Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Agnar Már Másson skrifar 8. júlí 2025 15:24 Fáninn var dreginn að hún á fimmtudagdag við hlið þess úkraínska sem hefur verið dreginn að húni stuttu eftir að átök hófust þar 2022. Vísir/Sigurjón Skorið hefur verið á fánaböndin þar sem þjóðfánar Palestínu og Úkraínu hafa blakt við ráðhús Reykjavíkur. Gerist þetta aðeins um fjórum dögum eftir að hinum palestínska var flaggað á fimmtudag. Borgin ætlar að draga þá aftur að húni þegar búið er að gera við fánaböndin. Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Skorið var á fánaböndin seinni partinn í gær, að sögn samskiptastjórans, en fánarnir eru venjulega dregnir niður þegar húsið lokar um klukkan 18.00. „Þeir voru ekki komnir niður. Þeir lufsuðust þarna enn í böndunum,“ lýsir Eva Bergþóra aðkomunni við flaggstangirnar við Tjarnagötu. Ekki er vitað til þess að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, að sögn Evu. Engin vitni séu heldur þekkt að atvikinu. Hún segir að gera þurfi við fánaspennurnar áður en hægt verði að flagga fánunum aftur. „Það gæti tekið einhverja daga,“ bætir hún við. Fjórir dagar Í síðustu viku var greint frá því að borgarráð hefði samþykkt að draga palestínskan fána að húni fyrir utan ráðhúsið til að sýna samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni, sem hafa nú setið undir loftárásum Ísraelsmanna í rúmlega tvö og hálft ár. Palestínufáninn hefur þannig fengið að blakta í um fjóra daga við hlið úkraínska þjóðfánans við Tjarnargötu en sá úkraínski var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið árið 2022, þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst. Flöggun palestínska fánans er talsvert umdeildari innan borgarstjórnarinnar en hins úkraínska, þar sem allir borgarstjórnarflokkar studdu tillöguna um að draga Úkraínufánann að húni, en í tilfelli Palestínufánans voru það aðeins flokkar í meirihluta sem studdu tillöguna. Oddviti Sjálfstæðisflokksins skrifaði á Facebook að það væri „óábyrgt að taka afstöðu með þessum hætti“. Í fundargerð borgarráðs frá fimmtudeginum 3. júní er greint frá ákvörðuninni en þar kemur fram að lagt hafi verið fram trúnaðarbréf „varðandi áhættumat“ á flöggun palestínska fánans. Í bókun frá fulltrúa Framsóknar er það aftur á móti „gagnrýnt harðlega“ að áhættumat hafi „ekki verið unnið“ áður en ákvörðun var tekin. Reykjavík Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Skorið var á fánaböndin seinni partinn í gær, að sögn samskiptastjórans, en fánarnir eru venjulega dregnir niður þegar húsið lokar um klukkan 18.00. „Þeir voru ekki komnir niður. Þeir lufsuðust þarna enn í böndunum,“ lýsir Eva Bergþóra aðkomunni við flaggstangirnar við Tjarnagötu. Ekki er vitað til þess að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, að sögn Evu. Engin vitni séu heldur þekkt að atvikinu. Hún segir að gera þurfi við fánaspennurnar áður en hægt verði að flagga fánunum aftur. „Það gæti tekið einhverja daga,“ bætir hún við. Fjórir dagar Í síðustu viku var greint frá því að borgarráð hefði samþykkt að draga palestínskan fána að húni fyrir utan ráðhúsið til að sýna samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni, sem hafa nú setið undir loftárásum Ísraelsmanna í rúmlega tvö og hálft ár. Palestínufáninn hefur þannig fengið að blakta í um fjóra daga við hlið úkraínska þjóðfánans við Tjarnargötu en sá úkraínski var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið árið 2022, þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst. Flöggun palestínska fánans er talsvert umdeildari innan borgarstjórnarinnar en hins úkraínska, þar sem allir borgarstjórnarflokkar studdu tillöguna um að draga Úkraínufánann að húni, en í tilfelli Palestínufánans voru það aðeins flokkar í meirihluta sem studdu tillöguna. Oddviti Sjálfstæðisflokksins skrifaði á Facebook að það væri „óábyrgt að taka afstöðu með þessum hætti“. Í fundargerð borgarráðs frá fimmtudeginum 3. júní er greint frá ákvörðuninni en þar kemur fram að lagt hafi verið fram trúnaðarbréf „varðandi áhættumat“ á flöggun palestínska fánans. Í bókun frá fulltrúa Framsóknar er það aftur á móti „gagnrýnt harðlega“ að áhættumat hafi „ekki verið unnið“ áður en ákvörðun var tekin.
Reykjavík Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira