Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2025 16:57 Loftmynd af Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur um það bil áttfaldast á sama tíma og laun hafa tæplega sexfaldast. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá greiningardeild Landsbankans sem birt var í dag, en þar segir að greiðslubyrði af meðalláni hafi haldist tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum. Frá aldamótum hafi íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um það bil áttfaldast, laun hafi tæplega sexfaldast, og verðlag án húsnæðis hafi tæplega þrefaldast. Raunverð á íbúðum, miðað við vísitölu íbúðaverðs án húsnæðis, hafi því um það bil þrefaldast frá aldamótum. Erfiðara að komast inn á íbúðamarkað Í tilkynningunni segir að af þessu megi ráða að almennt hafi orðið sífellt erfiðara að komast inn á íbúðamarkað. „Enda er fjárfestingin stærri en áður í samanburði við laun. En ýmislegt fleira spilar inn í, til dæmis framboð af íbúðalánum, vextir, lánþegaskilyrði, leiguverð og tilfærslur.“ Þá segir enn fremur að greiðslubyrði hafi þyngst á síðustu árum. Eftir því sem íbúðaverð hækki umfram tekjur kalli íbúðakaup, sérstaklega fyrstu kaup, á meiri lántöku. Tekið er dæmi af húsnæðisláni frá árinu 2004. „Hér er miðað við að árið 2004 sé tekið 10 milljóna króna lán, sem nemur um það bil 70% af meðalverði fjölbýla á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. Greiðsla af slíku láni hefði numið um það bil 30% af meðalráðstöfunartekjum árið 2004.“ „Meðallaun voru um 250 þúsund krónur árið 2004 og yfir tímabilið eru launin látin fylgja vísitölu launa. Á þessu tímabili hafa laun hækkað um 320% að nafnvirði á meðan mánaðarleg greiðsla á verðtryggðu láni hefur hækkað um 440%.“ Hægt er að lesa meira um málið á vef Landsbankans. Húsnæðismál Verðlag Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá greiningardeild Landsbankans sem birt var í dag, en þar segir að greiðslubyrði af meðalláni hafi haldist tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum. Frá aldamótum hafi íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um það bil áttfaldast, laun hafi tæplega sexfaldast, og verðlag án húsnæðis hafi tæplega þrefaldast. Raunverð á íbúðum, miðað við vísitölu íbúðaverðs án húsnæðis, hafi því um það bil þrefaldast frá aldamótum. Erfiðara að komast inn á íbúðamarkað Í tilkynningunni segir að af þessu megi ráða að almennt hafi orðið sífellt erfiðara að komast inn á íbúðamarkað. „Enda er fjárfestingin stærri en áður í samanburði við laun. En ýmislegt fleira spilar inn í, til dæmis framboð af íbúðalánum, vextir, lánþegaskilyrði, leiguverð og tilfærslur.“ Þá segir enn fremur að greiðslubyrði hafi þyngst á síðustu árum. Eftir því sem íbúðaverð hækki umfram tekjur kalli íbúðakaup, sérstaklega fyrstu kaup, á meiri lántöku. Tekið er dæmi af húsnæðisláni frá árinu 2004. „Hér er miðað við að árið 2004 sé tekið 10 milljóna króna lán, sem nemur um það bil 70% af meðalverði fjölbýla á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. Greiðsla af slíku láni hefði numið um það bil 30% af meðalráðstöfunartekjum árið 2004.“ „Meðallaun voru um 250 þúsund krónur árið 2004 og yfir tímabilið eru launin látin fylgja vísitölu launa. Á þessu tímabili hafa laun hækkað um 320% að nafnvirði á meðan mánaðarleg greiðsla á verðtryggðu láni hefur hækkað um 440%.“ Hægt er að lesa meira um málið á vef Landsbankans.
Húsnæðismál Verðlag Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Sjá meira