Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 11:01 Þórarinn og Þórunn áttu erfitt með sig vegna galsa í Ingu á þingi í nótt. Alþingi Þórarinn Ingi Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gat varla haldið áfram með ræðu sína í þingi rétt um klukkan miðnætti í nótt vegna galsa í Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Í myndbandi sést Inga ræða við Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, sem hlær og vísar henni frá á meðan hann er í pontu. Fyrir það, mátti sjá þau bæði líta stöðugt til hægri. Stuttu síðar kemur Inga inn í mynd til að ræða við Þórunni. Á þeim tíma er Þórarinn Ingi að halda ræðu um arð í sjávarútvegi. Þegar Inga gengur frá pontu og forseta byrjar hann að hlæja og tekur sér hlé frá ræðunni. „Það þarf að gefa þingmönnum frið, í fleiri en einni merkingu, þegar þeir hafa orðið,“ segir Þórunn um leið og hún slær í bjöllu Alþingis og horfir fram í salinn. Á sama tíma byrjar Þórarinn Ingi að skælbrosa og hlæja og segist ekki ætla að minnast á það sem á sér stað í salnum. Þórunn þakkar honum fyrir það. Getur ekki haldið áfram Þórarinn á svo afar erfitt með að halda áfram með ræðuna. „Ja, hérna,“ segir hann og biður forseta afsökunar á töfum. Þórunn segist sýna því skilning. Þórarinn Ingi heldur svo áfram að hlæja. „Þetta var nú alveg merkilegt,“ segir hann næst og hlær og segir svo alltaf gott að geta hlegið aðeins. Eftir það tekst honum, nokkuð áfallalaust, að halda áfram með ræðuna. Sá að Þórarinn var orðinn þreyttur Þórarinn Ingi segir um uppákomuna í textaskilaboðum að Inga hafi tekið nokkur dansspor. „Það var bara smá galsi í Ingu, tók nokkur létt dansspor. Fékk okkur til að hlæja inní nóttina.“ „Ég sá að hann var orðinn þreyttur í pontunni. Ég veit ekki hvort þessi elska var í fimmtugustu ræðunni eða eitthvað svoleiðis. Þegar ég var að labba út brosti ég fallega að honum og tók nokkur létt Ingu-dansspor,“ segir Inga um atvikið í samtali við fréttastofu. Inga ræddi við Þórunni sem vísaði henni frá. Eftir það átti Þórarinn mjög erfitt með að halda áfram með ræðu sína. Alþingi Hún segir það hafa tekið skamma stund og hún hafi ekki búist við því að það myndi vekja svona mikla lukku. Þórarinn hafi ekki vitað hvernig hann hafi átt að vera eftir það og alltaf litið á Þórunni sem sjálf hafi ekki almennilega vitað hvernig hún átti að vera. „Þegar forseti sagðist sýna því skilning þá tapaði hann sér endanlega.“ Inga segir gott að geta haft gaman líka, sérstaklega þegar fólk er búið að vera lengi að. „Við erum alltaf fín, það er þessi ræðustóll og svo erum við altlaf bestu mátar þegar því sleppir.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Í myndbandi sést Inga ræða við Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, sem hlær og vísar henni frá á meðan hann er í pontu. Fyrir það, mátti sjá þau bæði líta stöðugt til hægri. Stuttu síðar kemur Inga inn í mynd til að ræða við Þórunni. Á þeim tíma er Þórarinn Ingi að halda ræðu um arð í sjávarútvegi. Þegar Inga gengur frá pontu og forseta byrjar hann að hlæja og tekur sér hlé frá ræðunni. „Það þarf að gefa þingmönnum frið, í fleiri en einni merkingu, þegar þeir hafa orðið,“ segir Þórunn um leið og hún slær í bjöllu Alþingis og horfir fram í salinn. Á sama tíma byrjar Þórarinn Ingi að skælbrosa og hlæja og segist ekki ætla að minnast á það sem á sér stað í salnum. Þórunn þakkar honum fyrir það. Getur ekki haldið áfram Þórarinn á svo afar erfitt með að halda áfram með ræðuna. „Ja, hérna,“ segir hann og biður forseta afsökunar á töfum. Þórunn segist sýna því skilning. Þórarinn Ingi heldur svo áfram að hlæja. „Þetta var nú alveg merkilegt,“ segir hann næst og hlær og segir svo alltaf gott að geta hlegið aðeins. Eftir það tekst honum, nokkuð áfallalaust, að halda áfram með ræðuna. Sá að Þórarinn var orðinn þreyttur Þórarinn Ingi segir um uppákomuna í textaskilaboðum að Inga hafi tekið nokkur dansspor. „Það var bara smá galsi í Ingu, tók nokkur létt dansspor. Fékk okkur til að hlæja inní nóttina.“ „Ég sá að hann var orðinn þreyttur í pontunni. Ég veit ekki hvort þessi elska var í fimmtugustu ræðunni eða eitthvað svoleiðis. Þegar ég var að labba út brosti ég fallega að honum og tók nokkur létt Ingu-dansspor,“ segir Inga um atvikið í samtali við fréttastofu. Inga ræddi við Þórunni sem vísaði henni frá. Eftir það átti Þórarinn mjög erfitt með að halda áfram með ræðu sína. Alþingi Hún segir það hafa tekið skamma stund og hún hafi ekki búist við því að það myndi vekja svona mikla lukku. Þórarinn hafi ekki vitað hvernig hann hafi átt að vera eftir það og alltaf litið á Þórunni sem sjálf hafi ekki almennilega vitað hvernig hún átti að vera. „Þegar forseti sagðist sýna því skilning þá tapaði hann sér endanlega.“ Inga segir gott að geta haft gaman líka, sérstaklega þegar fólk er búið að vera lengi að. „Við erum alltaf fín, það er þessi ræðustóll og svo erum við altlaf bestu mátar þegar því sleppir.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira