíðkast ekki. Við gætum kannski hugsað okkur að eitthvað þessu líkt gæti gerst á mörkum Úkraínu og Rússlands en þar hafa auðvitað orðið miklir flutningar fólks sem flýja undan stríðsátökum. Þetta er allt öðruvísi, þarna á að smala fólki saman og senda það síðan eitthvert og enginn veit hvert.“ Þótti kjaftæði fyrir ekki svo löngu Íhaldssamir stjórnmálamenn í Ísrael hafa fagnað mjög hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flytja íbúa Gasa á brott og hefja þar uppbyggingu á einhvers konar ferðamannaparadís. Sérfræðingar segja þær hins vegar fel í sér gróf mannréttindabrot. Þeirra á meðal er Michael Sfard, einn af helstu mannréttindalögfræðingum Ísraels, sem segir áætlanir Katz hreinlega drög að glæpum gegn mannkyninu. Guðmundur tekur í svipaðan streng. „Ísraelsríki er byggt á þeirri hugmynd að allt það land sem kallast núna Palestína sé í raun eign Ísraelsmanna eða gyðinga og aðrir séu þar bara einhvern veginn fyrir. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Ísraels hafa lengi boðað að þeir vilji leggja undir sig allt þetta land. Ekki er þá ljóst hvað eigi að gera við allt það fólk sem þarna býr. Þetta er þá ein mynd þessarar „lokalausnar“ eða endlösung sem ýmsir innan hægri afla Ísraels hafa verið að boða og heimurinn er að horfa upp á núna. Fram að árás Hamas hér fyrir nokkru þá töldust svona hugmyndir vera svo miklar öfgaskoðanir að menn höfnuðu þeim almennt sem einhverju kjaftæði. Núna er þetta orðin viðtekin skoðun hjá sumum og hefur Trump, Bandaríkjaforseti, viðhaft svipaða orðræðu. Það ber að taka það alvarlega þegar valdamesti maður heims tjáir sig með þessum hætti.“
Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira