Innlent

Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Varðskipið Freyja fylgir kafbátnum um landhelgina.
Varðskipið Freyja fylgir kafbátnum um landhelgina. Landhelgisgæslan

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Newport News kemur í höfn á Grundartanga í Hvalfirði í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem bandarískur kafbátur í þjónustuheimsókn leggur að bryggju á Íslandi.

Varðskipið Freyja fylgir kafbátnum um landhelgina og til hafnar. Landhelgisgæsla Íslands leiðir framkvæmd heimsóknarinnar í samstarfi við ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að undirbúningur heimsóknarinnar hafi tekist vel.

Þetta er í áttunda sinn sem bandarískur kafbátur kemur í þjónustuheimsókn til Íslands en það hafa þeir gert í um tveggja ára skeið síðan í apríl 2023 þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, heimilaði slíkar heimsóknir.

USS Newport News er árásarkafbátur og ber ekki kjarnorkuvopn. Um 130 manns eru í áhöfn.


Tengdar fréttir

Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur verður í þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag og næstu daga þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×