Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Agnar Már Másson skrifar 9. júlí 2025 21:13 „Þetta eru að sjálfsögðu leið mistök sem hefðu ekki átt sér stað ef ég eða konan mín hefðum verðið spurð fyrirfram um fjárfestinguna,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm Eiginkona varaformanns í stjórn Íslandsbanka keypti að sögn óvart hlut í bankanum í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka, sem upplýsti hana ekki um viðskiptin fyrr en nýlega. Varaformaðurinn segir viðskiptin vera „leið mistök“ en heildarverð þeirra nam um 3 milljónum króna. Stefán Pétursson, varaformaður stjórnar Íslandsbanka, sendi út kauphallartilkynningu í kvöld þar sem hann greinir frá því að eiginkona sín, Ingunn Guðrún Árnadóttir, hafi óvart tekið þátt í hlutafjárútboði bankans í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka. Tilkynning þess efnis er birt á grundvelli 19. gr. MAR-reglugerðarinnar um viðskipti stjórnenda og nákominna aðila. Stefán Pétursson, varaformaður Íslandsbanka. „Ég er varaformaður stjórnar Íslandsbanka. Eiginkona mín, Ingunn Guðrún Árnadóttir, er með fjármuni í einkabankaþjónustu hjá Arion banka. Henni var nýverið tjáð að einkabankinn, sem tekur sjálfstæðar ákvarðanir um fjárfestingar í sjóðum, hlutabréfum og skuldabréfum, hefði fyrir hennar hönd tekið þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka,“ segir í tilkynningu Stefáns. „Þetta eru að sjálfsögðu leið mistök sem hefðu ekki átt sér stað ef ég eða konan mín hefðum verðið spurð fyrir fram um fjárfestinguna.“ Samkvæmt tilkynningunni hafði einkabankaþjónustan hjá Arion banka, sem ræðst í sjálfstæðar fjárfestingarákvarðanir, keypt 28.153 hluti í Íslandsbanka fyrir hönd Ingunnar Guðrúnar Árnadóttur þann 20. maí 2025. Heildarverð viðskiptanna nam 2.999.984 krónum. Ríflega 30 þúsund manns tóku þá þátt í útboðinu í maí en þetta er fyrsta sinn sem tilkynnt er um viðskipti stjórnenda eð nákominna í útboði bankans. Tilkynningar um innherjaviðskipti eiga samkvæmt 19. grein hinnar evrópsku MAR-reglugerðar að vera tilkynnt ekki síður en eftir þrjá viðskiptadaga. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands má samkvæmt lögum leggja á stjórnvaldssektir ef stjórnendur eða nákomnir aðilar þeirra tilkynna ekki viðskipti innan lögboðins frests . Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Sjá meira
Stefán Pétursson, varaformaður stjórnar Íslandsbanka, sendi út kauphallartilkynningu í kvöld þar sem hann greinir frá því að eiginkona sín, Ingunn Guðrún Árnadóttir, hafi óvart tekið þátt í hlutafjárútboði bankans í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka. Tilkynning þess efnis er birt á grundvelli 19. gr. MAR-reglugerðarinnar um viðskipti stjórnenda og nákominna aðila. Stefán Pétursson, varaformaður Íslandsbanka. „Ég er varaformaður stjórnar Íslandsbanka. Eiginkona mín, Ingunn Guðrún Árnadóttir, er með fjármuni í einkabankaþjónustu hjá Arion banka. Henni var nýverið tjáð að einkabankinn, sem tekur sjálfstæðar ákvarðanir um fjárfestingar í sjóðum, hlutabréfum og skuldabréfum, hefði fyrir hennar hönd tekið þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka,“ segir í tilkynningu Stefáns. „Þetta eru að sjálfsögðu leið mistök sem hefðu ekki átt sér stað ef ég eða konan mín hefðum verðið spurð fyrir fram um fjárfestinguna.“ Samkvæmt tilkynningunni hafði einkabankaþjónustan hjá Arion banka, sem ræðst í sjálfstæðar fjárfestingarákvarðanir, keypt 28.153 hluti í Íslandsbanka fyrir hönd Ingunnar Guðrúnar Árnadóttur þann 20. maí 2025. Heildarverð viðskiptanna nam 2.999.984 krónum. Ríflega 30 þúsund manns tóku þá þátt í útboðinu í maí en þetta er fyrsta sinn sem tilkynnt er um viðskipti stjórnenda eð nákominna í útboði bankans. Tilkynningar um innherjaviðskipti eiga samkvæmt 19. grein hinnar evrópsku MAR-reglugerðar að vera tilkynnt ekki síður en eftir þrjá viðskiptadaga. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands má samkvæmt lögum leggja á stjórnvaldssektir ef stjórnendur eða nákomnir aðilar þeirra tilkynna ekki viðskipti innan lögboðins frests .
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Sjá meira